Fréttablaðið - 27.12.2005, Síða 76

Fréttablaðið - 27.12.2005, Síða 76
ÞRIÐJUDAGUR 27. desember 2005 59 SsangYong Musso E-23, 7/1998, ek. 132 þús, beinskiptur, álfelgur, dráttar- kúla, CD, rafm. í rúðum og speglum, samlæsingar, þjófavörn o.fl. verð: 1.050 þús. TILBOÐ: 890,000- Audi A6 2.6 quattro, 6/1995, ek. 208 þús, sjálfskiptur, Cruise control, mag- asín, topplúga, rafm. í rúðum og speglum o.fl. verð: 1.290 þús TILBOÐ: 690,000- Honda Civic 1.5 LSi, 11/1997, ek. 140 þús, beinskiptur, filmur, CD, glertopp- lúga, rafm. í rúðum og speglum, líknar- belgir, short shifter, DVD, 8” flipdown skjár o.fl. Ásett verð: 790 þús Tilboð: 490 þús Daewoo Matiz SE-X, 9/1999, ek. 92 þús, beinskiptur, CD, rafm. í rúðum, nýleg tímareim o.fl. TILBOÐ: 390 þús EIGUM NOKKRA SVONA BÍLA Á FLOTTU VERÐI. M.Benz ML 270 CDI, 7/2004, ek. 31 þús, sjálfskiptur, ABS, álfelgur ASR spólvörn, ESP stöðuleikakerfi, CD, hiti í sætum, Alcantera leður, loftkæling, lit- að gler, rafmagn í öllu, þakbogar, þjófavörn o.m.fl. Einn með bókstaflega öllu. Sjón er sögu ríkari! Ásett verð: 4.990. TILBOÐ: 4,490,000- MMC Pajero GLS 3.2 DI-D, 9/2003, ek. 57 þús. sjálfskiptur, ABS, álfelgur, arm- púði, dráttarkúla, filmur, CD, topplúga, kastarar í svuntu, leður, rafm. í rúðum og speglum, Þjófavörn o.m.fl. Sjón er sögu ríkari. Ásett verð: 4.100þús. TILBOÐ: 3,790,000- VW Golf GTI, 2/2005, ek. 10 þús, bein- skiptur, ABS, Álfelgur, ASR spólvörn, magasín, CD, topplúga, handfrjáls bún- aður, hiti í sætum, leður, líknarbelgir, loftkæling og Climatic miðstöð, rafm. í rúðum og speglum, reyklaus, smurbók, spoiler, Xenon o.m.fl. Hlaðinn aukabún- aði. Ásett verð: 3.350 þús. TILBOÐ: 2,790,000- Daewoo Lanos 1,6L.SX, 6/1998, ek. 92 þús, beinskiptur, CD, rafm. í rúðum, 4. dyra, o.fl verð: 490 þús TILBOÐ: 290,000- BMW 520 E60, 9/2004, ek. 35 þús, sjálfskiptur, ABS, ASR spólvörn, bakk- skynjarar, leður, topplúga, Cruise con- trol, hiti og rafmagn í sætum, leiðsögu- kerfi o.m.fl. Sjón er sögu ríkari. verð: 4.900 þús. TILBOÐ: 3,990,000- Opel Astra G-Coupé, 11/2001, ek. 73 þús, beinskiptur, ABS, Álfelgur, CD, líknarbelgir, rafm. í rúðum og spegl- um, smurbók, ný tímareim í 62 þús. o.fl. Ásett verð: 1.590 þús. TILBOÐ: 990,000- Daewoo Tacuma CDX, 9/2003, ek. 32 þús, beinskiptur, ABS, álfelgur, drátt- arkúla, CD, rafm. í rúðum og speglum, reyklaus, samlæsingar o.fl. Ásett verð: 1250 þús. TILBOÐ: 990,000- Opel Astra GL 1200 Wagon, 3/2001, ek. 77 þús, beinskiptur, filmur, fjarstýrðar samlæsingar, líknarbelgir, þakbogar o.fl. Ásett verð: 890 þús. TILBOÐ: 590,000- Suzuki Grand Vitara, 7/2003, ek. 86 þús, beinskiptur, ABS, CD, líknarbelgir, rafm. í rúðum og speglum, samlæs- ingar, þakbogar o.fl. Ásett verð: 1.670 þús. TILBOÐ: 1490,000- ALLT AÐ MILLJÓN Í AFSLÁTT! ÞETTA ER AÐEINS BROT AF FRAMBOÐINU. OPIÐ Á MILLI JÓLA OG NÝÁRSHVAÐ? HVENÆR? HVAR? DESEMBER 24 25 26 27 28 29 30 Þriðjudagur ■ ■ SJÓNVARP  18.05 Þýski handboltinn á Sýn. Bein útsending frá stórleik Gummersbach og Kiel.  19.35 Kraftasport á Sýn.  20.40 Enski boltinn á Sýn. Útsending frá úrslitaleik Liverpool og Chelsea í deildarbikarnum í fyrra. FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen ætlar sér að spila nógu lengi fyrir Chelsea til að ná að skora hundrað mörk fyrir félagið en hann hefur gert rúmlega sextíu í bláa bún- ingnum nú þegar. Það er þó ekki hægt að segja að hann hafi verið á skotskónum það sem af er þessu tímabili, hann hefur aðeins skorað eitt mark en hluti af ástæðunni fyrir því er að Jose Mourinho hefur látið hann leika á miðjunni. „Það væri frábært að ná að skora hundrað mörk fyrir Chel- sea. Það er erfitt að segja til um hvort ég nái því markmiði mínu, það getur allt gerst í heimi fótbolt- ans. Fyrsta markið mitt á tímabil- inu sem ég skoraði gegn Bolton skiptir mig miklu máli og vonandi eiga fleiri eftir að fylgja. Ég tel að það henti mér vel að leika á miðj- unni en svo lengi sem ég er inni á vellinum er ég glaður,“ sagði Eiður, sem lítur ekki á sig sem hreinræktaðan markaskorara. „Ég lít frekar á mig sem leik- mann sem skorar frábær mörk en frábæran markaskorara. Ég veit að ég get enn bætt ýmislegt í leik mínum, meðal annars það að skora fleiri einföld mörk,“ sagði Eiður Smári, sem er 27 ára. - egm Eiður Smári Guðjohnsen á sér persónulegt markmið með Chelsea: Ætlar að ná 100 mörkum EIÐUR SMÁRI Lítur frekar á sig sem leikmann sem skorar frábær mörk en frábæran markaskorara. FÓTBOLTI Lucho Gonzalez, leikmað- ur Porto, er á óskalista Englands- meistara Chelsea og ætlar Jose Mourinho að reyna að krækja í þennan miðjumann í félagaskipta- glugganum í janúar. Michael Ess- ien og Geremi fara að taka þátt í Afríkukeppni landsliða og Mour- inho vill auka breiddina sem hann hefur á miðjunni. Hann hefur einnig mikinn áhuga á að ná í Man- iche frá Dynamo Kiev. - egm Chelsea leitar að miðjumanni: Gonzalez til Chelsea? FÓTBOLTI Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar féllu niður í annað sæti hollensku deildarinn- ar í gær með því að tapa 2-0 fyrir Feyenoord. Með sigrinum komst Feyenoord upp að hlið Alkmaar en PSV Eindhoven hefur hins vegar tekið þriggja stiga forystu með því að vinna NEC Nijmegen 1-0 í gær. Patrick Paauwe skoraði fyrra mark Feyenoord og Jonathan de Guzman það seinna en bæði voru þau skoruð á fyrstu tíu mínútum leiksins. Grétar Rafn sat á vara- mannabekknum hjá Alkmaar en kom ekkert við sögu. - egm Grétar Rafn á tréverkinu: AZ tapaði og PSV á toppinn HANDBOLTI Forráðamenn þýska félagsins Gummersbach eru greinilega stórhuga og setja mark- ið hátt en þeir hafa nú gert tveggja ára samninga við rússnesku skytt- una Denis Zacharov, sem kemur frá St. Pétursborg í janúar, og ung- verska markvörðinn Nandor Faz- ekas, sem mun koma í vor frá Þóri Ólafssyni og félögum í Nettelstedt Lübbecke. „Þessir leikmenn eru engir aukvisar. Zacharov æfði með okkur í fimm daga og leit vel út, hann er ungur og er skotföst skytta sem er góð viðbót. Svo er Fazekas landsliðsmarkvörður hjá Ungverjalandi og er öflugur. Mér líst ágætlega á þetta fyrir komandi ár,“ sagði Guðjón Valur Sigurðs- son, leikmaður Gummersbach. - egm Gummersbach að kaupa: Góð viðbót í hópinn KÖRFUBOLTI Detroit bar sigurorð af meisturum San Antonio í viðureign liðanna á jóladag í NBA-deildinni. Þetta var fyrsti leikur liðanna frá því í slagnum um meistaratitilinn í sumar en skemmst er frá því að segja að Detroit hafði mikla yfirburði og sigraði 85-70. Liðið spilaði frábæra vörn á meistar- ana og náðu þeir aðeins að skora átta stig í öllum fyrsta leikhluta, sem er vafasamt met hjá félaginu. Chauncey Billups skoraði 20 stig fyrir Detroit og Ben Wallace tók 21 frákast. Í hinum stórleik jóladagsins sigraði Miami LA Lakers á heima- velli, 97-92. Einvígi Kobe Bryant og Shaquille O´Neal fékk lang- mestu athyglina fyrir leikinn en það var hinn gamalreyndi Gary Payton sem stal senunni. Hann skoraði 21 stig og spilaði auk þess magnaða vörn í síðari hálfleik á Kobe, sem annars hafði farið á kostum í þeim fyrri og skorað þá 26 stig. - vig NBA-deildin í fyrrinótt: Detroit vann toppslaginn FYRRUM FÉLAGAR Kobe og Shaq horfðu varla í augun á hvor öðrum í öllum leikn- um á jóladag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.