Fréttablaðið - 27.12.2005, Síða 18
18 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
S
ÍA
Korngörðum 2 104 Reykjavík Sími 525 7000 Fax 525 7009 www.eimskip.is info@eimskip.is
Hið sívinsæla og ómissandi dagatal Eimskips 2006 er komið út.
Hluthafar geta nálgast dagatalið á næsta afgreiðslustað Eimskips
eða skráð sig á eimskip.is og óskað eftir að fá það sent.
Einnig er hægt að hringja í síma 525 7000 og panta eintak.
Dagatal Eimskips
er komið út
BÓLIVÍA Öruggur sigur Evo Morales
í forsetakosningunum í Bólivíu um
helgina gæti haft breytingar í för
með sér fyrir þetta fátækasta ríki
Suður-Ameríku. Frjálslynd viðhorf
Morales til ræktunar kókaplönt-
unnar hafa einkum vakið athygli,
en lauf plöntunnar nota Bólivíu-
menn bæði til tegerðar og lækn-
inga. Laufin eru einnig notuð til
framleiðslu kókaíns.
Evo Morales nýtur víðtækari
stuðnings en nokkur forseti hefur
gert frá stofnun lýðveldis í Bólivíu.
Morales er jafnframt fyrsti forset-
inn af indíánaættum sem kemst til
valda í 180 ára sögu landsins, þrátt
fyrir að meirihluti íbúa sé indíán-
ar.
Morales ólst upp í fátækt og
gætti lamadýra í æsku en fjöl-
skylda hans sneri sér síðar að
kókarækt. Morales gerðist á full-
orðinsárum verkalýðsleiðtogi og
barðist hatrammlega gegn vilja
Bandaríkjamanna til að uppræta
ræktun plöntunnar. Ádeila hans
vatt upp á sig og barðist hann síðar
einnig gegn fátækt og hnattvæð-
ingu.
Fátækt er gríðarstórt vanda-
mál í Bólivíu og er það að hluta
til vegna mikillar spillingar sem
þrifist hefur í landinu. Landsfram-
leiðsla var á síðasta ári sambærileg
við Afganistan og Angóla. Mikil
verðmæti liggja þó í jörðu, en talið
er að einungis Venesúela búi yfir
meiri jarðolíubirgðum í jörðu af
ríkjum Suður-Ameríku.
Erlend olíufyrirtæki hafa síð-
astliðið ár haldið að sér höndum
vegna óstöðugleika í stjórn lands-
ins. Nú hefur Morales hins vegar
boðað þjóðnýtingu olíulindanna og
vill ná betri samningum við erlend
fyrirtæki sem sjá um framleiðslu
olíunnar.
Þá neitar Morales því alfarið
að kókalaufið sé fíkniefni. Indí-
ánar í fjallahéruðum Bólivíu hafi
árhundruðum saman notað lauf-
in, en þegar þau eru tuggin fást
fram minni áhrif en þegar kaffi er
drukkið. Fátækir Bólivíumenn líta
þó margir hverjir svo á að lauf-
in séu eina leið þeirra til þess að
vinna allan daginn, en vinnutím-
inn getur orðið fimmtán til átján
klukkustundir á sólarhring.
Morales segir notkun kókalauf-
anna aldrei hafa valdið indíánum
vandkvæðum og því sé rétt að
taka á þeim vanda sem af misnotk-
un kókaíns hlýst með því að veita
neytendum sjálfum aðstoð, en ekki
með því að loka plantekrunum.
Stefna Morales í þessum málum
er því í miklu ósamræmi við við-
horf Bandaríkjastjórnar til laga-
setningar og samstarfs milli land-
anna, en þau hafa beitt sér gegn
ræktun kókaplöntunnar. Hins
vegar hafa embættismenn beggja
þjóða lýst yfir vilja til þess að berj-
ast gegn flutningi fíkniefna milli
landa.
Bandaríkjaforseti hefur þó
lýst yfir stuðningi við Morales
og stjórn hans, auk þess að óska
honum til hamingju með kjörið.
Það hafa leiðtogar nokkurra Evr-
ópuríkja jafnframt gert, auk allra
þjóðarleiðtoga í nágrannaríkjum
Bólivíu. Það verður því spennandi
að sjá hvað framtíðin ber í skauti
sér fyrir Bólivíu undir stjórn Evo
Morales.
Betri tíð fyrir
kókabændur
Frjálslynd viðhorf Evo Morales, nýs forseta Bólivíu,
til ræktunar kókaplöntunnar hafa vakið athygli.
Hann hefur barist fyrir ræktun plöntunnar, enda sé
hún ekki bara notuð til framleiðslu kókaíns.
KÓKARÆKT Bólivískir bændur sem rækta kókaplöntuna, sem er meðal annars notuð til framleiðslu kókaíns, vonast eftir betri tíð nú þegar nýr forseti hefur tekið við stjórnartaumum í landinu. Evo Morales, nýi forsetinn, trúir því að
vandamál vegna kókaínneyslu eigi að leysa með því að hjálpa notendum efnisins í stað þess að loka plantekrum sem rækta kókaplöntuna.