Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 26

Fréttablaðið - 08.12.2005, Síða 26
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR26 Samkvæmt drögum að nýju aðal- skipulagi fyrir miðbæ Akureyrar verður hjarta bæjarins umbylt á næstu árum í því augnamiði að gæða miðbæinn lífi og laða að fólk og fyrirtæki. Þrátt fyrir gjör- breytta ásýnd og mikla uppbygg- ingu þurfa fá hús að víkja, sem hlýtur að teljast sérstakt í ljósi þess að um rótgróinn bæjarkjarna er að ræða. Þær byggingar sem fyrirsjáan- legt er að þurfi að fjarlægja í mið- bænum standa allar á afmörkuðu svæði á milli skemmtistaðarins Sjallans og húsaraðarinnar við Strandgötu. Svæðið sem byggt verður á er kallað Sjallareitur en Sjallinn og húsin við Strandgötu munu standa áfram. Ekki hefur verið tekin end- anleg ákvörðun um hvaða bygg- ingar rísi á Sjallareitnum en samkvæmt nýju skipulagi er Sjallareiturinn ætlaður undir stórmarkað. Engin stór matvöru- verslun er í miðbæ Akureyrar en stórmarkaðnum er bæði ætlað að styrkja íbúðarbyggð í miðbæn- um og draga fólk að hjarta bæj- arins, sem aftur mun efla aðrar verslanir og þjónustufyrirtæki á svæðinu. Hagkaup hafa hug á að flytja verslun sína á Akureyri í mið- bæinn en Hagkaupsmenn eru hins vegar ekkert sérstaklega spenntir fyrir Sjallareitnum. Ármann Jóhannesson, sviðs- stjóri tækni- og umhverfis- sviðs Akureyrarbæjar, segir að endanleg ákvörðun um fram- kvæmdir á reitnum fari eftir áhuga fjárfesta sem vilja koma að uppbyggingu miðbæjarins. Flest húsin sem þurfa að víkja tengjast atvinnustarf- semi en einungis eitt hús á Sjallareitnum er eingöngu nýtt til búsetu. Í því býr einn íbúi, Jón Oddgeir Guðmundsson, en hann á einnig verslunina Litla húsið á Sjallareitnum og höndlar þar með varning af kristilegum toga. UMBOÐSSKRIFSTOFA Leiguherbergi eru á efri hæðinni en þar bjó á sínum tíma bifreiða- smiðurinn Grímur Valdimarsson sem var með verkstæði sitt í húsnæði við hliðina þar sem nú er sólbaðsstofan Stjörnusól. RÚSSAHÚSIN Lítil sem engin notkun er á þessum byggingum í dag en þær liggja þétt að Sjallanum. TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI Hagsmíði er með trésmíðaverkstæði í þessu húsi. IÐNAÐARHÚSNÆÐI OG SÓLBAÐSTOFA Innréttingasprautun er til húsa í bláu bygg- ingunni en þar var til skamms tíma rekin fiskbúð. Grímur Valdimarsson heitinn var fyrir margt löngu með verkstæði í húsnæði Stjörnusólar og byggði þar yfir bíla en nú er þar sólbaðstofa. VERSLUN Í Litla húsinu er seldur varningur af kristilegum toga. Húsið mun víkja fyrir fram- tíðinni en verslunin verður að líkindum flutt í nýtt húsnæði. HÓTELÍBÚÐIR OG VÍDEÓLEIGA Stórkaupmaðurinn Ragnar Ólafsson og fjölskylda hans bjuggu eitt sinn í þessu húsi og var Ragnar með atvinnustarfsemi á jarðhæðinni en fjölskyldan bjó á efri hæðunum. Nú eru hótelíbúðir á efri hæðunum en myndbandaleiga á jarðhæðinni. Húsin sem víkja fyrir framtíðinni Rífa þarf nokkur hús í miðbæ Akureyrar vegna fyrirhugaðra endur- og uppbygginga. Húsin eru fá en geyma samt sína sögu. Kristján J. Kristjánsson blaðamaður skoðaði húsin í gegnum myndavélina. ÍBÚÐARHÚS Þetta er eina einbýlishúsið sem þarf víkja og þar er aðeins einn íbúi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.