Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2005, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 23.12.2005, Qupperneq 35
FÖSTUDAGUR 23. desember 2005 5 Krabbameinsfélagið hefur notið góðs af sölu Engils vonar- innar sem er nú seldur annað árið í röð. Engill vonarinnar er gripur gerð- ur úr messing með 24 karata gyll- ingu. Gripurinn er hannaður af Hönnu S. Magnúsdóttur. Engillinn er merktur með ártalinu 2005 og er seldur í verslun Guðlaugs A. Magnússonar á Laugavegi 22a. Engill vonarinnar kostar 3.490 krónur og rennur hluti af and- virði hans til Krabbameinsfélags Íslands. Verslunin afhenti Krabba- meinsfélaginu nýlega ágóðahlut síðasta árs sem nam 68.700 krón- um. Ágóðinn verður nýttur í þágu krabbameinssjúklinga, meðal ann- ars til umönnunar þeirra. Einnig má styrkja Krabba- meinsfélagið með því að hringja í styrktarsíma félagsins 907 5050 og verða þá eitt þúsund krónur skuldfærðar af viðkomandi sím- reikningi. Engill vonarinar styrkir Krabba- meinsfélagið Engill vonarinnar er seldur í verlsun Guðlaugs A. Magnússonar við Laugaveg og rennur hluti af söluverðinu til Krabba- meinsfélagsins. Armeníska Shenoraavor nor dari Spænska Feliz navidad Danska Glædelig jul Hollenska Vrolijk Kerstfeest Estóníska Ruumsaid juulup Færeyska Gledilig jol Finnska Hyvaa joulua Franska Joyeux Noel Gríska Kala Christouyenna! Ítalska Buone Feste Natalizie Serbneska Hristos se rodi Víetnamska Chung mung giang sinh Þýska Froehliche Weihnachten Úsbeska Yangi Yiligiz Mubarak Bolsun Georgíska Gilotsavt Krist‘es Shobas Grænlenska Juullimi Ukiortaassamilu Pilluarit Makedóníska Srekan Bozik Ástraslka ‚Ave a bonza Chrissy, Mate Gleðileg jól } á ýmsum tungu- málum Öll þekkjum við jólasveinana þrettán, bíðum spennt eftir komu þeirra, syngjum um þá vísur og lærum nöfin þeirra í æsku. Hins vegar hafa jóla- sveinarnir ekki alltaf verið þrettán og ekki alltaf heitið þeim nöfnum sem við þekkjum í dag. Séu skoðaðar gamlar vísur frá því fyrir aldamótin 1900 má finna þar vísbendingar um að jólasvein- arnir séu „einn og átta“ eða „tólf og tíu“, það er níu eða tuttugu og tveir. Í Sögu daganna, sem Árni Björnsson ritaði, er vitnað í konu úr Biskupstungunum, sem var fædd 1912, sem minntist þess úr sinni æsku að jólasveinarnir hafi verið 18 talsins en síðar hafi þeir týnt tölunni niður í 13 eða 9. Í kringum aldamótin 1900 voru einnig notuð nöfn á jólasveinum sem okkur eru nokkuð ókunn í dag. Þar á meðal eru Faldafeykir, Pönnuskuggi, Guttormur, Banda- leysir, Klettaskora, Lampaskuggi, Bitahængi, Froðusleikir, Syrju- sleikir, Baggalútur, Dúðadurtur, Flotnös, Kleinusníkir, Litlipung- ur, Smjörhákur og Örvadrumbur. Nöfnin sem við þekkjum í dag eiga rætur sínar að rekja til seinni hluta 19. aldar. Séra Jón Árnason sendi þjóðsagnabindi í prentun til Leipzig. Þá hafði hann safnað saman nöfnum jólasveinanna og háttalagi þeirra. Jólasveinanöfn- in sem við þekkjum í dag voru prentuð í þjóðsagnabindið og hafa haldið sér að mestu leyti síðan þá. Reyndar hefur nafnið Hurðaskell- ir leyst Faldafeyki af. Faldafeykir og Lampaskuggi Jólasveinar hafa gengið sinn þróunar- stig, þeim ýmist fjölgað eða fækkað í gegnum tíðina og sérkennileg nöfn þeirra fallið í gleymsku. Nonni GULL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.