Fréttablaðið - 27.12.2005, Side 63

Fréttablaðið - 27.12.2005, Side 63
 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR46 Íslenska tónlistarárið var að mörgu leyti gott þó svo að ekki hafi margar plötur verið fram- úrskarandi. Sigur Rós stóð upp úr með plötu sína Takk og kom það fáum á óvart en aðrir kom- ust ekki með tærnar þar sem hún hafði hælana. Jólaplötuflóðið bar vott um hugmyndaskort því fjöl- margir tón- listarmenn brydduðu upp á því ráði að syngja lög eftir aðra en þá s j á l f a . V o n - andi á það eftir að breytast með kom- andi tíð. Annað sem var áberandi á árinu var skorturinn á góðu rokki. Flagg- berar rokksins á borð við Mínus og Botnleðju voru fjarverandi í ár, þó svo að Mínus hafi gefið út tónlist við kvikmyndina Strákarnir okkar ásamt Barða í Bang Gang. Á eftir koma: 11. Leaves: The Angela Test, 12. Sálin: Undir þínum áhrifum, 13. Mugison: A Little Trip, 14. Hermigervill: Sleepwork, 15. Hot Damn!: The Big´n Nasty Groove´O Mutha, 16. Orri Harðar: Trú, 17. Kira Kira: Skotta, 18. Bubbi: Ást, 19. Siggi Ármanns: Music for the Addicted, 20. Worm is Green: Push Play. ■ FREYR GÍGJA GUNNARSSON ÍSLENSKAR PLÖTUR ÁRSINS 2005 Innlendar uppgötvanir ársins voru af ýmsum toga. Efst á blaði er Jak- obínarína sem m.a. vann Músík- tilraunir og hitaði upp fyrir The White Stripes á árinu. Einnig vakti hún athygli erlendra gagnrýnenda á Iceland Airwaves en plötu með sveitinni er að vænta á næsta ári. Rass kom sóðaleg og pönkuð fram á sjónarsviðið auk þess sem tríóið Flís gerði bráðskemmtilega plötu með lögum Hauks Morthens. 1. Jakobínarína 2. Rass 3. Beatmakin Troopa 4. Flís 5. Hairdoctor Uppgötvanir ársins ÍSLENSKAR PLÖTUR ÁRSINS 2005 AMPOP: MY DELUSIONS Ampop sagði að mestu skilið við rafpoppið á sinni þriðju plötu, sem hafði að geyma vandað rólegheitapopp undir áhrifum frá Bítlunum og Radio head. Titillagið var einna sterkast en mörg önnur komust nálægt því í gæðum. Hljómsveit á uppleið. ÞÓRIR - ANARCHISTS ARE HOPELESS ROMANTICS Tónlist- armaðurinn Þórir (My summer as a salvation soldier) sýndi frábæra takta á fyrstu plötu sinni og mætti hér til leiks með enn fjölbreyttari og sterkari afurð. Rólegheitin voru enn til staðar en einhvern veginn var meira kjöt á beininu í þetta skiptið. BENNI HEMM HEMM - BENNI HEMM HEMM Benedikt Hermann Hermannsson kom á óvart með þessari bráðskemmtilegu plötu þar sem hann blandaði saman lúðrasveitaleik og léttu poppi á óvæntan en afar áhrifaríkan hátt. SIGUR RÓS - TAKK Sigur Rós gaf út langbestu íslensku plötuna á árinu. Mun ferskari og skemmtilegri en svigaplatan, sem var heldur þung í vöfum. Þarna var varla veikan blett að finna og komst platan í raun upp að hinni frábæru Ágætis byrjun í gæðum. EMILIANA TORRINI - FISHER- MAN‘S WOMAN Emilíana kom sterk inn í byrjun ársins með þessa fallegu og einlægu plötu. Á milli þess sem hún samdi lög fyrir Kylie Minogue og söng fyrir Hringadróttinssögu gerði hún þessa perlu sem festi hana í sessi sem eina hæfileikarík- ustu tónlistarkonu landsins. BAGGALÚTUR - PABBI ÞARF AÐ VINNA Fyrsta plata Baggalúts kom eins og ferskur blær inn í íslenskt tónlistarlíf. „Köntríið“ var allsráð- andi og bara svín- virkaði. Baggalútar sýndu og sönnuðu að þeir kunna fleira en að búa til góða heimasíðu. FREYR BJARNASON TRABANT - EMOTIONAL Glysrokkararnir í Trabant, sem virðast halda að þeir séu Prince endurborinn, gáfu út bráðskemmtilega plötu og maður sá sig knúinn til að dilla sér í takt. Sannkallað gleðipopp. KIMONO: ARCTIC DEATH SHIP Fyrsta plata Kimono, Mineur Agressive, átti mjög góða spretti en þessi var ennþá betri. Gítarleikurinn var áberandi góður og pönkaður rokkkrafturinn hristi stundum upp í manni. Mikil framför hjá Kimono. DANÍEL ÁGÚST- SWALL- OWED A STAR Daníel Ágúst Haraldsson mætti aftur inn í íslenska landslagið með vandaða plötu sem hafði yfir sér mikinn sinfóníublæ. Bjarkaráhrif sáust víða og ljóst að Daníel hafði nýtt tímann sinn í skjálfskipaðri útlegð afar vel. HJÁLMAR - HJÁLMAR Reggísveitin vinsæla gaf út mjög góða plötu og sýndi að fyrsta platan var engin byrjenda- heppni. Hjálmar er ekki bara ein besta tónleikasveit landsins heldur sómir hún sér einnig prýðilega á plasti. ÍRAFÁR - ÍRAFÁR Þrátt fyrir að aðdá- endahópur þessarar hljómsveitar sé kannski frekar þröngur verður það ekki af Írafári tekið að hljómsveitin kann sína list. Þetta er hljómsveit sem er óhrædd við að sýna hvað hún er. Það er ekki verið að laumupúkast. SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - UNDIR ÞÍNUM ÁHRIFUM Íslenskir popp- aðdáendur voru ekki sviknir af kóngunum á þessu sviði. Sálin kom með heilsteypta poppplötu sem reyndist uppfull af slögurum. Sálin er best þegar sá gállinn er á henni. BAGGALÚTUR - PABBI ÞARF AÐ VINNA Grínararnir í Baggalúti komu svo sannarlega á óvart með kántríplötunni sinni Pabbi þarf að vinna. Ekki voru textarnir bara skemmtilegir heldur reyndust lögin vera vel samin og þetta var diskurinn sem settur var á ef koma átti mannskapnum í rétta stuðið. EMILÍANA TORRINI - FISHERMAN‘S WOMAN Hin ljúfa plata Emilíönu lædd- ist aftan að mörgum í upphafi ársins. Einstaklega persónuleg plata sem heill- aði ekki síður útlendinga en Íslendinga. Ekki voru tónleikarnir síðri. SIGUR RÓS - TAKK Strákarnir í Sigur Rós sýndu svo ekki varð um villst að þeir eru langbesta hljómsveitin á Íslandi í dag. Þeir náðu tengingu við hlustendur á ný eftir hið nafnlausa flopp. Þakklæti til Sigur Rósar var oftar en ekki viðkvæðið. JAKOBÍNARÍNA Hafnfirska sveitin Jakobínarína kom fersk fram á sjónar- sviðið á árinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.