Fréttablaðið - 27.12.2005, Síða 75

Fréttablaðið - 27.12.2005, Síða 75
 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR58 Á ÖLLUM JÓLAVÖRUM ÚTSALA! Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 - www.gardheimar.is - gardheimar@gardheimar.is heimur skemmtilegra hluta og hugmynda FÓTBOLTI Freddy Shepherd, stjórn- arformaður Newcastle United, er allt annað en sáttur við orð Rafael Benítez, stjóra Liverpool, sem sagði í viðtali rétt fyrir jól að Michael Owen gæti einhvern tímann snúið aftur til félagsins. Liverpool mistókst að kaupa Owen síðasta sumar frá Real Madrid þar sem félagið var ekki tilbúið að borga uppsett verð fyrir leikmann- inn. Newcastle greip hins vegar tækifærið og keypti Owen til sín. „Heldur Benítez virkilega að fólk sé svona heimskt og þekki ekki til málsins? Hann er að reyna að fá fólk til að trúa því að Liver- pool hafi reynt allt sem félag- ið gat til að fá Owen. En það var Newcastle sem gerði allt til að fá Owen. Sjálfur er Michael mjög ánægður hjá okkur. Það er fárán- legt hjá Benítez að koma með þetta rétt áður en liðin tvö mætast,“ sagði Shepherd. Michael Owen hefur játað því að Liverpool hafi verið sinn fyrsti kostur þegar hann fór frá Real í sumar. „Það voru fjórir hlutir sem komu í veg fyrir að við feng- um Owen: Verðið, tímaramminn, ákvörðun hans og sú staðreynd að við vorum með góða framherja fyrir,“ sagði Benítez meðal annars í áðurnefndu viðtali. - egm Owen aftur til Liverpool: Shepherd æfur út í Benítez ÁNÆGÐUR OWEN Michael Owen er hér ásamt samherja sínum, Peter Ramage. Enska úrvalsdeildin CHARLTON - ARSENAL 0-1 0-1 Jose Antonio Reyes (58.). CHELSEA - FULHAM 3-2 1-0 William Gallas (3.), 2-0 Frank Lampard (24.), 2-1 Brian McBride (29.), 2-2 Heiðar Helguson (56.), 3-2 Hernan Crespo (74.). LIVERPOOL - NEWCASTLE 2-0 1-0 Steven Gerrard (14.), 2-0 Peter Crouch (43.). MAN. UTD. - WBA 3-0 1-0 Paul Scholes (35.), 2-0 Rio Ferdinand (48.), 3-0 Ruud van Nistelrooy (63.). MIDDLESBROUGH - BLACKBURN 0-2 0-1 Shefki Kuqi (38.), 0-2 Shefki Kuqi (79.). PORTSMOUTH - WEST HAM 1-1 1-0 Gary O’Neil (17.), 1-1 James Collins (56.). TOTTENHAM - BIRMINGHAM 2-0 1-0 Robbie Keane (58.), 2-0 Jermain Defoe (92.). WIGAN - MAN. CITY 4-3 0-1 Antoine Sibierski (2.), 0-1 Antoine Sibierski (3.), 1-1 Jason Roberts (11.), 2-1 Lee McCulloch (23.), 3-1 Jason Roberts (45.), 4-1 Henri Camara (71.), 4-2 Joey Barton (77.), 4-3 Andy Cole (88.) STAÐAN: CHELSEA 18 16 1 1 40-9 49 MAN. UTD. 17 11 4 2 31-14 37 TOTTENHAM 18 9 7 2 27-16 34 LIVERPOOL 15 9 4 2 20-8 31 BOLTON 16 9 3 4 22-14 30 ARSENAL 17 9 2 6 23-15 29 WIGAN 17 9 1 7 19-18 28 MAN. CITY 17 8 3 6 24-17 27 WEST HAM 17 7 4 6 25-22 25 NEWCASTLE 17 7 4 6 18-17 25 CHARLTON 17 7 1 9 21-27 22 BLACKBURN 17 6 3 8 19-24 21 M´BROUGH 17 5 5 7 23-26 20 FULHAM 18 5 4 9 20-25 19 ASTON VILLA 17 4 5 8 16-26 17 EVERTON 17 5 2 10 9-23 17 WBA 17 4 4 9 17-25 16 PORTSMOUTH 17 3 4 10 13-26 13 BIRMINGHAM 17 3 3 11 11-25 12 SUNDERLAND 17 1 2 14 14-35 5 Enska meistaradeildin BURNLEY - STOKE CITY 1-0 CARDIFF - PLYMOUTH 0-2 DERBY - LUTON 1-1 IPSWICH TOWN - CRYSTAL PALACE 0-3 LEEDS UNITED - COVENTRY 3-1 LEICESTER CITY - MILLWALL 1-1 Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrirr Leicester og skoraði mark liðsins úr vítaspyrnu. SHEFFIELD UNITED - NORWICH 1-3 WATFORD - SOUTHAMPTON 3-0 WOLVES - READING 0-2 Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan leikinn fyrir Reading. ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Chelsea heldur sigur- göngu sinni áfram en liðið vann nauman 3-2 sigur á Fulham á heimavelli sínum í gær. Eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir náði Fulham að jafna en það var Heiðar Helguson sem skoraði jöfn- unarmarkið úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Heiðar var ofursvalur á vítapunktinum þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni fyrir Fulham, hann var í byrjunar- liðinu en var tekinn af velli þegar tuttugu mínútur voru eftir. „Ég verð að hrósa Joe Cole sérstaklega, hann hefur leikið stórfenglega að undanförnu á vængjunum,“ sagði Jose Mour- inho, knattspyrnustjóri Chelsea. Hernan Crespo skoraði sigur- markið á 74. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á varamanna- bekknum en kom inn á í hálfleik og var nálægt því að skora snemma í seinni hálfleiknum. Chris Coleman, stjóri Fulham, var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Á heildina litið spil- uðum við frábærlega. Við hefðum vel getað náð stigi og það var aug- ljóst að John Terry varði knöttinn með hendi undir lokin og þá hefð- um við átt að fá tækifæri til að jafna 3-3 en það hefði komið mér á óvart ef dómarinn hefði þorað að dæma tvær vítaspyrnur á Chelsea í sama leiknum.“ Michael Owen lét ekkert að sér kveða með Newcastle á Anfield í gær þar sem Liverpool yfirspil- aði gesti sína og vann öruggan 2-0 sigur en hann hefði vel getað orðið stærri. Steven Gerrard braut ísinn og það var síðan Peter Crouch sem skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu þegar dómarinn dæmdi að knöttur- inn hefði farið allur inn fyrir línuna sem sennilega var rétt. Tottenham heldur áfram bar- áttunni um meistaradeildarsæti en liðið vann 2-0 sigur á Birmingham í gær. „Það verður að viðurkenn- ast að við lékum ekki nægilega vel í þessum leik en fengum þrjú stig og það er það sem skiptir máli,“ sagði Martin Jol, knattspyrnu- stjóri Tottenham. Alan Curbishley var ósáttur við Steve Bennett dómara þegar hans menn töpuðu 0-1 á heimavelli gegn Arsenal. „Hann býr nálægt Arsenal og það gæti verið ástæð- an fyrir því hvað hann dæmdi illa. Ef hann er sáttur við sína frammi- stöðu þarf hann að endurskoða sín mál. Ég viðurkenni það þó fús- lega að Arsenal spilaði betur en við og átti skilið að vinna,“ sagði Curbishley. Manchester United átti ekki í vandræðum með West Bromwich Albion og Wigan sýndi enn og aftur hvað býr í liðinu og vann 4-3 sigur á Manchester City. Bolton tókst ekki að leggja botnlið Sunderland. elvar@frettabladid.is Mark Heiðars ekki nóg Heiðar Helguson skoraði í gær sitt fyrsta úrvalsdeildarmark fyrir Fulham, sem dugði þó ekki til gegn Chelsea. Efstu lið úrvalsdeildarinnar unnu öll leiki sína. TERRY OG HEIÐAR Heiðar Helguson er vanur því að vera í baráttunni og er hér að kljást við John Terry, fyrirliða Chelsea. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.