Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2005, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 27.12.2005, Qupperneq 53
Innan nokkurra daga frá sprengjuárásunum í Lond-on hinn 7. júlí, þar sem 56 manns biðu bana, höfðu bresk yfirvöld komist að því að allir til- ræðismennirnir sem tóku þátt í sjálfsmorðsárásunum hefðu verið breskir ríkisborgarar frá fæð- ingu. Öfugt við tilræðismennina í árásunum í Bandaríkjunum hinn 11. september árið 2001 og til- ræðismennina í árásunum á Spáni hinn 11. mars árið 2004, sem voru útlendingar sem laumuðu sér inn í þessi lönd til þess að skaða óbreytta borgara, voru tilræðis- mennirnir í Bretlandi allir bresk- ir ríkisborgarar. Í fyrsta skipti síðan ,,Stríðið gegn hryðjuverkum“ hófst vökn- uðu íbúar Evrópu við nýjan veru- leika: Hin hatursfullu skilaboð sem Al-Kaída og fleiri íslömsk bókstafstrúarsamtök hafa sent frá sér eru nægilega sannfærandi til að umbreyta innfæddum íbúum landa Evrópu í tilræðismenn sem eru reiðubúnir að fórna eigin lífi til að skaða samborgara sína. Sú spurning sem liggur beinast við að spyrja næst er af hverju? Þessir ungu múslimar sem tóku þátt í árásunum voru hvorki atvinnulausir né á jaðri samfélags- ins. Þeir voru, ef eitthvað er, óska- börn fjölmenningar samfélagsins. Einn þeirra hafði unnið við það á grunnskólaárum sínum að kenna ungum börnum að lesa. Annar þeirra var með háskólagráðu í íþróttafræðum og var meðlimur í krikketliði. Hryðjuverkamenn áttu að vera ókunnir menn, útlenskir menn, aðkomumenn. Það átti að vera útskýringin fyrir því af hverju tilræðismönnum í sjálfsmorðs- árásum var sama um þau líf sem þeir bundu enda á. Í stað þess voru hryðjuverkamennirnir í árásun- um á London samborgarar þeirra sem þeir drápu, meðlimir sama pólitíska samfélags og fórnarlömb þeirra. Hvað hafði orðið um þau tryggðabönd sem tengja borgara í ríki saman? Hví voru tryggða- böndin svo veik? Í haust komu sömu spurningar upp á yfirborðið þegar nokkurra vikna langar óeirðir brutust út í innflytjendahverfum í stórum borgum í Frakklandi. Evrópubú- ar hófu að spyrja sig að því hvort aðferðir þeirra við að laga inn- flytjendur að samfélaginu með því að veita þeim jafnan ríkis- borgararétt á við þá hefðu beðið skipsbrot. Hvað hefur farið úrskeiðis? Í Kanada og Bandaríkjunum voru fréttaskýrendur aðallega í því að óska sjálfum sér til hamingju með það að það væri nær öruggt að sams konar óeirðir og í París hefðu ekki getað brotist út í New York, Los Angeles eða Toronto. En öðrum sem létu ekki eins drýg- indalega varð hverft við frétt- irnar og spurðu sig eftirfarandi spurningar: Hvað gerist ef aðferð- ir okkar við að laga innflytjendur að samfélaginu með því að veita þeim ríkisborgararétt ganga held- ur ekki upp til langframa? Bandaríkin og Kanada hafa forskot á önnur lönd vegna þess að þessi lönd hafa verið innflytj- endasamfélög allt frá byrjun. Þegar lönd í Evrópu byrjuðu að fá til sín vinnuafl frá Alsír, Marokkó og Tyrklandi á sjöunda áratugn- um var litið svo á að ómögulegt væri að þessu fólki yrði veittur ríkisborgararéttur. Innflytjendur voru tímabundið vinnuafl sem á endanum myndi snúa aftur til síns heima. Þegar þeir bjuggu áfram í löndunum, eignuðust fjölskyldur og festu rætur hófu ríkisstjórnir landa Evrópu að veita þeim ríkis- borgarétt með nokkrum semingi. Með frönskum ríkisborgara- rétti fengu hinir nýju borgarar ríkisstyrki til niðurgreiðslu á leiguhúsnæði, ókeypis menntun og ókeypis heilsugæslu, sem og atvinnuleysisbætur og aðrar hags- bætur sem í dag nema um 1.200 dollurum á mánuði fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Í staðinn fyrir jafnrétti voru útlendingarnir beðnir að láta af ákveðnum sið- venjum. Til dæmis þurftu ungar stúlkur að hætta að bera höfuð- slæður í almenningsskólum. Önnur lönd í Evrópu buðu inn- flytjendum sömu skilmála, ríkis- borgararétt og velferðarbætur, en þrýstu ekki á að útlendingarnir löguðu siðvenjur sínar að þeirri veraldarhyggju sem ríkjandi var í skólum. Velferðarbæturnar og ræðurn- ar um umburðarlyndi báru vott um göfuglyndi, loforðin um fjölmenn- ingarsamfélag voru hjartnæm - og hver hefur svo niðurstaðan verið? Hryðjuverkaárásir á samborgara í London og alvarlegustu óeirðir í Frakklandi síðan 1968. Hvað er það sem hefur farið úrskeiðis? Ríkisborgararéttindi og bætur ekki nóg Í fyrsta lagi er við hæfi að nefna það fyrst sem ekki hefur farið úrskeiðis. Milljónir íslamskra innflytjenda í Evrópu og Banda- ríkjunum hafa sigrast á mótlæti og óánægju og orðið ánægðar með flutning sinn á milli landa. Yfir- gnæfandi meirihluti þessa fólks neitar að taka þátt í óeirðum og hefur andstyggð á hryðjuverkum. Í öðru lagi er mikilvægt að gera greinarmun á óeirðunum í París og sjálfsmorðsárásunum á Lond- on. Hvatinn að sjálfsmorðsárás- unum var íslömsk öfgahyggja á meðan hvatinn að óeirðunum í París var reiði vegna útilokunar frá samfélaginu. Á meðan tilræð- ismennirnir í árásunum í London vildu ekki lengur tilheyra frjáls- lyndu lýðræðislegu samfélagi vildu flestir hinna atvinnulausu og illu launuðu fátæklinga sem tóku þátt í óeirðunum í París með því að brenna bíla í úthverfum borg- arinnar sennilega fá möguleika á meiri þátttöku í samfélaginu. En að fá tækifæri til aukinnar þátttöku í samfélaginu, að fá að deila þeim tækifærum sem eru fyrir hendi í frjálsu og opnu sam- félagi, hefur verið nánast ómögu- legt fyrir marga. Hér má álíta sem svo að það hafi verið mistök að gera ráð fyrir því að bætur frá velferðarkerfinu sköpuðu fólki alltaf möguleika til þess að rífa sig upp úr fátæktinni, eða að nið- urgreiðsla á leiguhúsnæði frá rík- inu gerði það að verkum að fólki fyndist það tilheyra samfélaginu. Ávísun frá velferðarkerfinu er ekki staðgengill atvinnu. Framfærslustyrkur frá opin- berum stofnunum kann jafnvel að vera hluti vandamálsins en ekki hluti af lausn vandamálsins ef framfærslustyrkurinn venur innflytjendurna á ósjálfstæði og óánægju. Í Bretlandi búa 63 pró- sent barna innflytjenda frá Pak- istan og Bangladesh við fátækt. Þar sem kynþáttur, stétt, trúar- brögð og fátækt sameinast og skapa ástand sem kalla má útilok- un hefur ríkisborgararéttur litla merkingu. Fræðimenn hafa kallað þjóð- ir „ímynduð samfélög“. Þeir sem gerðu árásir á samborgara sína í London kunna frekar að hafa kosið sér þátttöku í ímynduðu samfélagi sem lét þeim líða eins og þeir til- heyrðu einhverju, sem veitti þeim spennu og ábyrgð sem er meira en hægt er að segja um þá fábrotnu svölun sem fylgir ríkisborga- rétti í lýðræðissamfélagi. Sá sem tekur þátt í sjálfsmorðsárás verð- ur hluti af því sem hann trúir að sé alheimssamfélag Umma, alheimssamfélag múslima. Þetta samfélag býður ungum ríkisborg- ara göfugan málstað: að standa vörð um alla múslima heimsins; og glæsilegt markmið: að verða píslar vottur trúnni til varnar. Örlítill minnihluti samborg- ara okkar hefur heitið hollustu sinni, ekki þeirri jarðnesku borg sem þeir búa í, heldur hinni helgu borg Guðs þar sem þeir vonast til að fá að dvelja sem píslarvottar. Þegar menn eru farnir að líta svo á að hollusta við hið heilaga sé komin í stað þeirrar takmörkuðu hugmyndar sem þeir höfðu áður um að þeir tilheyrðu borgaralegu samfélagi verður mögulegt að segja, líkt og einn stuðningsmað- ur „heilags stríðs“ sagði nýlega í viðtali við fréttamann: ,,Jafnvel þó að mín eigin fjölskylda biði bana í sprengjuárás hryðjuverkamanna í „heilögu stríði“, myndi ég segja að það væri vilji Allah.“ Auka þarf hlutdeild innflytjenda í ábyrgðarstöðum Þökk sé alnetinu og ódýrum far- gjöldum í millilandaflugi þarf skuldbinding innflytjendenda og barna þeirra við hið nýja heima- land ekki lengur að vera endan- leg. Þeir geta verið með fleiri en eitt vegabréf og eytt mánuðum í að drekka í sig ástandið í stjórn- málaheiminum í borgum eins og Peshawar, Quetta eða Algeirsborg frekar en að dvelja í Bradford, Leeds eða Clichy-sous-Bois. Hið vestræna lýðræðisskipulag mun því á endanum þurfa að takast á við óumflýjanlegar áskoranir. Enginn með réttu ráði myndi vilja takast á við hagsbætur hnatt- væðingarinnar, meðal þeirra eru ódýr fargjöld milli landa og alnetið, eingöngu vegna þess að þær kunna að slaka á þeim bönd- um sem binda okkur saman sem ríkisborgara. En við þurfum að átta okkur á því að fyrir lítinn minnihluta ungra múslima eru þau úrræði sem nú er notast við, að velferðarkerfið skapi fleiri úrræði fyrir fátæka innflytjend- ur, brottvikningar úr landi fyrir þá sem brjóta lögin og strang- ari refsingar fyrir múlla og aðra sem predika hatur, komast ekki nálægt því að bjóða upp á staðal- ímynd hinnar jarðnesku borgar sem getur att kappi við hugmynd- ina um vist í hinni guðdómlegu borg á himnum sem talsmenn ofbeldisins lofa þeim sem fórna sér til dýrðar Guði. Lýðræðisríki þurfa drauma og þurfa að geta uppfyllt þá, ef þau eiga að lifa af. Hvaða drauma geta Frakkland, Bretland eða Evr- ópusambandið boðið meðlimum minnihlutahópa sem finnst þeir vera á jaðri samfélagsins? Hvað getur lýðræðið boðið upp á sem er sambærilegt við þá siðlegu dýrð og þann einfaldleika sem er fólg- inn í því að deyja fyrir málstað? Eini málstaðurinn sem lýðræð- ið hefur er „frelsi, jafnrétti og bræðralag“. En þessi orð hafa litla merkingu ef verkalýðsfélög ganga framhjá innflytjendum, ef heilu starfsgreinarnar eru mótfallnar því að hæfir nýir ríkisborgarar starfi í greinunum, ef stofnanir neita að taka við hæfileikafólki frá útlöndum. Aðalvandamálið er ekki það að ríkisstjórnir í Evrópu hafi ekki eytt nógu miklum fjármunum í innflytj- endur. Vandamálið er það að Evr- ópubúar hafa ekki veitt hinum hæfi- leikaríkustu og greindustu hinna nýju borgara nægilega mikinn aðgang að æðri menntastofnunum, stjórnkerfum og stjórnmálaflokk- um. Sú hindrun sem er svo erfið viðureignar er hversu takmarkaðan aðgang innflytjendur hafa að mikil- vægustu störfum samfélagsins. Þegar þú sérð hópmyndir af leiðtogum Evrópulandanna frá fundum Evrópusambandins sérðu ekki andlit blökkumanna, konur með slæður utan um höfuðið eða talsmenn múslima. Þess verður langt að bíða að svo verði. Og þar til ríkisborgarar sem eru innflytj- endur sjá einhverja af sínum eigin mönnum í mikilvægustu störfum samfélagsins munu þeir vera fullir efasemda, og það réttilega, varðandi loforð lýðræðisins. Lýðræðið og róttækir hug- myndafræðingar eiga um þessar mundir í keppni um að laða til sín fólk og um þessar mundir virð- ist lýðræðið vera að tapa þeirri keppni. ■ VENDIPUNKTAR 2005 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR36 SPRENGJUMENNIRNIR Í LONDON Þessir ungu múslimar sem tóku þátt í árásunum voru hvorki atvinnulausir né á jaðri samfélagsins. Þeir voru, ef eitthvað er, óskabörn fjölmenningarsamfélagsins. TILRÆÐISMENNIRNIR MEÐAL OKKAR Næstu daga birtir Fréttablaðið greinar um at- burði sem breyttu gangi sögunnar á árinu. Í þess- ari fyrstu grein af fimm skoðar Michael Ignatieff aðstæðurnar að baki hryðjuverkaárásunum á London síðastliðið sumar. MICHAEL IGNATIEFF Höfundur er fyrrum stjórnandi Carr-miðstöðv- arinnar um stefnumörkun í mannréttindamálum við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Meðal bóka sem hann hefur skrifað má nefna „The Lesser Evil: Political Ethics in an Age of Terror“ (Princeton University Press, 2004),
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.