Fréttablaðið - 23.12.2005, Side 36

Fréttablaðið - 23.12.2005, Side 36
 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR6 Þessa dagana eru þeir eflaust margir sem lofa sjálfum sér að taka upp siði Gísla Einarsson- ar og fjölskyldu hans. „Það má kalla það fjölskylduhefð hjá okkur að við reynum alltaf að vera búin að öllum undirbúningi snemma,“ segir Gísli Einarsson, fréttamaður RÚV á Vesturlandi. „Það er reyndar konan sem stjórnar því og það liggur við að það sé búið að kaupa allar jólagjafirnar á miðju sumri,“ bætir hann við og hlær dátt. Ástæðan er sú að hér á árum áður var oft afar mikið að gera hjá þeim hjónum fyrir jólin og lítill tími fannst til þess að sinna tiltekt og innkaupum. „Við vorum bæði að vinna kannski fram á nótt á Þorláksmessu. Ég man ég sofnaði einu sinni uppréttur við tiltektina á aðfaranótt aðfangadags. Þess vegna höfum við reynt að vera búin tímanlega að öllu og hafa þá frekar tíma til þess að bjóða gest- um og gera eitthvað skemmtilegt á aðventunni,“ segir hann. Gísli og kona hans eru iðulega með danskan julefrokost á aðvent- unni og bjóða þá vinum sínum og vandamönnum í hann. Þá er hefð- bundið danskt svínaflesk á borðum og síld frá Hofsósi, ásamt öðru lost- æti. Fjölskylda Gísla var vön að gera laufabrauð saman, en seinustu árin hefur sá siður farist fyrir vegna anna. Þó helst skötusiðurinn áfram, en Gísli mætir alltaf í skötuna til móður sinnar á Þorláksmessu með börnin sín þrjú, 7, 9 og 15 ára. ■ Reynir að ljúka undir- búningnum snemma Gísli Einarsson, fréttamaður RÚV, segist reyna að vera búinn að öllu snemma fyrir jólin. Árið 1897 skrifaði átta ára stúlka, Virginia O‘Hanlon, bréf til blaðsins The New York Sun og spurði hvort jólaveinninn væri til. Svarið fékk hún í ein- um af frægustu leiðurum í sögu blaðamennskunar. O‘Hanlon fjölskyldan var vön að senda spurningar í Spurt og svarað- dálkinn í The Sun þegar upp komu vafamál um sögulegar staðreyndir. Því ákvað Virginia að spyrja blað- ið, sem aldrei hafði logið að henni, hvort jólasveinninn væri í raun og veru af holdi og blóði eða uppspun- inn einn. Bréfið rataði alla leið inn á skrif- borð til Francis P. Church ritstjóra sem vanalega sá um umdeildustu málin, og hann sá strax að þetta var bréf sem hann þyrfti að svara sjálf- ur. Í svarinu stóð meðal annars: Jólasveinninn er til, rétt eins og ást, gjafmildi og staðfesta. Allt eru þetta hlutir sem gefa lífinu fegurð og gleði. Sjá!, hversu d r u n g a l e g u r yrði heimur- inn ef enginn jólasveinn væri meðal oss! Hann væri jafn drung- alegur og ef engar Virginiur væru til. Þá væri engin barnstrú, engin ljóðlist og engin rómantík til að gera tilveruna þolanlega. Við gætum einskis notið, nema sjá það og skynja. Hið lýsandi ljós, sem barndómurinn heiminn fyllir, yrði kæft. ■ Jólasveinninn er til Ullarbolur barna, verð frá 3.600 kr. fullorðins 5.900 kr. Nýtt frá 66°NORÐUR 100% Merino-ullarnærföt www.66north.is REYKJAVÍK: Kringlan - Bankastræti 5 - Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 - Akureyri: Glerárgata 32 Gefðu mjúka gjöf Ullarbuxur barna, verð frá 3.100 kr. fullorðins 4.900 kr. ICETREND OUTLET FÖT Á LÆGRA VERÐI Leiðbeiningar ICETREND OUTLET Síðumúli Fe lls m úl i Komið og kaupið síðustu jólagjafirnar í Síðumúla 34. Opið frá kl.11:00 til 21:00 í kvöld Verð frá 200, – til 3.750, – 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.