Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2005, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 27.12.2005, Qupperneq 26
 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR26 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Ingi Björnsson, starfsmað- ur Feðga ehf., vann silfur- verðlaun á Evrópumótinu í kranastjórnun. Hann stefnir að sigri að ári. „Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Ingi kranastjóri um árangurinn góða á Evrópumótinu sem fram fór í Þýskalandi. Hann sigraði á Íslands- mótinu í kranastjórnun sem fram fór í ágúst og var því fulltrúi lands og þjóðar á Evrópumótinu. Þýski krana- framleiðandinn Liebherr stendur að Evrópumótinu og Merkúr, umboðs- aðili Liebherr á Íslandi, annaðist framkvæmd Íslandsmótsins. Það var heimamaður sem bar sigur úr býtum og segir Ingi að sá hafi haft svolítið forskot. „Hann vinnur á krana með sama stýrikerfi og kraninn sem notaður var í keppn- inni.“ Ingi vinnur hins vegar á öðru- vísi krana og hafði því litla reynslu af tegundinni sem keppt var á. Eins og gefur að skilja getur slíkt skipt máli. Aðstæður voru góðar og veður ágætt, þrátt fyrir fimm stiga frost. Ingi fór ekki tómhentur heim, hann hlaut miða á leik í Meistara- deild Evrópu að launum og má ráða hvaða leik hann sér. „Ég er nú enginn sérstakur áhugamaður um knattspyrnu en finnst gaman að fara á völlinn,“ segir Ingi, sem hefur hugsað sér að bregða sér utan þegar nær dregur úrslitum, jafnvel að sjá sjálfan úrslitaleikinn. Evrópumeistaramótið vakti tals- verða athygli í þýskum fjölmiðlum enda fylgdist fjöldi blaðamanna með gangi mála. Ingi er staðráðinn í að koma heim með gullverðlaunin á næsta ári enda lítið fyrir að láta í minni pokann. „Ég sagði við þá að ég myndi koma aftur og ég vona að sigurvegarinn verði líka með þá svo ég geti lagt hann,“ segir annar besti kranastjóri í Evrópu. VERÐLAUNAHAFARNIR Þjóðverjinn sem sigraði vinnur á eins krana og keppt var á og hafði því svolítið forskot á Inga. Ingi er til hægri á myndinni með knött í hönd. Ingi Björnsson er annar besti kranastjóri í Evrópu Nýverið var nýr snjótroðari Hjálparsveitar skáta í Reykjavík prófaður í Bláfjöllum. Nokkrum konum sem fluttu til landsins frá Kólumbíu í haust var boðið með í ferðalagið. Spenna og eftirvænting ríkti meðal kvennanna, sem ekki eru vanar snjó í heitu heimalandinu. Spennan var líka til staðar hjá hjálparsveitarmönnunum, sem iðuðu í skinninu að sjá hvernig nýi troðarinn reyndist. Kom í ljós að hann er hinn ágætasti. Kólumbísku konurnar fluttu til Íslands í haust en þær komu frá flóttamannabúðum í Ekvador. Hafa þær verið skilgreindar „konur í hættu“ af alþjóða Rauða krossinum. Kólumbíumennirn- ir eru samtals 24, konur og börn þeirra. Koma þeirra hingað til lands var samvinnuverkefni Rauða krossins, Reykjavíkurborgar og ríkisins. JIBBÍ JEI Konunum frá Kólumbíu fannst gaman í snjónum í Bláfjöllum á dögunum enda klæddu þær af sér kuldann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sprellað í íslenskum snjó Snjóhlébarðaynjan Samarru, sem nýr í dýragarðinum í Sydney í Ástralíu, ól nýlega tvo unga sem dafna afar vel. Þeir hafa vitanlega vakið mikla athygli í heimaborg sinni enda fátítt að snjóhlébarðaungir fæð- ist í dýragörðum. Tæknifrjóvgun var beitt til að koma ungunum undir og er faðirinn Leó búsettur í dýragarði í Þýskalandi. Ungarnir eru enn ónefndir. Nú, er það ekki Jón Ásgeir? „Ég hef aðeins átt einn leiðtoga í lífinu og hann er Jesús Kristur.“ HREINN LOFTSSON, STJÓRNAR- FORMAÐUR BAUGS, Í VIÐTALI VIÐ FRÉTTABLAÐIÐ. Kennarar gera nú kraftaverk „Ég er hins vegar bara kennari en ekki kraftaverka- maður.“ JESÚS SIGFÚS H. POTENCIANO KENNARI Í FRÉTTABLAÐINU. FJÖLGUN Í SYDNEY FRÉTTABLAÐIÐ/AP INGI BJÖRNSSON Annar besti kranastjóri í Evrópu að störfum. „Héðan er bara allt ótrúlega gott að frétta,“ segir Þorsteinn Sigfússon, svæðisstjóri Orkubús Vestfjarða á Hólmavík, og honum er hlýtt til bæjarins. „Við segjum aldrei neitt vont á Hólmavík. Í þau fáu skipti sem eitthvað bjátar á þá leitum við bara lausna á því og gerum úr því gott.“ Þorsteinn segir ávallt vera líf og fjör hjá Orkubúinu. „Það er nóg um að vera og starfið hefur verið gott. Nú er allt með venjulegasta móti í þessum bransa á Vest- fjörðum miðað við árstíma. Við gröf- um kannski ekki marga skurði í frostinu en við höfum næg önnur verkefni. Við erum að ganga frá teikningum og að telja vörurnar í tilefni af áramótunum. Við erum að byggja og við erum að endurbæta því allt verður að vera í lagi svo ekkert bili. Það fer allt á annan endann ef orkudreif- ingin stöðvast.“ Starfið einskorðast þó ekki við Hólmavík. „Við höfum verið að leggja heimtaugar og heimaæðar fyrir hita- veitur úti um allar jarðir. Við vinnum auðvitað í Hólma- vík en flækjumst líka í Reykhólasveit og Árneshrepp.“ Aðspurður segir Þorsteinn að merkjanlegur munur sé á orkunotkuninni um jólin og aðra daga ársins. „Já, mikil ósköp. Vestfirð- ingar skreyta mikið og elda enn meira. Það ætlar allt um koll að keyra hér í raforkunotk- un.“ Þorsteinn hefur hvorki teljanlegar áhyggjur né er sérlega spenntur fyrir opnun raforku- markaðarins. „Við búumst nú ekki við mikilli samkeppni hjá okkur eftir þetta og reiknum ekki með að margir skipti um veitu. Við veit- um náttúrlega mjög góða þjónustu. Annars vitum við í rauninni voða lítið og segjum þar af leiðandi enn minna því þetta er stöðugt að breytast.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞORSTEINN SIGFÚSSON SVÆÐISSTJÓRI ORKUBÚS VESTFJARÐA Segjum aldrei neitt vont á Hólmavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.