Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2005, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 27.12.2005, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR 27. desember 2005 — 350. tölublað — 5. árgangur LINDA JÓNSDÓTTIR Allir í líkamsrækt í janúar áramót heilsa heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Leggjum Norðurlandaráð niður Það stendur ekki upp á Svía að halda lífi í Norðurlandaráði bara vegna þess að Ísland og Noregur hræðast ESB, segja tveir þingmenn sænska Þjóðarflokksins. UMRÆÐAN 34 PLÖTUR ÁRSINS Sigur Rós og Sufjan Stevens standa upp úr Tónlistarárið gert upp TÓNLIST 48 VONSKUVEÐUR VÍÐA UM land með mikilli rigningu sunnan og vestan til. Víða mjög vindasamt. Lægir á vest- anverðu landinu síðdegis. Hiti 5-10 stig, hjýjast norðaustan til. VEÐUR 4 VEÐRIÐ Í DAG MEÐAL LESTUR 12-49 ÁRA 57% 37% *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í október 2005. Fólk undir fimmtugu velur Fréttablaðið! STJÓRNMÁL „Ég hef orðið þess áskynja að almennum flokksmönn- um hafi ekki líkað alls kostar vel skilaboð flokksforystunnar með framboði Björns Inga Hrafnsson- ar í efsta sæti listans,“ segir Óskar Bergsson, sem ákveðið hefur að bjóða sig fram í fyrsta sæti fram- boðslista Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Anna Kristinsdóttir borgarfull- trúi býður sig einnig fram í fyrsta sæti listans og takast því þrír á um efsta sæti listans. Frestur til að tilkynna framboð í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík rennur út 29. desember, en prófkjör á vegum flokksins verður í lok jan- úar. Kosið er um sex efstu sætin. Auk Óskars, Björns Inga og Önnu hafa Marsibil Sæmundsdóttir og Gestur Guðjónsson boðið sig fram í annað og þriðja sæti listans. Óskar telur hætt við því að and- staða flokksmanna við formanninn verði Birni Inga fjötur um fót í próf- kjöri í höfuðborginni. „Það getur reynst þrautin þyngri að ná upp fylgi flokksins í höfuðborginni og þurfa um leið að svara fyrir umdeild mál forsætisráðherrans eða ríkisstjórn- ar hans. Það er ekki eftir neinu að bíða með að bjóða grasrót flokksins í höfuðborginni upp á annan valkost í prófkjörinu en forysta flokksins leggur til. Grasrótin í flokknum vill fá að ákveða þetta sjálf, en með framboði Björns Inga er verið að reyna að segja henni hvað hún eigi að velja. Ég hef verið hvattur af flokksmönnum í borginni til að fara fram. Þeir telja mig hafa reynslu og þekkingu á málaflokknum.“ Óskar segir málefnastöðu Framsóknarflokksins í höfuð- borginni góða. „Ég ætla að beita mér fyrir nægu framboði á lóðum og að umhverfissjónarmið verði látin ráða nokkru um uppbygging- una. Ég vil draga allt nám skóla- barna inn í einsetna skóla og miða að því að vinnudegi þeirra ljúki á sama tíma og foreldranna. Það er líka tímabært að einsetja öldr- unarheimili borgarinnar.“ Óskar leggur einnig áherslu á almenn- ingssamgöngur og úrbætur í umferðarmálum til og frá borg- inni. johannh@frettabladid.is Hörð átök um forystusæti Óskar Bergsson hefur tilkynnt framboð í efsta sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann kennir óvinsældum flokksforystunnar í ríkisstjórn um lítið fylgi flokksins í höfuðborginni og telur framboð að- stoðarmanns forsætisráðherra í efsta sætið geta spillt fyrir Framsóknarflokknum í borginni. Kung fu-hátíð Quentin Tarantino býður uppá þriggja mynda kung fu-hátíð í Háskóla- bíói. Röð myndanna skiptir öllu máli en verð- ur ekki tilkynnt fyrr en hann kemur til landsins. FÓLK 62 Sökina á Göppingen Landsliðsmaðurinn Jaliesky Garcia segir að forráðamenn Göpp- ingen hafi átt að láta kollega sína hjá HSÍ vita af aðgerðinni sem hann fór í á fimmtu- daginn. Garcia ætlar sér að vera með á EM. ÍÞRÓTTIR 54 ÓSKAR BERGSSON Segir það þrautina þyngri að ná upp fylgi flokksins í höfuð- borginni og þurfa um leið að svara fyrir umdeild mál forsætisráðherrans. FLÓÐBYLGJA Í gær var þess minnst víða um heim að ár var liðið frá því að á þriðja hundrað þúsund manns fórst í jarðskjálfta og flóð- bylgju við Indlandshaf. Umfangs- mestu neyðaraðstoð sögunnar var hrundið af stað í kjölfarið en enn búa flestir þeirra sem misstu heimili sín í tjöldum. Um átta hundruð Norðurlanda- búar, flestir þeirra Svíar, voru á meðal þeirra sem dóu og var þeirra minnst í heimalöndum sínum og í Taílandi í gær. Á Khao Lak-ströndinni í Taí- landi báðu hundruð Svía saman og létu svo blóm fljóta út á hafið. Skömmu áður en guðsþjónustan hófst gerði steypiregn og sagði sænski biskupinn við það tæki- færi: „Jafnvel himnarnir gráta með okkur í dag.“ Lítið barn var skírt á strönd- inni til minningar um tveggja ára bróður sinn sem fórst í flóðinu. Móðir hans var þá gengin þrjá mánuði á leið. Sænsku konungshjónin og Vikt- oría krónprinsessa sóttu guðsþjón- ustuna á Skansinum í Stokkhólmi og kveiktu á kertum til að minnast þeirra sem fórust. Athygli vakti að Laila Freivalds utanríkisráðherra sótti ekki minningarstundina en hún hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki brugðist nógu hratt við þegar hörmungarnar dundu yfir. Um hundrað Norðmenn söfnuð- ust saman á ströndinni í Khao Lak skömmu eftir hádegi í gærmorg- un til að minnast þeirra sem létust og fóru svo til minningarhádegis- verðar saman þar skammt frá. - ghs/ sjá síður 4 og 28 Ár liðið frá því að flóðbylgjan mikla reið yfir strandir Indlandshafs: Himnarnir gráta með okkur MINNINGARSTUND Svíar, Norðmenn, Finnar og Danir minntust þeirra sem fórust í flóð- bylgjunni í Indlandshafi á Khao Lak-strönd- inni í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LEIKVANGURINN Engin merki voru í gær um að leikvangurinn í Graz hefði verið nefndur eftir Schwarzenegger. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VÍN, AP Nafn Arnolds Schwarzen- eggers var á aðfaranótt mánudags fjarlægt af knattspyrnuleikvangi heimabæjar hans, Graz í Aust- urríki, en völlurinn hafði verið nefndur eftir honum í heiðurs- skyni. Yfirvöld í Graz gagnrýndu nýverið ákvörðun Schwarzenegg- ers að náða ekki fyrrum klíkufor- ingjann Stanley „Tookie“ Williams sem tekinn var af lífi í Kaliforníu hinn 13. þessa mánaðar. Schwarzenegger brást ókvæða við gagnrýninni og fór fram á að nafn hans yrði fjarlægt af leik- vanginum.  Arnold Schwarzenegger: Nafn kappans fjarlægt af velli JÓL „Jólin hafa verið fremur róleg hér hjá okkur,“ sagði Ófeigur Þorgeirsson, læknir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, í gær- kvöld. Ófeigur segir enga eina tegund slysa hafa verið meira áberandi en aðra um hátíðarnar. Heimilis- ofbeldi eða annað slíkt hafi heldur ekki verið meira áberandi um þessi jól en önnur. „Þetta voru eðlileg og róleg jól. Það er reyndar allur gangur á þessu en þau hafa verið í rólegri kantinum hjá okkur í ár,“ segir Ófeigur að lokum. - sha Slysadeild Landspítalans: Jólin í rólegri kantinum ENN Í TJALDI Hálf milljón manna í Aceh-héraði á eynni Súmötru í Indónesíu býr enn í tjöldum þegar ár er liðið síðan flóðbylgjan lagði höfuðborg héraðsins í rúst. Fólkið fékk nýlega ný tjöld því þau gömlu voru morkin. Hvergi létust fleiri í flóðbylgjunni en á Súmötru. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tekur við starfi fjárfestinga- stjóra KEA Húmor, sprell og léttleiki er aldrei langt undan þegar Bjarni Hafþór Helgason er annars vegar. TÍMAMÓT 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.