Fréttablaðið - 27.12.2005, Page 72

Fréttablaðið - 27.12.2005, Page 72
ÞRIÐJUDAGUR 27. desember 2005 Mopak ljósritunarpappír 500 blöð í búnti 198 kr. Gatari 2ja gata með kvarða 329 kr. Bréfbindi A4 8cm kjölur 138 kr. Skrifstofuvörur á tilboði Skrifstofuvörutilboð Mánud aga til föstud aga frá kl. 8:00 t il 18:0 0 Lauga rdaga frá kl. 10: 00 til 1 4:00 Opnun artími í vers lun RV : FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Marco Ne mun líklega bætast í leikmanna- hóp Arsenal á nýju ári en hann er nú í herbúðum Beveren í Belgíu. Tengslin milli Arsenal og Bever- en eru mjög sterk en síðarnefnda liðið er nokkurs konar uppeldis- stöð fyrir það fyrrnefnda. Fjöl- miðlar á Belgíu segja að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsen- al, telji að nú sé rétti tíminn fyrir Ne að halda á Highbury. Ne er 22 ára gamall en hann æfði með Arsenal síðasta sumar ásamt Emanuel Eboue. Wenger taldi þá mikilvægara að fá hægri bakvörðinn Eboue en nú er útlit fyrir að Ne fái einnig sitt tæki- færi eftir að hafa spilað vel fyrir Beveren á tímabilinu. - egm Wenger að stækka hópinn: Ne til Arsenal? FÓTBOLTI Dennis Wise er farinn í fússi frá enska 1. deildarliðinu Southampton þar sem hann fékk ekki knattspyrnustjórastöðuna hjá félaginu. Wise, sem er þekktur fyrir að hafa stórt og mikið skap, hafði vonast eftir því að taka við af Harry Redknapp en George Burley var tekinn fram yfir og er Wise víst trítilóður yfir þeirri ákvörðun. „Hann hefur brugðist illa við þessu og það sýnir að við tókum rétta ákvörðun með því að ráða hann ekki. Hann segist hafa verið lofað starfið en það er ekki satt. Við ræddum við Dennis en hann sat við sama borð og fjölmargir aðrir umsækjendur,“ sagði stjórn- arformaðurinn Rupert Lowe. „Ég spurði hann hvort hann ætlaði að halda áfram sem leik- maður þó hann fengi ekki starfið og svaraði hann því játandi, svo lengi sem nýr knattspyrnustjóri teldi sig hafa not fyrir hann,“ sagði Lowe en Southampton er um miðja 1. deildina. - egm George Burley ráðinn stjóri: Wise fór í fýlu DENNIS WISE Er ávallt samur við sig. FORMÚLA 1 Toyota hefur mikinn áhuga á að fá hinn finnska Kimi Räikkönen til liðs við sig frá McLaren-Mercedes fyrir tímabil- ið 2007, samkvæmt þýska blaðinu Bild. Räikkönen er 26 ára og hafnaði í öðru sæti í keppni ökumanna á þessu ári á eftir Fernando Alonso. Hann var kjörinn ökumaður ársins af Autosport, sem er útbreiddasta kappaksturstímarit heims. Toyota hefur höfuðstöðvar í Köln og á sér þann draum að hampa heims- meistaratitlinum innan tíðar. Räikkönen hefur fengið boð um fimm ára samning við Toyota en ökumannamarkaðurinn opnað- ist upp á gátt í síðustu viku þegar Alonso tilkynnti að hann færi frá Renault til McLaren eftir næsta ár. Það þýðir að Räikkönen eða Juan Pablo Montoya þarf að víkja en Räikkönen hefur einnig verið orðaður við Ferrari. Samningur Michael Schu- macher við Ferrari rennur út eftir næsta ár eins og hjá Räikkönen og óvíst hvað þessi sjöfaldi heims- meistari mun taka sér fyrir hend- ur. - egm Útlit fyrir miklar breytingar 2007 Toyota ætlar að fá Kimi Räikkönen KIMI RÄIKKÖNEN Fagnar hér sigri sínum í Japan í ár.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.