Fréttablaðið - 08.12.2005, Page 36

Fréttablaðið - 08.12.2005, Page 36
 8. desember 2005 FIMMTUDAGUR36 LANDSBYGGÐ Reyðarfjörður er eitt þessara bæjarfélaga á Austfjörð- um sem gengur nú í endurnýjun lífdaganna ef svo má segja, vegna allra þeirra miklu framkvæmda sem unnið er að í tengslum við virkjunina við Kárahnjúka og byggingu álvers Alcoa skammt austan byggðarinnar í Reyðar- firði. Minnkandi fjöldi íbúa er ávallt tekinn sem dæmi um hningn- un landsbyggðarinnar gagnvart höfuðborgarsvæðinu sem sogað hefur til sín fólk úr hinum dreifðu byggðum uppstyttulaust undan- farna áratugi. Íbúatölur frá Aust- fjörðum sýna hins vegar svo ekki verður um villst að þar hefur tek- ist að stöðva fólksflóttann og gott betur en það. Ágætt dæmi um þessa breyt- ingu er þróun íbúafjölda á Fáskrúðsfirði. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands frá 1. desember árið 1997 voru íbúar á Reyðar- firði 683 talsins. Þremur árum síðar eða árið 2000 hafði fækk- að í bænum um liðlega fimmtíu manns og íbúafjöldinn kominní í 632. Og enn fækkaði á næstu árum; fjöldinn var kominn í 623 árið 2002. En þá verða vatnaskil og strax árið eftir, 2003 fjölgar um tæplega fimmtíu á staðnum. Og samkvæmt síðustu tölum Hag- stofunnar frá 1. desember í fyrra stefnir íbúafjöldi á Reyðarfirði óðfluga fram úr fyrri hæðum; talan komin í 696 og fastlega búist við að fjöldinn 1. desember á þessu ári sýni enn hærri tölu og að íbúafjöldinn sé kominn vel á áttunda hundraðið. Og uppbyggingin á Reyðarfirði ýtir jafnframt undir vonir manna um íbúafjölgun í nágrannabyggð- arlögum. Þar skiptir tilkoma jarð- ganganna yfir til Fáskrúðsfjarðar ekki hvað minnstu, en göngin voru tekin í notkun í byrjun septemb- er á þessu ári. Þau stytta leiðina milli Fáskrúðsfjarðar og Reyð- arfjarðar um rúma þrjátíu kíló- metra, úr fimmtíu í átján, þannig að það er fyllilega raunhæfur val- kostur að búa á Fáskrúðsfirði og starfa á Reyðarfirði. Tölur Hagstofunnar sýna enda að ruðningsáhrifa uppbygging- arinnar á Reyðarfirði er farið að gæta í fjölgun íbúa á Fáskrúðs- firði. Á árunum 1997-2002 fækk- aði þeim um rúmlega sextíu en til 1. desember í fyrra fjölgaði þeim aftur um tæplega fimmtíu. - ssal Íbúafjöldinn vex ár frá ári Íbúum Reyðarfjarðar fækkaði um sextíu manns á árunum 1997-2002. Þá snerist dæmið við og þeim fjölgaði um rúmlega sjötíu manns á tveimur árum. REYÐARFJÖRÐUR Fjöllin hafa vakað í þúsund ár, segir í ljóði Bubba Morthens og Kambfellið og fjöllin ofan byggðarinnar í Reyðarfirði hafa vissulega vakað yfir firðinum í þúsund ár og gott betur. Og ekki skortir á tignarleikann þar sem þau spegla sig fagurlega á aðventunni í himinbláma fjarðarins við undirleik ljósanna í bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA – stærsti fjölmiðillinn Hvort sem þú ert einstaklingur í atvinnuleit eða stjórnandi að leita að góðum starfskrafti er Allt – atvinna lausnin fyrir þig. Allt – atvinna er dreift með Fréttablaðinu inn á 95 þúsund heimili alla sunnudaga . ATVINNULEITIN HEFST HÉR! F í t o n / S Í A F I 0 1 4 6 2 9 ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� � – stærsti fjölmiðillinn Hvort sem þú ert einstaklingur í atvinnuleit eða stjórnandi að leita að góðum starfskrafti er Allt – atvinna lausnin fyrir þig. Allt – atvinna er dreift með Fréttablaðinu inn á 95 þúsund heimili alla sunnudaga . ATVINNULEITIN HEFST HÉR! F í t o n / S Í A F I 0 1 4 6 2 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.