Fréttablaðið - 27.12.2005, Síða 38

Fréttablaðið - 27.12.2005, Síða 38
[ ] El ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Gjafapappír utan af jólapökkum má alveg geyma og nota aftur. Ef ekki er hægt að nota hann utan um gjafir má nota hann í skreytingar á pakka. Jón Árni Jóhannesson, starfs- maður á Kaffi París, er hand- laginn maður í meira lagi. Það er sama hvort þakið þarfnast viðgerðar eða sófasettið bólstr- unar. Jón Árni tekur til hend- inni heima hjá sér eftir þörfum. „Maður bara reddar sér. Það þýðir ekkert annað,“ segir hann og yppir öxlum. Hann býr í tveggja her- bergja bakhúsi í Þingholtunum og þar hefur hann reglulega notalegt í kringum sig. Sófasettið kveðst hann hafa fengið í þrítugsafmælis- gjöf frá fyrrverandi manni sínum. „Þetta er ævagamalt en það þurfti að lappa upp á það. Það er rándýrt að láta bólstra svo ég varð bara að finna út úr því.“ Þegar spurt er hvort það hafi ekki verið erf- itt svarar hann hæverskur. „Þetta tókst að minnsta kosti.“ Nú er hann nýbúinn að skipta um gluggatjöld í stofunni, gerði sér lítið fyrir og saumaði þau sjálfur. „Ég var orðinn svo þreyttur á þeim gömlu og fann efnið inni í skáp. Þar er alltaf eitt- hvað til,“ segir hann eins og það sé sjálfsagður hlutur að eiga dýrindis gardínuefni á lager. Ekki skort- ir hann saumavélarnar því eina á hann fótstigna sem hann hefur upp á punt og aðra rafknúna í góðu standi. „Mamma gaf mér saumavél því hún var orðin svo þreytt á að lána mér sína. Ég var alltaf með hana,“ segir hann hlæjandi. Jón Árni er uppalinn í Kópa- voginum og kveðst alltaf hafa verið frekar iðinn við að búa eitt- hvað til, breyta og bæta. Síðar hafi hann ásamt fyrrverandi manni sínum keypt gamalt hús sem þarfnaðist mikilla viðgerða. „Það var ekki hægt að kaupa allt þannig að það þýddi ekkert annað en að gera þetta sjálfur. Maður lærði ýmislegt á því,“ segir hann yfirlætislaus. Saumar, smíðar og bólstrar eftir þörfum Jón Árni vill hafa huggulegt í kringum sig. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þessi fallegi rósabolli er úr dönsku rósen- borgar postulíni og fæst í Antikmunum á Klapparstíg. Staupið er einnig danskt og hentar vel undir sérrí eða púrtvín. Þessi bolli er gamall, frá 19. öld. Með honum er gamalt danskt staup sem er kjörið fyrir Gammel dansk ákavíti. Fæst í Antikmunum. Þessi bolli skartar appelsínugulum kín- verskum dreka enda handmálaður í Hong Kong en býr núna í Antikhúsinu. Staupið er Lyngby glass. Hver mokkabolli er listaverk og hvert staup hefur sögu að segja. Nú á dögum plastmálsins og ferlikaffis eru margir sem ekki kunna lengur þá list að drekka virkilega, virkilega gott kaffi úr eðalbollum með sögu. Það er samt aldrei of seint að læra það og fallega mokkabolla má fá á sanngjörnu verði í ýmsum ant- ikbúðum í bænum. Mokkabollar eru litlir, enda til þess ætlaðir að drekka úr þeim það sem einu sinni var kallað mokkakaffi en nú nefnist í daglegu tali espresso, þ.e. sterkt kaffi sem drukkið er mjólkurlaust eða -lítið. Með því er svo tilvalið að dreypa á ljúfum líkjör úr gömlu virðulegu staupi af góðum ættum. Fullkomin leið til þess að slaka á við arineld, eða bara kertaljós, í skammasta skammdeginu. Mokkabollar & eðalstaup Bollinn með vígalega hananum er frá Ungverjalandi og staupið er einkar gott undir sérrí. Fæst í Antikhúsinu. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.