Fréttablaðið - 27.12.2005, Page 52

Fréttablaðið - 27.12.2005, Page 52
Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti 20. desember að lýsa Reykja- víkurborg lífsborg, en með sam- þykktinni gengur Reykjavík til liðs við baráttuna gegn dauðarefsing- um. 397 borgir víðs vegar um heim- inn hafa með þessum hætti tekið afstöðu móti dauðarefsingum og ár hvert í nóvember minnast borgirnar þess að árið 1786 var dauðarefsing afnumin í hertogadæminu Toskana, sem var í fyrsta sinn sem ríki afnam dauðarefsingar. Borginar velja með þessum hætti lífið og vekja athygli á því óréttlæti og skorti á mannúð sem felst í því þegar ríkisvaldið tekur sér vald yfir lífi og dauða. Íslandsdeild Amnesty Inter- national fagnar þessari ákvörðun borgarstjórnar og telur að hún sé mikilvæg í baráttunni gegn hinni miskunnarlausu refsingu sem dauðarefsing er. Amnesty Inter- national hefur frá árinu 1977 barist fyrir afnámi dauðarefsinga, en þá höfðu einungis sextán ríki heimsins afnumið dauðarefsingar. Baráttan hefur skilað nokkrum árangri og í dag hafa 85 ríki afnumið dauða- refsingar. Ísland afnam dauðrefsingar árið 1928 og árið 1994 var sett ákvæði í stjórnarskrá að dauðarefsingar skyldi aldrei taka upp hér á landi. Ísland hefur ætíð unnið að afnámi dauðarefsinga á alþjóðavettvangi. Árið 2004 voru að minnsta kosti 3.797 einstaklingar teknir af lífi í 25 ríkjum, og að minnsta kosti 7.395 einstaklingar dæmdir til dauða í 64 ríkjum. Þetta eru einungis lág- markstölur, réttar tölur eru eflaust mun hærri. Árið 2004 voru 97 pró- sent allra þeirra sem teknir voru af lífi frá eftirtöldum ríkjum; Kína, Íran, Víetnam og Bandaríkjunum. Aftökuaðferðir er margvíslegar í Sádi-Arabíu, í Íran er fólk tekið af lífi með því að afhöfða það og í Bandaríkjunum er aflífað með banvænum sprautum en það er einnig gert í Kína, Gvatemala, á Filippseyjum og Taílandi. Í Hvíta- Rússlandi, Kína, Sómalíu, Taívan, Úsbekistan, Víetnam og fleiri ríkj- um eru það aftökusveitir sem hafa tekið fólk af lífi. Bæði í Afganistan og Íran hefur fólk verið grýtt til dauða og í Bandaríkjunum hefur fólk verið tekið af lífi í rafmagns- stólum. Svo lengi sem dauðarefsing- um er beitt verður aldrei hægt að eyða líkum á því að saklausir verði teknir af lífi. Frá 1973 hefur 119 föngum verið sleppt í Bandaríkj- unum eftir að ný sönnunargögn sýndu fram á sakleysi þeirra af þeim ákærum sem leitt höfðu til dauðadóms yfir þeim. Sex slík mál voru frá árinu 2004 og tvö frá ársbyrjun fram í júní 2005. Sumir fangarnir voru nálægt því að verða teknir af lífi, eftir að hafa verið á dauðadeild í mörg ár. Sameiginlegt mörgum þessara mála er misferli af hálfu lögreglu eða ákæruvalds- ins, óáreiðanlegur vitnisburður, óáreiðanleg sönnunargögn og vafa- samar játningar og ófullnægjandi vinna verjenda. Aðrir bandarískir fangar hafa verið teknir af lífi þó að miklar efasemdir hafi ríkt um sekt þeirra. Dauðarefsingar eru enn stað- reynd víða um heim, refsingar sem ráðast að mannhelgi og niðurlægja alla sem að þeim koma. Þær eru grimmilegar og aldrei réttlætan- legar. Þær eru morð af hálfu ríkis- valdsins. Ég er í dag stolt af því að búa í lífsborg. Borgin mín hefur valið lífið. ■ Borgin mín er lífsborg UMRÆÐAN DAUÐAREFSINGAR JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI ÍSLANDSDEILDAR AMNESTY INTERNATIONAL ÞRIÐJUDAGUR 27. desember 2005 35 Fengur í Þjóðmálum Greinin eftir Þorstein Pálsson um Völundarhús valdsins birtist í tímaritinu Þjóðmálum sem dafnar vel undir stjórn Jakobs F. Ásgeirssonar. Þarna er mikið af efni sem er gaman að lesa, þótt raunar sé ekki sérlega spennandi að lesa upptugg- ur úr vefritinu Vef-Þjóðviljanum. Einhvern veginn er maður búinn að kortleggja til hlítar það sem þaðan kemur. Frjálshyggj- an er eins og marxisminn að því leyti - maður veit alltaf hvað kemur næst. Það er fengur að því hvernig blaðið virðist ætla að spegla ólíka hugmynda- strauma á hægri vængnum; þeir eru ekki alltaf svo sýnilegir hér á landi, líklega vegna þess hversu Sjálfstæðisflokkurinn er samheldinn þegar á reynir. Þarna eru greinar sem má flokka undir frjálshyggju eins og áður segir, aðrar sem eru skrifað- ar af virðulegri íhaldsmennsku og svo er þarna grein eftir Ragnhildi Kolka sem er dæmigerð fyrir þá hægrimenn sem eru fullir tortryggni gagnvart fjölmenningar- samfélaginu. Egill Helgason á visir.is AF NETINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.