Fréttablaðið - 23.12.2005, Side 30
23. desember 2005 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Matthías Johannessen, skáld
og fyrrverandi ritstjóri, gerði
á dögunum greinarmun á góðu
auðvaldi og vondu. Hann kvaðst
sjálfur hafa þjónað góðu auðvaldi
í ritstjóratíð sinni, en það var á
honum að skilja, að nú léti annað
og miklu verra auðvald að sér
kveða opinberlega.
Ég held, að Matthías hafi
bæði rétt og rangt fyrir sér. Til
eru tillitslausir, kaldrifjaðir og
skammsýnir fjárplógsmenn, þar
sem glottið er ein glæpasaga
(eins og Einar Benediktsson
orti). Lesa má um einn slíkan
mann í nýlegri bók eftir Einar
rithöfund Kárason, þótt mynd-
in þar sé snyrt og fegruð eftir
megni. Til eru líka ágætir menn,
sem kunna um leið að græða,
og hef ég verið svo lánsamur að
kynnast nokkrum þeirra. Nefni
ég sérstaklega Pálma heitinn
Jónsson í Hagkaup og Björgólf
Guðmundsson bankamann.
Í þessum skilningi er til gott
og vont auðvald. En minn gamli
vinur Matthías hefur rangt fyrir
sér, ef hann telur til dæmis, að
nýríkir menn þurfi að vera verri
en gamalríkir. Sjálfum finnst
mér raunar meira til um það,
þegar menn skapa auðæfi sín
sjálfir en þegar þeir erfa þau, þótt
það sé vissulega líka ærið verk-
efni og vanmetið að varðveita fé
og ávaxta. Sömu ásakanir dynja
á nýríkum Íslendingum okkar
tíðar og gerðu á fyrra helmingi
tuttugustu aldar, eins og allir
vita, sem lesið hafa skrif Jónasar
frá Hriflu: Þeir séu eyðslusamir
og menningarsnauðir, hafi ask-
lok fyrir himin og gefnir fyrir
að sýnast fremur en vera. Þess-
ar ásakanir eru ekki alltaf út í
bláinn, en bera stundum frek-
ar vitni um öfund en sanngirni.
Við eigum að samfagna þeim,
sem komist hafa í álnir af eigin
rammleik.
Matthías hefur líka rangt
fyrir sér, ef hann telur, að aðal-
atriðið sé, hvernig fjárgróða-
menn eru innrættir. Hitt skiptir
meira máli að mínum dómi, við
hvaða skilyrði þeir starfa, hvaða
leikreglum þeir þurfa að fylgja.
Í framkvæmdamönnum býr ólg-
andi kraftur, sem á að virkja
til almannaheilla. Það er unnt í
skipulagi frjálsrar samkeppni
og séreignar, sem lýtur tveimur
lögmálum: Til þess að græða fé
verður maðurinn að hafa á boð-
stólum jafngóða vöru eða þjón-
ustu og keppinautarnir. Og hann
hirðir betur um það, sem hann á
einn, en hitt, sem allir eiga í orði
kveðnu og enginn ber ábyrgð á.
Það er ekki líklegt til árangurs
að vanda um við fjárgróðamenn
eða halda yfir þeim langar prédik-
anir um það, að nú skuli þeir bæta
ráð sitt. Hitt er vænlegra að búa
svo um hnútana, að hagur þeirra
fari saman við almannahag. Það
gerist, ef þeir ávaxta eignir sínar
af kostgæfni og keppa af krafti
um hylli almennings. Ég ætla
að leyfa mér að ganga lengra
og segja, að fjárgróðamenn geri
miklu meira gagn með þessu en
því að gefa fé til líknar- og mann-
úðarmála, eins og sumir þeirra
iðka í því skyni að geta sér gott
orð. Tökum þróunarlöndin til
dæmis. Hvort gerum við fátæk-
um íbúum þeirra meira gagn með
því að senda þeim fé að gjöf eða
með því að stunda við þau frjáls
viðskipti? Reynslan hefur fyrir
löngu skorið úr um rétta svarið.
Þeir, sem vilja bæta kjör
fátækra þjóða, ættu ekki að
senda þeim fé að gjöf, heldur
berjast fyrir frjálsum viðskipt-
um á alþjóðavettvangi og fjár-
festa í arðvænlegum fyrirtækj-
um í þróunarlöndum, sem skapa
íbúum þar betri störf en þeir
ættu annars kost á og færa um
leið hinum vestrænu eigendum
kærkominn gróða. Að lokum
þarf auðvitað ekki að fjölyrða
um það, að fjárgróðamenn eiga
eins og aðrir að nota frelsi sitt
innan marka laga og almenns
velsæmis. Sá sannleikskjarni er
þrátt fyrir allt í orðum Matthí-
asar skálds, að veita verður fjár-
gróðamönnum eins og öðrum hið
siðferðilega aðhald, sem felst í
öflugu almenningsáliti. Þá verð-
ur auðvaldið gott. ■
Gott auðvald og vont?
Í DAG
RÍKIDÆMI
HANNES
HÓLMSTEINN
GISSURARSON
Þessar ásakanir eru ekki alltaf
út í bláinn, en bera stundum
frekar vitni um öfund en sann-
girni. Við eigum að samfagna
þeim, sem komist hafa í álnir
af eigin rammleik.
Einni mestu jólakauptíð Íslandssögunnar lýkur senn og verslunareigendur flestir hverjir hljóta að vera ánægðir með jólaverslunina. Það tilheyrir jólum að menn geri vel
við sig í mat og drykk og gefi hverjir öðrum gjafir. Þetta hvort
tveggja getur þó farið út fyrir skynsamleg mörk, en efnahag-
ur hvers og eins og eins ræður hér för eins og varðandi margt
annað í lífinu. Með aukinni velsæld og stöðugt fleiri einstakling-
um sem hafa ofurlaun, hlýtur neyslumunstrið og verðmætamat-
ið að breytast.
Bækur hafa löngum verið vinsælar jólagjafir hér á landi og
þótti enginn maður með mönnum hér áður fyrr, nema hann fengi
svo og svo margar bækur í jólagjöf. Með innreið tónlistarinn-
ar á jólamarkaðinn voru margir svartsýnir á stöðu bókarinnar,
en hún heldur enn velli og er það vel. Bókaútgáfan blómstrar
og ef eitthvað er þá hefur þeim bókaútgáfum fjölgað sem virð-
ast ætla að lifa og dafna, eftir mikið samþjöppunarskeið fyrir
nokkrum árum. Bókmenntaþjóðin Íslendingar stendur því enn
undir nafni, þótt skáldverkin og útgáfan hafi breyst mikið á
allra síðustu árum. Ótrúlegur fjöldi sakamálabóka kemur út
fyrir þessi jól, og það er eins og velgengni eins höfundar kalli á
fleiri og fleiri höfunda í þessari grein svo manni þykir nóg um.
Hefðbundnar skáldsögur hafa fallið í skuggann af sakamálasög-
unum. Fjölmargar skáldsögur hafa að vísu komið út nú á síðustu
vikum, en umræðan í þjóðfélaginu beinist frekar að sakamála-
sögunum, og ekkert nema gott um að það segja á meðan bækur
eru til umræðu.
En mitt í öllu amstrinu fyrir jólin og um það bil sem jólakaup-
tíðinni er að ljúka er hollt að minnast þess að það búa ekki allir
við allsnægtir. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur um langt skeið
safnað handa bágstöddum á aðventunni, og gerir það líka nú. Að
þessu sinni verður söfnunarfénu varið til vatnsöflunar í fátæk-
um Afríkuríkjum, einkum þó Mósambik, sem er eitt fátækasta
land í heimi.
Það eru til margar frásagnir af því hve vatnsöflun til dag-
legra nota getur verið miklum erfiðleikum bundin í þessum
löndum. Við sem skrúfum hugsunarlaust frá krananum mörgum
sinnum á dag, og spörum ekki vatnið, getum varla sett okkur
í spor þeirra sem þurfa sumstaðar að verja mörgum tímum á
dag til að afla nauðsynlegs vatns þótt sparlega sé með það farið.
Það er því full ástæða til þess að minna fólk á að „skrúfa frá
krananum“ og styrkja með því vatnsöflun fátæks fólks í Afríku.
Lítil upphæð getur gert kraftaverk, hvað þá þegar hópar vina,
kunningja eða starfsfélaga taka sig saman og gefa myndarlegar
upphæðir í þessa söfnun eins og dæmi eru um nú á aðventunni.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Munum eftir fátækum bræðrum okkar og systrum.
Jólakauptíð
að ljúka
Bókaútgáfan blómstrar og ef eitthvað er þá hefur
þeim bókaútgáfum fjölgað sem virðast ætla að lifa og
dafna, eftir mikið samþjöppunarskeið fyrir nokkrum
árum. Bókmenntaþjóðin Íslendingar stendur því enn
undir nafni, þótt skáldverkin og útgáfan hafi breyst
mikið á allra síðustu árum.
Afmælistónleikar
Ríkisútvarpið er 75 ára um þessar
mundir. Hefur þess verið minnst með
ýmsum hætti í dagskránni svo sem
sjálfsagt er og hlustendur hafa orðið
varir við. Rás eitt, sem segja má að
sé hinn upprunalegi hluti Ríkisút-
varpsins, hélt meðal annars upp
á afmælið með því að senda
út vandaða tónlistardagskrá frá
Hallgrímskirkju. Tónleikarnir voru
einnig sendir á öldum ljósvakans til
útlanda fyrir milligöngu sambands
evrópskra útvarpsstöðva og munu
hafa náð eyrum allt að sex milljón
hlustenda í Evrópu. Um þetta ágæta
framtak Rásar eitt mátti lesa á forsíðu
Fréttablaðsins á mánudaginn.
Afgangsstærð?
Tónleikarnir í Hallgrímskirkju
virðast enga athygli hafa vakið hjá
Sjónvarpinu. Hvorki voru þeir sendir
út né frá þeim skýrt í fréttum. Hermt
er að þetta hafi vakið undrun
og nokkur sárindi meðal
starfsmanna Rásar eitt. Þeim
finnst hið upprunalega útvarp
orðið að afgangsstærð innan
Ríkisútvarpsins. Er í þessu
sambandi nefnt að mun
yngri deild Ríkisútvarpsins,
Rás tvö, stóð á dögun-
um fyrir samkeppni um
jólalag og uppskar fyrir það
mikla athygli fréttastofu
Sjónvarpsins. Þarna þykir
halla á klassíkina á kostnað
dægurtónlistar.
Jólsveinar
Eftir að Alþingi var sent heim
virðist eitt helsta deiluefnið í
þjóðfélaginu vera hvort jóla-
sveinninn sé til eða ekki. Sannarlega
mjög áhugavert. Framlag séra Flóka
Kristinssonar á Hvanneyri til málsins
hefur vakið mikla athygli en samkvæmt
DV fullyrðir hann í sunnudagsskóla
sóknarinnar að sögur um jólasveina séu
hreinn tilbúningur. Haft er eftir honum
í blaðinu: „Ég gat ekki hugsað mér að
ljúga að börnunum.“ Illugi Jökulsson
veitti prestinum harða ádrepu á NFS
fyrir tiltækið. „Ekki grunaði mig að til
væru menn sem teldu sig svo heilaga
og innblásna af sannleiksást að þeir
gætu ekki unnt litlum sex ára krökkum
þess að trúa á jólasveininn í friði. Því
þetta voru sex ára krakkar! Sex ára og
hinn heilagi séra Flóki þóttist ekki geta
logið að þeim um tilvist jólasveinsins!
Mér liggur við að spyrja hversu lágt er
eiginlega hægt að leggjast?“ sagði Illugi.
gm@frettabladid.is
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Mest lesna
vi›skiptabla›i›
G
al
lu
p
k
ö
n
n
u
n
f
yr
ir
3
6
5
p
re
n
tm
i›
la
m
aí
2
0
0
5
.
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
06
37
12
/2
00
5
KOMDU Í SPENNANDI HEIM
AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA
14.900 kr.
NOKIA 6020
SÍMI