Fréttablaðið - 27.12.2005, Side 8

Fréttablaðið - 27.12.2005, Side 8
8 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR Á eigin vegum um hátíðarnar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 05 89 12 /2 00 5 Ekkert jafnast á við að aka um frjáls í bíl frá Hertz. Ef þú átt ekki bílinn sem hentar hverju sinni þá getum við hjá Hertz bætt úr því fyrir lægra verð en þig grunar. Það er óþarfi að eiga jeppa til að komast allt sem þú vilt fara. Engar áhyggjur, bara gleðilega hátíð. 50 50 600 • www.hertz.is Sölustaðir: Keflavíkurflugvöllur, Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Höfn, Egilsstaðir Hátíðartilboð Toyota Corolla frá 3.571 kr. á dag Toyota Rav4 frá 4.471 kr. á dag Toyota Land Cruiser frá 5.071 kr. á dag Innifalið: 100 km á dag og CDW (kaskótrygging). Verð miðast við 7 daga leigu. Tilboð gildir til 15.01.2006 Sjá nánar á hertz.is „Maíkvöld í Moskvuborg ´06” Bjarmalandsför til Moskvu og Pétursborgar 30. apríl – 10. maí 2006 Tvær merkustu borgir Rússaveldis verða heimsóttar undir öruggri leiðsögn Hauks Haukssonar (hins eina sanna!). Menning og listir svíkja engan og heimamenn halda tvær vorhátíðir á tímabilinu, 1. maí og 9. maí - Sigurdaginn í heimstyrjöldinni síðari. Bjarmaland ferðaskrifstofa og samstarfsaðilar óska landsmönnum öllum og ferðalöngum sínum fyrr og síðar góðra ferða á komandi ári. Lifið heil! С Новым годом 2006! Félagið MÍR - Menningartengsl Íslands og Rússlands er flutt af Vatnsstígnum á Hverfisgötu 105, 1. hæð. Í nýja MÍR salnum verður ferðakynning sunnudaginn 8. janúar 2006 kl 16:00, allir velkomnir. Nánari uppl.: www.austur.com bjarmaland@strik.is moskva@torg.is Hafið samband við aðalfararstjóra Hauk Hauksson í síma 848 44 29 Takmarkaður sætafjöldi! ÁRAMÓT Sala á flugeldum hefst á á morgun og þar með er almenn notk- un flugelda heimil til 6. janúar en um notkun þeirra gilda reglur sem lög- reglan biður fólk að fara eftir. Friðrik Gunnar Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík, segir að einungis sé heimilt að skjóta upp á milli níu á morgnana og miðnættis. Á gamlárskvöld er hins vegar heimilt að skjóta upp alla nóttina. Engin refsiákvæði eru til við brotum á reglunum enda segist Friðrik óttast að helmingur borgar- búa myndi gista fangageymslur ef svo væri. Lögreglan gefur út leyfi til rúm- lega þrjátíu söluaðila fyrir þessi áramót og verða sölustaðir á höfuð- borgarsvæðinu um fimmtíu talsins. Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri flugeldasölu Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, hvetur fólk til að nota ávallt hanska og þar til gerð hlífðargleraugu. Hann telur afar óskynsamlegt að fólk geymi ónotaða flugelda til næstu áramóta, því varðveisla þeirra sé varhuga- verð og gæta þurfi þess að ekki ber- ist raki í þá því þá geta þeir verið stórhættulegir. Gömlum flugeldum er hægt að koma til björgunarsveit- anna til förgunnar og segir Jón Ingi: „Ég mæli með því að fólk skjóti upp þeim flugeldum, sem eftir eru frá áramótunum, á þrettándanum svo að fólk sé ekki að geyma flugelda inni á heimilunum á milli ára,“ segir Jón. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, yfirlæknir á slysadeild Landspítal- ans í Fossvogi, segir að slysatilfell- um fjölgi ávallt um þetta leyti. Af þeim tilfellum eru ungir drengir áberandi í meirihluta, enda segir hann þá vera markhóp flugeldasala. Á áramótunum bætast í hóp sjúk- linga menn sem hafa slasað sig á flugeldum eftir að hafa oft á tíðum haft áfengi um hönd, en Ófeigur vill brýna fyrir fólki að áfengi og flug- eldar fari aldrei saman. Á gamlárskvöld eru mun fleiri hjúkrunarfræðingar og læknar á vakt á slysadeild Landspítalans. - æþe Strákar slasa sig oftast Almenn sala og notkun á flugeldum verður heimil frá og með morgundeginum. Lögregla hvetur fólk til að sýna hvert öðru tillitssemi við notkun þeirra. SKOTIÐ Á LOFT Almenn flugeldasala hefst næstkomandi miðvikudag. AKUREYRI Kristján Þór Júlíus- son, bæjarstjóri á Akureyri, og Margrét Pála Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hjallastefnunn- ar, hafa undirritað samning um rekstur leikskólans Hólmasólar á Akureyri. Samningurinn er til fjögurra ára en Hólmasól verð- ur fyrsti leikskólinn á Akureyri sem rekinn verður að undan- gengnu útboði. Börnunum á Hólmasól verður skipt í deildir eftir kyni en skólinn mun starfa eftir hugmyndafræði Hjalla- stefnunnar. Hjallastefnan var eina fyrir- tækið sem bauð í reksturinn en Kristján Þór segist þó ánægður með samninginn. „Kostnaður bæjarins verður svipaður við þennan leikskóla og aðra leikskóla bæjarins og leikskólagjöld verða þau sömu,“ segir Kristján Þór. Leikskólinn er enn í byggingu en gert er ráð fyrir að hann verði tekinn í gagnið í apríl á næsta ári. Hólmasól mun rúma 157 börn á sex deildum en stöðugildin við skólann verða um þrjátíu talsins. Kristján Þór segir að eng- inn biðlisti sé nú fyrir börn frá tveggja ára aldri á leikskólunum á Akureyri og frá og með næsta hausti verði átján mánaða börn- um boðið upp á leikskólapláss. - kk Akureyrarbær semur við Hjallastefnuna um rekstur nýs leikskóla: Fyrsti kynjaskipti leikskólinn SAMNINGURINN UNDIRRITAÐUR Kristján Þór Júlíusson og Margrét Pála Ólafsdóttir undirrituðu samninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/KK ÁLANDSEYJAR Íbúar á Álandseyj- um greiða átta prósentum hærra matarverð en íbúar Nådendal í Finnlandi. Hæsta verðið í mat- vöruverslunum í Nådendal er jafn hátt og lægsta verðið í mat- vöruverslunum í Mariehamn á Álandseyjum, að sögn Hufvud- stadsbladet. Þetta kemur fram í verðkönn- un sem gerð var í fimm matvöru- verslunum á Álandseyjum og í Finnlandi fyrir skömmu. Alls voru 107 vörutegundir í körfunni sem könnunin tók til. Álandseyjar tilheyra Finn- landi en þar hefur matvöruverð lækkað mikið síðustu ár. - ghs Matarkarfan á Álandseyjum: Dýrari en í Finnlandi SVÍÞJÓÐ Þrjú hneykslismál hafa komið upp hjá sænskum innflytjenda- yfirvöldum að undanförnu og hefur framkvæmdastjóri Útlendingastofn- unarinnar beðist afsökunar opinber- lega. Starfsmenn á innflytjendaskrif- stofunni í Kristianstad á Skáni vís- uðu í fyrra einstæðri móður með þrjú ung börn úr landi og héldu svo upp á það með tertuveislu á vinnu- staðnum. Sænskir vefmiðlar greindu svo frá því í vikunni að Útlendinga- stofnunin í Svíþjóð hefði hald- ið upp á brottvísun r ú s s n e s k r a r fjölskyldu með veikt barn með því að skála í kampavíni. Í r a s k u r maður, sem blindað- ist í stríðinu í Kúvæt, var síðan niðurlægður með dónalegum svörum þegar hann óskaði eftir húsnæðisað- stoð eða vist á heimili fyrir blinda. Honum var sagt að horfa í augun á starfsmanninum þegar hann talaði við hann og að hann ætti að bjarga sér sjálfur. Túlkurinn tók samtalið upp. „Við erum ekki mamma þín eða pabbi,“ sagði millistjórnandi hjá Útlendingastofnuninni. Þegar Írak- inn sagðist allt eins geta stytt sér aldur ef hann fengi ekki aðstoð var svarið: „Gerðu það sem þú vilt.“ Þetta hefur vakið hörð viðbrögð þar í landi og hefur nokkrum stjórnendum verið sagt upp störf- um, þó ekki framkvæmdastjóra Útlendingastofnunarinnar. Málin eru enn til rannsóknar. - ghs Sænsk innflytjendayfirvöld: Fögnuðu brottvísun innflytjenda í nauð TERTUSNEIÐAR Þrjú hneyksli hafa komið upp hjá innflytjendayf- irvöldum í Svíþjóð en þar hafa starfsmenn á nokkrum stöðum haldið upp á brottvísun útlendinga með tertu eða skálað í kampavíni. Málin eru til rannsóknar. VEISTU SVARIÐ 1 Hver fer fyrir Kjaradómi? 2 Hver gegnir embætti formanns Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík? 3 Hvaða Hollywood-stjarna fékk hjónaband sitt ógilt á dögunum?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.