Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2005, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 27.12.2005, Qupperneq 57
 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR40 Nasa hittir beint í mark 4. júlí varð áætlaður árekstur milli könnunarfars bandarísku geim- ferðastofnunarinnar NASA og og loftsteinsins Tempel 1. Könnunar- farið, Deep Impact, rakst á Tempel 1 á 36.800 kílómetra hraða svo agnir og mulningur þeyttust af yfirborði hans sem hægt var að rannsaka og fylgjast með. Þetta var fyrsti árekstur milli hluts af manna- höndum og loftsteins. Áreksturinn leiddi í ljós að á Tempel var þykkt lag af ryki og loftsteinninn allur var mun léttbyggðari og frauð- kenndari en búist var við. Hann innihélt nokkuð af lífrænu efni, sem gefur kenningunni um að líf á jörðinni hafi sprottið af efnum úr loftsteinum aukna vigt. Skjóta til að drepa Hinn 22. júlí nýttu lögreglumenn í London sér í fyrsta sinn „Skjóta til að drepa“ stefnu stjórnvalda, sem innleidd var eftir hryðjuverkin 11. september 2001, þar sem lögregla má stöðva hugsanlega sjálfsmorð- sárásarmenn með banaskoti í höf- uðið. Hinn grunaði var Jean Charles de Menezes, 27 ára gamall brasil- ískur rafvirki. Hann var skotinn til bana eftir að hafa stigið um borð í neðanjarðarlest. Í fyrstu bentu ýmsar frásagnir til þess að Menez- es hefði verið við það að sprengja sprengju, en nánari eftirgrennslan leiddi í ljós að hann var saklaus og að röð lögreglumistaka hefði leitt til hrikalegra afleiðinga. Lögreglan og bresk stjórnvöld báðu fjölskyldu Menezes afsökun- ar og buðu henni bætur. Fjölmiðli úthýst 2. ágúst tilkynnti Rússland að það myndi ekki veita blaðamönnum hjá ABC fréttastofunni umboð til starfsemi innan landsins. New York Times sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem erlendum fjöl- miðli væri vísað frá landinu frá falli Sovétríkjanna. Tilkynning- in kom stuttu eftir að þátturinn Nightline sem framleiddur er af ABC sýndi viðtal við Shamil Bas- ajev, tsjetsjneskan leiðtoga sem hefur lýst yfir ábyrgð sinni á fjölda hryðjuverka, þar á meðal fjöldamorðunum í Beslan árið 2004. Freedom House, samtök sem fylgjast með málfrelsi fjölmiðla, hafa gefið Rússum slakari ein- kunnir síðustu ár vegna aukinna hafta á fréttaflutning. Hlutföll breytast, og breytast aftur Hinn 11. ágúst tilkynnti ísraelska dagblaðið Haaretz að hlutföll gyðinga sem byggju í Ísrael og landnumdu svæðunum miðað við Palestínumenn, ísraelska araba og aðra minnihluta hópa væri í fyrsta sinn fallið niður fyrir fimmtíu prósent. Þetta eru talin þáttaskil í áratugalangri og oftar en ekki blóðugri baráttu um völd og réttindi í lýðveldinu sem bæði Palestínumenn og Ísraelar vilja kalla móðurjörð sína. Hins vegar breyttust hlutföllin aftur í kjölfar brottflutnings gyðinga frá Gaza- svæðinu sem lauk 12. september og telja gyðingar nú 56,8 prósent þeirra sem byggja Ísrael og her- numin svæði vesturbakkans. Talið er að þeir verði í meirihluta á svæðinu næstu tuttugu árin. Sífrerinn bráðnar Í fyrsta sinn frá síðustu ísöld, eða í um 11.000 ár, hefur sífreri á gríð- arstóru mómýrarsvæði í Síberíu byrjað að bráðna. Samkvæmt vís- indamönnunum Sergei Kirpotin og Judith Marquand, sem birtu niður- stöður sínar í „The New Scientist“ 13. ágúst, hafa miklar breytingar orðið á hinu fyrrum flata og frosna svæði, sem er á stærð við Frakk- land og Þýskaland til samans. Nú hafa þar sprottið upp grunn stöðu- vötn á víð og dreif. Sumir vísinda- menn spá því að ef þessi þróun haldi áfram muni mýrin leysa frá sér gríðarlegt magn metans, sem eykur gróðurhúsaáhrif. Færri Japanir en áður Hinn 23. ágúst tilkynnti vinnu-, heilbrigðis- og félagsmálaráðu- neyti Japans að í fyrsta sinn síðan mælingar hófust hefði Japönum fækkað yfir sex mánaða tímabil, um 31.034 manns. Lág fæðingar- tíðni er í Japan, 1,29 börn á hverja konu, og lítið um innflytjendur, svo mögulegt er að tilkynningin tákni að fólksfjöldi landsins hafi náð toppi sínum í 128 milljónum og Japönum muni fækka héðan af. Alþjóðabankinn tilkynnti á árinu að fæðingartíðni hefði dottið niður fyrir samanlagða brottflutnings- og dánartíðni í yfir sjötíu löndum. Skattlausir eftir tvö árþúsund Nú í haust þurftu kínverskir bændur í fyrsta sinn í hartnær tvö árþúsund ekki að borga skatta. Allt að 25 prósenta landbúnaðarskattur á hveiti, hrísgrjón og aðrar afurðir hefur verið í landinu frá upphafi keisaraveldisins og kommúnista- flokkur hélt honum áfram eftir byltingu. Kínversk stjórnvöld felldu hann niður í ár til að auka hrísgrjónaframleiðslu og til að reyna stemma stigu við brottflutn- ingi úr sveitum til borganna þar sem meðal innkoma heimilanna er fimmföld á við sveitirnar. Mexíkóska innrásin 8. september voru mexíkóskir hermenn sendir á vettvang innan Bandaríkjanna í fyrsta sinn síðan stríð geisaði milli landanna árin 1846-1848. Hermennirnir voru þar við hjálparstörf í kjölfar felli- bylsins Katrínar. Bílalest sem flutti eldunaráhöld, tæki til vatns- hreinsunar og annan búnað, auk næstum 200 óvopnaðra hermanna, verkfræðinga, lækna og hjúkrun- arfræðinga, kom sér fyrir í San Antonio í Texas og snaraði fram málsverð fyrir 500 manns. Svartur fyrir hvítann Hinn 22. september kunngjörði rík- isstjórn Suður-Afríku áætlun sína um að færa hvítum bónda tilkynn- ingu um landeignarnám. Er þetta þáttur í nýrri stefnu sem miðar að því að auka eign svartra á land- búnaðarjörðum landsins úr tuttugu prósentum upp í þrjátíu fyrir árið 2014. Hingað til hefur sala hvítra bænda á landi sínu verið sjálfvilj- ug í landinu, þar sem ríkisstjórnin hét því að gera ekki sömu mistök og gerð voru í Simbabve, þar sem óskipulagt eignarnám og endur- dreifing landbúnaðarlands olli hruni hagkerfisins. Bóndinn, Hans Visser, segist ætla að berjast gegn eignarnáminu í réttarsal. Sjóskrímsli á mynd 28. september tilkynntu japönsku rannsóknarmennirnir Tsunemi Kubodera og Kyoichi Mori að þeir hefðu náð myndum af hinum goð- sagnakennda risasmokkfisk sem getur orðið allt að átján metra langur eða jafnvel meira og hefur verið hvatinn að ófáum sögum um sjávarskrímsli gegnum aldirnar. Smokkfiskurinn er djúpsjávardýr sem aldrei áður hafði verið ljós- myndað úti í náttúrinni þó dauð dýr hefðu fundist. Sá sem náðist á mynd beit á öngul sem beittur var með smokkfisk og rækju á rúm- lega 900 metra dýpi. Myndavél var föst við línuna. Dýrið barðist um og slapp að lokum en skildi eftir fimm og hálfs metra langan arm. Ómannaðir skriðdrekar árið 2015 9. október vann bíllinn Stanley tveggja milljón dollara verðlaun í keppni þróunardeildar varnar- málaráðuneytis Bandaríkjanna þar sem ómönnuð farartæki etja kappi yfir 210 kílómetra leið í gegnum Mojave-eyðimörkina. Að baki Stanley, sem er breyttur Volkswagen-fjölskyldubíll, stóð Stanford-háskóli og tók það bílinn sex klukkutíma og 54 mínútur að ljúka leiðinni. Þegar keppnin var haldin á síðasta ári komst enginn keppandi mikið lengra en ellefu kílómetra, en í ár komust fimm af 23 keppendum í mark. Keppnin er haldin til að reyna að mæta þing- lýstri tilskipun þess efnis að einn þriðji landfarartækja hersins skuli verða ómannaður árið 2015. Kosið um byssueign 23. október var í fyrsta sinn hald- in þjóðaratkvæðagreiðsla í Bras- ilíu um hvort banna ætti byssu- eign almennings. Bannið var lagt til vegna gríðarlega hárrar tíðni morða með skotvopnum í landinu. Að sögn brasilíska arms UNES- CO voru 39.000 drepnir þar með skotvopnum árið 2003, en 177 milljónir manns búa í Brasilíu. Það hlutfall er einungis hærra í Venúsúela. Skotvopn eru helsta dánarorök ungs fólks í landinu og þriðja algengasta dánarorsök allra íbúa þess. Tillagan var felld, en 64 prósent kjósenda kusu gegn henni. Margir þeirra sögðu að markaðs- herferð með byssueign sem gekk samhliða kosningunum hefði sann- fært þá um að þeir þyrftu byssur til verndar gegn glæpamönnum. Norður-Kórea viðurkennir Ríkisstjórn Suður-Kóreu sagði að Norður-Kóreumenn hefðu viður- kennt í fyrsta skipti að þeir héldu í haldi suður-kóreskum stríðsföng- um sem hnepptir voru í fangelsi í Kóreustríðinu árin 1950-1953, auk ellefu annara Suður-Kóreubúa sem rænt var til upplýsingaöflun- ar. Suður-Kórea vilja hins vegar meina að Norður-Kóreumenn séu með 546 stríðsfanga í haldi og 485 suður-kóreska borgara. Í það minnsta 38 aldraðir stríðs- fangar hafa sloppið úr haldi og flúið suður síðustu tíu ár. Margir þeirra segjast hafa verið þvingað- ir til erfiðisvinnu, svo sem í kola- námum. Nafnleynd ljós Hinn 3. nóvember gat táning- ur, hvers faðir var maður sem gefið hafði sæði nafnlaust í sæð- isbanka, engu að síður fundið út hver faðir hans var. Þetta gerði drengurinn með því að nota DNA-skrá á netinu og með annarri rannsóknarvinnu. Er þetta talið vera í fyrsta sinn sem nafn sæðisgjafa hefur komist upp á þennan máta. Málið hefur vakið upp spurningar um áfram- haldandi nafnleynd sæðisgjafa, en einnig um það hvort lögregla eða heilbrigðisfyrirtæki og aðrir aðilar geti notað svipaðar aðferð- ir og stigið þannig kringum lög um friðhelgi einkalífsins. Afrísk kona í fyrsta sinn 8. nóvember vann Ellen Johnson- Sirleaf yfirgnæfandi sigur í for- setakosningum í Líberíu. Þar með varð hún fyrsta konan til að verða þjóðkjörinn þjóðhöfðingi í Afríku- ríki. Eftir margra ára borgarastríð hefur kjör hennar til embættis þótt lofa góðu. Hún lærði hagfræði við Harvard-háskóla og vann við fjár- málastörf fyrir ríkisstjórn Líberíu hjá Alþjóðabankanum. Mikil kjör- sókn meðal kvenna gæti hafa verið stór þáttur í sigri hennar. HITT Í MARK Tölvugerð mynd af áætluðum árekstri milli könnunarfars Nasa og lofsteinsins Tempel í júlí. < Framhald af síðu 38 MYND NÆST AF SJÓSKRÍMSLI Japanar náðu að taka myndir hinum goðsagnakennda risa- smokkfisk, sem getur orðið allt að átján metra langur. KONA FYRST Í MARK Írönsk kona sem sigraði í kappakstri var fyrsta konan þar í landi til að keppa á móti karlmanni í nokkurri íþrótt síðan íslamska byltingin var gerð árið 1979. NETIÐ NOTAÐ TIL AÐ FINNA FÖÐUR Ungl- ingur fann líffræðilegan föður sinn, sem hafði gefið sæði nafnlaust, með því að nota DNA-skrá á netinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.