Fréttablaðið - 27.12.2005, Page 79

Fréttablaðið - 27.12.2005, Page 79
 27. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR62 SÉRFRÆÐINGURINN ÖRN ÁRNASON Terturnar eru fjölfreta STÓR HUMAR HÖRPUSKEL RISARÆKJUR Örn Árnason leikari hefur löngum verið mikill sprengjusérfræðingur og það er því viðeigandi að hann sé sérfræðingur vikunnar hjá okkur. ,,Ég hef verið mikill áhugamaður um flugelda hreinlega frá því að ég man eftir mér. Maður viðurkennir nú að hafa aðeins fiktað við að búa til heimatilbúna flugelda þegar maður var yngri en maður er þó heill í dag. Áhuginn hefur ekkert minnkað eftir að maður náði fullorðinsárum. Mér finnst þetta bara svo frábær uppfinning.“ Örn segist versla fyrir um það bil 100.000 kr. um hver áramót. ,,Ég flyt reyndar inn mína eigin flugelda og sel þá. Ég er með fyrirtæki og útsölustað. Ég sel þetta þar sem það er auðvitað ekki heimilt að flytja flugelda inn til einkanota. Síðan kaupir maður auðvitað af sjálfum sér,“ segir Örn og hlær. ,,Ég er með heimasíðu sem ber það skemmti- lega heiti Bomba.is. Við erum uppi á Höfða. Við erum auðvitað ekki með jafn fjölbreytt úrval og hjálparsveitirnar en við erum með nokkuð gott úrval af tertum. Ég er ekki í neinni öflugri sam- keppni við þær um gróða en ég flyt inn vörur sem mér finnst spennandi og leyfi öðrum að njóta þess með mér.“ Örn segist fá mest af sínum vörum frá Kína. ,,Það er nú eitthvað framleitt í Svíþjóð og víða á meginlandi Evrópu en mest af því sem ég kaupi er frá Kína. Þessa verksmiðjur í Kínaveldi eru marg- ar hverjar mjög misjafnar að gæðum þannig að maður þarf að prófa nýja vöru til hins ýtrasta áður en maður getur selt hana. Núna er ég einmitt að prófa vörur frá nýjum framleiðanda.“ Aðspurður um skemmtilegustu bomburnar segir Örn að það séu án efa stóru terturnar. ,,Þær eru margar hverjar fjölfreta og ákveðinn breytileiki í þeim. Þannig bjóða þær upp á meira en einungis einn stóran hvell. Raketturnar eru á ákveðnu undanhaldi og hafa verið undan- farin ár.“ Þegar Örn er spurður hvort fjölskyldan sé jafnáhugasöm um þetta og hann segir hann að það sé misjafnt. ,, Ég verð nú að segja að ég ber uppi áhugann hjá hinum fjöl- skyldumeðlimum varðandi flugeldana. Þetta eru nú bara nokkrir dagar á ári sem má stunda þetta þannig að þau geta nú varla kvartað,“ segir Örn í léttum dúr. ,,Ég reiknaði það nú einhvern tímann út að það er ódýrara að hætta að reykja og nota áfengi og skjóta þessu frekar bara upp á einu kvöldi í staðinn,“ segir Örn að lokum og hlær. „Hver vegur að heiman er vegurinn heim,“ sungu Mannakorn á sínum tíma og það má til sanns vegar færa hjá Völu Matt. Sjónvarpskonan góð- kunna er komin aftur á Stöð 2, nú með þáttinn sinn Veggfóður, en þar hóf hún einmitt glæsilegan sjónvarpsferil sinn fyrir tuttugu árum. Eftir að Vala hætti með þáttinn Innlit/Útlit á Skjá einum fór hún yfir á sjónvarpsstöðina Sirkus og byrjaði þar með Veggfóður en nú fá áhorfendur Stöðvar 2 sem sagt sitt tækifæri til að fylgjast með því nýjasta í lífsstíl, hönnun og arki- tektúr. Vala var nýflogin til Los Angeles og sat þar í tuttugu stiga hita meðal stjarnanna í kvikmyndaborginni þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hún saknaði þó ekki íslenska kuldans enda sagði hún vetur konung vera smám saman á undanhaldi. „Þetta fer allt í hring en ég er hvergi nærri hætt því lífið mitt fer í svo marga hringi,“ sagði Vala og hló. Hún var í fremstu víglínu þegar undirbúningur Stöðvar 2 stóð sem hæst árið 1985 og var viðstödd hina sögufrægu útsend- ingu þegar hljóðið fór af í beinni ári seinna. „Ætli það verði ekki brand- arinn í fyrsta þættinum, að senda út hljóðlaust Veggfóður,“ segir Vala og er augljóslega spennt fyrir því að ganga til liðs við sína gömlu stöð. Einhverjar breytingar eru fyr- irhugaðar á þættinum og mun Saga Film koma að framleiðslunni til að gera þættinum enn hærra undir höfði. Veggfóður verður í smá dvala fram að nýju ári en svo verður farið á fullt í upphafi næsta árs þó ekki sé komin dagsetning á fyrsta þáttinn. „Við erum í undirbúningsferli og að skoða nýjar hugmyndir,“ segir Vala og því er ekki útilokað að nýir liðir verði kynntir til leiks þegar Veggfóð- ur fer aftur í loftið. Það verða þó ekki neinar mannabreytingar því Hálfdán Steindórsson mun áfram vera Völu innan handar. - fgg Vala snýr aftur heim VALA OG HÁLFDÁN Vala er komin aftur kunnuglegar slóðir með þáttinn sinn Vegg- fóður en hann verður framvegis á dagskrá Stöðvar 2 þar sem Vala hóf feril sinn fyrir tuttugu árum. Það verður kung fu-hátíð sem leik- stjórinn Quentin Tarantino býður upp á 30. desember í Háskólabíói. Leikstjórinn er þekktur aðdáandi þessara mynda og eru þær fyrir- myndirnar að Kill Bill-myndunum tveimur sem slógu eftirminnilega í gegn á sínum tíma. Í þeim nýtti Tarantino allt það besta sem kung fu-menningin hefur upp á að bjóða en kung fu-myndirnar eiga sér sinn sess í kvikmyndasögunni. Um er að ræða þrjár klassískar myndir sem allar eru „döbbaðar“ en það þýðir að búið er að tala á ensku yfir myndirnar. Filmurn- ar eru komnar til landsins og hafa verið prófaðar í Háskólabíói og þeir sem eru svo heppnir að hafa séð myndirnar segja „döbb- ið“ hafa gefið myndunum enn skemmtilegra yfirbragð. Að sögn Ísleifs B. Þórhalls- sonar, framkvæmdastjóra IFF, hefur Tarantino ekki ákveðið í hvaða röð myndirnar verða sýnd- ar og mun ekki tilkynna það fyrr en hann lendir á landinu en þetta skiptir leikstjórann miklu máli. Á stórhátíðum á borð við QT-hátíð- inni í Austin liggur hann sveittur yfir röð mynda og röð kvölda enda lítur hann á sig sem „plötusnúð“. Það sé eins með kvikmyndir og danslög, þau verði að koma í sinni röð til að laða fram réttu stemn- inguna. Myndirnar þrjár sem hafa verið tilkynntar eru Snake in Monkey‘s Shadow en það er Sum Cheung sem leikstýrir myndinni og er hún frá árinu 1979. Mynd- in er eitt af brautryðjendaverkum kung fu-menningarinnar. Jade Claw er einnig frá árinu 1979 en það er I-Jung Hua sem á heiður- inn af þeirri mynd. Segir hún frá ungum manni sem hyggst hefna föður síns en þarf að læra undir- stöðuatriði hjá kennara hins látna föður en sá kann nokkur brögð sem aðeins eru á færi örfárra manna. Þriðja myndin er síðan Snakefest in Eagle’s Shadow en hún er í leikstjórn Woo-ping Yuen. Aðalhlutverkið í þeirri mynd er leikið af engum öðrum en Jackie Chan en Snakefest er ein af hans fyrstu myndum. Chan leikur hús- vörð í kung fu-skóla sem er stöðugt áreittur af nemendum skólans. Einn góðan veðurdag býðst kenn- ari til að kenna honum grundvall- aratriðin í bardagalistinni og þá verður ekki aftur snúið. Það er þegar uppselt á þetta magnaða bíópartí Tarantino en það tók íslenska kvikmynda- áhugamenn einungis 29 mínútur að kaupa þá þúsund miða sem í boði voru. Tarantino ætlar að vera á staðnum allan tímann og halda stuttar tölur inni á milli og útskýra val sitt auk þess sem hann muna svara spurningum áhorf- enda. freyrgigja@frettabladid.is BÍÓPARTÍ TARANTINO: KUNG FU-HÁTÍÐ Í HÁSKÓLABÍÓI Röð kvikmyndanna skiptir miklu máli TARANTINO Hefur valið þrjár sígíldar kung fu-myndir sem hann ætlar að sýna 30. desember. Í hvaða röð þær eru sýndar skiptir hann ekki síður miklu máli. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Ofurtala 11 13 19 24 28 6 13 15 20 30 35 2 17 13 5 3 1 7 7 7 4 8 4 7 24.12.2005 21.12.2005 20 LÁRÉTT 2 gáski 6 skyldir 8 svif 9 af 11 einnig 12 vondur 14 unna 16 skóli 17 niður 18 for 20 guð 21 traðkaði. LÓÐRÉTT 1 sjó 3 þverslá á siglutré 4 fugl 5 háttur 7 á hverju ári 10 fiskur 13 suss 15 megin 16 flík 19 holskrúfa. LAUSN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT: 2 ærsl, 6 aá, 8 áta, 9 frá, 11 og, 12 illur, 14 elska, 16 fg, 17 suð, 18 aur, 20 Ra, 21 tróð. LÓÐRÉTT: 1 hafi, 3 rá, 4 storkur, 5 lag, 7 árleg- ur, 10 áll, 13 uss, 15 aðal, 16 fat, 19 ró. HRÓSIÐ... Fær bandaríski leikarinn Kiefer Sutherland fyrir að flytja inn hljómsveitina Rocco and the Burden og heiðra okkur Íslend- inga með nærveru sinni öðru sinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.