Fréttablaðið - 27.12.2005, Side 59

Fréttablaðið - 27.12.2005, Side 59
 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR42 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Ása Guðlaug Gísladóttir f. 11.12.1917, Fannafold 125a Reykjavík sem lést þann 18 des. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. desember kl. 15.00 Gunnar Sighvatsson Sigrún Sighvatsdóttir Jón Gústafsson Ólöf Sighvatsdóttir Þorvaldur Bragason Gísli Á. Sighvatsson Kristjana G. Jónsdóttir Ástrós Sighvatsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Dánar_Ása 26.12.2005 17:04 Page 1 Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, Hulda Þorbjörnsdóttir sem lést á Hrafnistu Hafnafirði sunnudaginn 18. des- ember verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði miðvikudaginn 28. desember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þorbjörn Eiríksson Gunnhildur Eiríksdóttir Guðný Eiríksdóttir D gbjört Guðmundsdóttir Pétur Sigurðsson Dánar_Hulda 26.12.2005 17:04 Page 1 AFMÆLI Bjarni Felixson íþróttafréttamað- ur er 69 ára. Þórólfur Þórlindsson prófessor er 61 árs. Gunnar Ingi Gunnsteinsson leikstjóri er 36 ára. Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum fegurðardrottning, er 36 ára. Kjartan Sturluson knattspyrnu- maður er þrítugur. Hólmfríður Anna Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF, er 28 ára. Bjarni Hafþór Helgason tekur við starfi fjárfestingastjóra Kaupfélags Eyfirðinga um áramótin. Fjárfest- ingastjóri er nýtt starf hjá KEA en í því felst framkvæmdastjórn tveggja nýlegra dótturfélaga KEA, fjárfest- ingarfélaganna Hildings og Upphafs, en samanlagt stofnfé þeirra er um 1,7 milljarðar króna. Bjarni Hafþór fæddist á Húsavík 1957 og ólst þar upp við gott atlæti þar til leið hans lá í Menntaskólann á Akureyri. Fótbolti, útivist, náttúra og fiskvinna er það sem kemur í huga Bjarna Hafþórs þegar hann hugsar til bernskuáranna og á Húsavík sleit hann mörgum pörum af svörtum hvít- botna gúmmískóm. Húsvíkingar kölluðu hann ætíð Haffa en menntskælingar á Akureyri voru formlegri og þekkja hann betur sem Bjarna eða Bjarna Hafþór. Sjálf- ur kann hann vel við gælunafnið sem honum var gefið í æsku. Að loknum menntaskóla lá leið hans í Háskóla Íslands og þaðan útskrifaðist hann sem virðulegur viðskiptafræðingur árið 1983. Knattspyrnuáhuginn hefur loðað við Bjarna Hafþór frá æsku og enn í dag grípur hann reglulega í fótbolta. Meðal afreka nefnir hann að árið 1981 varð hann Íslandsmeistari með liði Víkings í Reykjavík og eitt sumarið varð hann markakóngur Akureyrar með Þór. Svo samdi hann knattspyrnu- söng fyrir KA þegar þeir urðu Íslands- meistarar 1989, „Áfram KA-menn“, og þótti sumum Þórsurum það mjög hæp- inn verknaður. Húmor, sprell og léttleiki er aldrei langt undan þegar Haffi á í hlut og endurspeglast oft í hans tónlistarsköp- un- og textagerð. Lögin Hryssan mín blá, Aukakílóin og Tengja, öll flutt af Skriðjöklum, eru löngu landsfræg og hafa létt mörgum lundina. Fjölmargir tónlistarmenn hafa flutt lög eftir Bjarna Hafþór og nú á aðventunni ómaði jólalagið „Við erum jólasveinar“ eftir hann í verslunum á Glerártorgi á Akureyri; í flutningi Skyrgáms, Hurðaskellis og Bjúgna- krækis. Sjálfur hefur Bjarni Hafþór þó einungis verið í einni hljómsveit um ævina, Ókyrrð, og í fyrra kom út disk- ur með hljómsveitinni með fimmtán lögum sem öll voru samin af honum. Áratuginn 1986 til 1996 starfaði Bjarni Hafþór við fjölmiðlun og lands- þekktur varð hann fyrir dagskrárgerð og fréttamennsku á Stöð 2. Hann á margar góðar minningar frá veru sinni á Stöð 2 og eitt af því sem stendur upp úr er saklaus frétt um fyrsta barn ársins sem olli því að símkerfi Stöðvar 2 brann yfir. „Mér varð það á að óska móðurinni til hamingju með krógann en sú orðnotkun telst ekki niðrandi á Akureyri eða Húsavík og til að mynda heitir einn leikskólinn á Akureyri Krógaból. Þetta fór þó fyrir brjóstið á fjölda fólks, vítt og breitt um land- ið, og svo mikið var hringt og kvartað að símkerfi Stöðvar 2 gaf sig,“ segir Bjarni Hafþór. Sem stendur er Bjarni Hafþór í fjar- búð eins og hann kallar það en hann á sautján ára stelpu og 27 ára strák frá fyrra hjónabandi. „Ég er býsna upptek- inn af samskiptum mínum við börnin mín og held að stundum finnist þeim sjálfum nóg um. En þau eru auðvitað fullorðin og hafa ýmislegt fleira að gera en tala við pabba gamla en í mínum huga verða þau þó alltaf börn og aldrei fullorðin,“ segir Bjarni Hafþór. ■ BJARNI HAFÞÓR HELGASON: HEFUR STÖRF HJÁ KEA UM ÁRAMÓT Sprengdi símakerfi Stöðvar 2 BJARNI HAFÞÓR HELGASON Hefur brallað margt um ævina og er kunnur bæði af fréttamennsku á Stöð 2 og nokkrum vinsælum dægurlögum sem Skrið- jöklar fluttu um árið. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Á þessum degi árið 1985 réðust hryðjuverkamenn á tvo flugvelli í Evrópu samtímis; annars vegar á flugvöllinn í Róm og hins vegar flugvöllinn í Vínarborg. Í Róm hófu vígamennirnir skotárás á farþega við innritun- arborð hins ísraelska flugfélags EI AI. Árásirnar hófust á nálægt því sama tíma klukkan rúmlega átta um morguninn. Mikil ringulreið varð í þær fimm mínútur sem árásin í Róm stóð og farþegar köstuðu sér til jarðar til að forðast kúlnahríðina sem dundi úr byssum hryðju- verkamannanna þriggja. Í Austurríki voru víga- mennirnir einnig þrír og köstuðu þeir hand- sprengjum að farþegum á leið til Tel Aviv. Alls lét- ust 18 manns í árásunum og 120 særðust. Í fyrstu var talið að PLO, frelsis- samtök Palestínu stæðu fyrir árásinni, en leiðtogi þeirra, Jasser Arafat, for- dæmdi árásirnar. Líklegt er talið að Abu Nidal, eða Sabri al-Banna, hafi verið heilinn á bak við ódæðin, en hann yfirgaf PLO árið 1974 og fór meðal annars fyrir Fatah-hreyfingunni. Hann fannst látinn við dularfullar aðstæður í Írak árið 2002. ÞETTA GERÐIST > 27. DESEMBER 1985 Hryðjuverk á flugvöllum MERKISATBURÐIR 1831 Charles Darwin leggur af stað í fimm ára könnunar- leiðangur frá Plymouth um borð í skipinu HMS Beagle. 1932 Stærsta leikhús innandyra í heiminum, Radio City Music Hall, er formlega opnað í New York. 1960 Frakkar sprengja þriðju atómsprengjuna í tilrauna- skyni í Sahara-eyðimörkinni. 1977 Maður situr fastur í reykháfi í átta klukkustundir í fjöl- býlishúsi í Reykjavík. Hann hafði verið á gangi á þaki hússins til að stytta sér leið á milli íbúða. „Ég er búinn að vera hérna síðan á annan í jólum,“ sagði mað- urinn í viðtali við Dagblaðið þegar hann var losaður. 1979 Sovétmenn ráðast inn í Afganistan. 2004 Viktor Júsjenkó sigrar í for- setakosningum í Úkraínu. ALAN BATES (1934-2003) „Ég held að tvær manneskjur geti elskað hvor aðra án þess að þeim semji nokkurn tímann.“ Alan Bates var breskur leikari sem var sleginn til riddara sama ár og hann lést. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1571 Johannes Kepler, þýskur stjörnufræðingur. 1717 Píus VI, páfi. 1822 Louis Pasteur, franskur vísindamaður. 1901 Marlene Dietrich, þýsk söng - og leikkona. 1948 Gérard Depardieu, franskur leikari. 1971 Duncan Ferguson, skoskur knattspyrnumaður. JARÐARFARIR 13.00 Ingibjörg Stefánsdóttir, Star- engi 28, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogs- kirkju. 14.00 Bettý Marsellíusdóttir, Ásbyrgi, Hófsósi, verður jarðsungin frá Hofsósskirkju. 14.00 Hreinn Elíasson listmálari, Jörundarholti 108, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. 15.00 Jóhanna (Stella) Haralds- dóttir, til heimilis á Lindar- götu 57, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. ANDLÁT Margrét Stefanía Hallgrímsdóttir, Laugarvegi 24, Siglufirði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar að kvöldi miðvikudagsins 21. desember. Margrét Jónsdóttir, Arnarhrauni 14, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðviku- daginn 21. desember. Óli Björgvinsson, Sandbakka, Höfn, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 22. desember. Sólveig Ósk Sigurðardóttir, Veghúsum 31, lést á Landspít- ala Fossvogi fimmtudaginn 22. desember. Sveinn Albertsson, Kirstinedalsvej 6, Valby, lést fimmudaginn 22. desember. Útskrifað var úr Fjöltækni- skóla Íslands í fyrsta sinn, þriðjudaginn 20. desember. Fjöltækniskólinn varð til á grunni Vélskóla Íslands og Stýrimannaskólans í Reykjavík en skólunum tveimur var slitið í síðasta sinn, síðastliðið vor. Fjórtán nemendur útskrifuðust frá skólanum að þessu sinni, níu af vél- stjórnarsviði og fimm af skipstjórnarsviði, ýmist með eða án stúdentsprófs. Andri Leifsson hlaut viðurkenningu fyrir hæstu einkunn siglingagreina, Atli Sigmar Hrafnsson fyrir íslensku og Sigurð- ur Bergmann Gunnarsson og Bjarni Valur Einarsson fyrir vélstjórnargreinar. Þá hlutu fjórir nemendur viðurkenningar fyrir full- komna mætingu, þeir Davíð Óðinn Bragason, Guðmund- ur Grétar Bjarnason, Hall- dór Ingi Ingimarsson og Reynir Baldursson. ■ ÚTSKRIFAÐIR Fyrsti nemendahópurinn sem útskrifast frá hinum nýja Fjöl- tækniskóla Íslands. Útskrifað úr Fjöltækniskólanum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.