Fréttablaðið - 23.12.2005, Page 66

Fréttablaðið - 23.12.2005, Page 66
 23. desember 2005 FÖSTUDAGUR54 KÖRFUBOLTI Þeir eru fjölmargir karl- mennirnir í heiminum sem horfa öfundaraugum til Frakkans Tony Parker. Hann er fjallmyndarlegur, farsæll íþróttamaður og sefur við hlið einni fegurstu konu heims, Evu Longoria. Mikið vill meira segir einhvers staðar og það á svo sann- arlega við í tilviki Parkers enda vill hann miklu meira. Hann er ekki sáttur við það að vera þriðja hjólið við hlið Tims Duncan og Manu Ginobili. Hann vill vera þekktur sem aðalstjarnan í liðinu rétt eins og bakverðirnir Jason Kidd, Steve Nash og Allen Iverson eru hjá sínum liðum. „Ég á mér stóra drauma og vil vera í sömu stöðu og þeir,“ sagði Parker, sem er á sínu fimmta tíma- bili í NBA-deildinni og hefur aldrei leikið betur. Hann er með rúm 20 stig að meðaltali í leik, gefur 6,3 stoðsendingar og er að stela rúm- lega fjórum boltum í leik. Hann er þar að auki með tæplega 54% skotnýtingu utan af velli, sem er með því betra í deildinni. Frammistaða Parkers í vetur er ein aðalástæðan fyrir því að San Antonio Spurs hefur hangið í Detroit Pistons enda hafa aðrir lyk- ilmenn í liðinu verið mikið meidd- ir. Gregg Popovich, þjálfari Spurs, segir að Parker sé stöðugasti leikmaður deildarinnar. „Mér finnst Tony vera leikmað- ur sem hefur eitthvað að sanna. Hann hefur verið óður í allan vetur og ég hef aldrei séð hann eins ein- beittan fyrir tímabilið og í sumar,“ sagði Popovich en Parker hefur mikið verið að vinna í stökkskotinu sínu, sem hefur ekki verið að skila miklu síðustu ár. „Ég er að læra að halda rétt á boltanum og annað álíka. Ég hafði verið að skjóta eins í fjögur ár með döprum árangri þannig að það var kominn tími á að reyna eitthvað nýtt,“ sagði Parker en sérfræðingar segja að þegar skotið hans verður komið í lag verði hann óstöðvandi og klárlega einn af bestu mönnum deildarinnar. henry@frettabladid.is Kynþokkafulli körfubolta- maðurinn vill meira Franski leikstjórnandinn Tony Parker hefur unnið tvo NBA-titla, var á topp 50 yfir kynþokkafyllstu karlmenn heims og kynbomban Eva Longoria er kærastan hans. Hann er samt ekki saddur og vill meira, FARSÆLL FRAKKI Parker sést hér með NBA-bikarinn í annarri og unnustuna Longoriu í hinni. Hann lifir draumalífi margra karlmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Hinn þeldökki markvörð- ur Shaka Hislop er búinn að slíta vinskapi sínum við Ítalann Paolo Di Canio eftir að Ítalinn tók upp á því að heilsa að hætti fasista og þar með ganga í lið með mönnum sem hafa áhuga á flestu öðru en að lifa í sátt og samlyndi með öðrum kynþáttum. „Paolo gaf sig aldrei út fyrir að vera slíkur róttæklingur þegar við vorum saman hjá West Ham. Ég er mjög svekktur yfir því hvernig hann hagar sér enda taldi ég okkur vera vini,“ sagði Hislop. „Hann náði vel saman með kon- unni minni og börnum og ég trúi varla að hann sé að haga sér svona því hann er að senda út slæm skila- boð sem hafa víðtæk áhrif.“ Di Canio hefur neitað að láta af athæfinu og sjálfur Silvio Berlus- coni, eigandi AC Milan og forsæt- isráðherra Ítalíu, styður fast við bakið á honum. „Di Canio er skemmtikraft- ur. Þessar handahreyfingar hafa enga merkingu enda er hann góður strákur,“ sagði Berlusconi. - hbg Shaka Hislop ekki sáttur við félaga sinn Di Canio: Ég leit á Di Canio sem vin minn og félaga PAOLO DI CANIO Er að verða umdeildasti knattspyrnumaður Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, skilur vel reiði stuðningsmanna félagsins í sinn garð og leikmannanna og þeir mega gagnrýna á vellinum eins og þeir vilja að mati Fergusons. Hann biður stuðningsmennina samt um að sitja á sér þar til leikirnir eru búnir áður en þeir byrja að baula ef þeir telja ástæðu til. „Nokkrir áhorfendur munu alltaf segja sína skoðun umbúða- laust. Ég get vel sætt mig við það. Fólk verður vonsvikið þegar árangurinn lætur á sér standa og það á við áhorfendur sem og leik- menn,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd. Sir Alex Ferguson tjáir sig um stuðningsmenn Man. Utd.: Sættir sig við gagnrýnina SIR ALEX FERGUSON Segist skilja raunir stuðningsmanna Man. Utd. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Framherji Arsenal, Robin van Persie, er meiddur og getur lítið sem ekk- ert spilað yfir hina miklu jólavertíð sem fram undan er hjá ensku lið- unum. Hinn 22 ára Hol- lendingur fór út af í fyrri hálfleik í leik Arsenal og Doncaster á mið- vikudagskvöldið. Arsene Weng- er, þjálfari Arsenal, segir að van Persie sé tæpur fyrir næstu leiki. ,,Hann fékk slæmt högg á hnéð. Það er stökkbólgið þannig að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hve langan tíma þessi meiðsli taka. Hann verður alla vega ekki með á mánudaginn.“ Arsenal fer á The Valley og mætir grönnum sínum í Charlton Athletic á annan dag jóla. Van Persie meiddur: Slæmt högg á hnéð ROBIN VAN PERSIE

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.