Fréttablaðið - 23.12.2005, Page 65

Fréttablaðið - 23.12.2005, Page 65
FÖSTUDAGUR 23. desember 2005 53 FÓTBOLTI Aðdáendur Chelsea eru vafalaust orðnir nokkuð öruggir um að velgengni Chelsea haldi áfram nú um jólin og eftir áramót. Frank Lampard hefur hins vegar varað við of mikilli bjartsýni þar sem jólavertíð knattspyrnu- manna hefur löngum verið erfið og varhugaverð fyrir toppliðin. Sigur Chelsea á Arsenal um seinustu helgi viðhélt forskoti Mourinho og félaga á hin liðin og fór endalega með titilvonir Ars- enal fyrir þetta árið. Þetta for- skot gæti hins vegar verið fljótt að fara ef Chelsea misstígur sig um jól og áramót. Frank Lamp- ard heldur því fram að enginn hjá klúbbnum hafi efni á því að slaka á næstu vikur. ,,Titilbaráttunni er ekki lokið og það skilja allir hér hjá Chel- sea að þessu er hvergi nærri lokið. Bilið á milli okkar og næsta liðs er níu stig og við erum full- ir sjálfstrausts um að hið góða gengi okkar haldi áfram. Það getur samt allt gerst og ef við töpum einum til tveimur leikjum yfir jólin og Mancester United vinnur þá er allt galopið í barátt- unni um titilinn. Tími jólanna er því mikilvægasti tími ársins fyrir okkur.“ Næsti leikur Chelsea er gegn Fulham á annan í jólum en þrjár umferðir fara fram á fimm dögum á Englendi um jólin. ■ Frank Lampard varar við of miklu öryggi: Baráttunni ekki lokið FRANK LAMPARD Biður félaga sína um að halda sig á jörðinni. FÓTBOLTI Arsene Wenger hefur látið hafa eftir sér að Joan Laporta, forseti Barcelona, beri enga virð- ingu fyrir reglum og hefur hótað því að kæra hann fyrir að reyna að nálgast framherjann Thierry Henry án leyfis. ,,Ef þeir vilja kaupa hann verða þeir að hringja í okkur og láta okkur vita þar sem hann á 18 mánuði eftir af samningi sínum við okkur. Ég neyðist til þess að bregðast við svona dónaskap þar sem þetta setur alla úr jafnvægi, jafnt leikmenn og þjálfara sem og stuðningsmenn. Þetta sýnir bara að þessi maður ber enga virðingu fyrir okkur eða þeim reglum sem eru í gildi í knattspyrnunni í dag. Það á ekki að skipta máli hvort þú heitir Doncaster eða Barcelona, það eiga allir að fara eftir settum reglum.“ ■ Arsene Wenger: Brjálaður út í Joan Laporta ARSENE WENGER Ekki sáttur með forsvars- menn Barcelona. FÓTBOLTI Að mati Alans Curbis- hley, þjálfara Charlton Athletic, eru uppraðanir leikja í kringum jól og áramót fáránleg. Charlton þarf að spila tvo útileiki, gegn Newcastle og Everton, um jólin og segir Curbishley að það sé allt of löng ferðalög með of stuttu milli- bili fyrir stuðningsmenn liðsins. ,,Við höfum verið frekar heppn- ir með uppraðanir heimaleikja okkar en útileikirnir eru alveg út í hött. Þetta er klárlega eitthvað sem knattspyrnusambandið þarf að athuga og það fljótt,“ segir öskureiður Alan Curbishley. ■ Ósáttur við fjölda leikja: Útileikirnir eru út í hött ALAN CURBISHLEY Ekki ánægður með niðurröðun leikja um jólin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.