Tíminn - 06.02.1977, Qupperneq 12

Tíminn - 06.02.1977, Qupperneq 12
12 Sunnudagur 6. febrúar 1977 Thor V i 1 hjá1msson: MANASIGÐ. tsafoldarprent- smiöja hf. Reykjavlk 1976. 381 bls. Þetta stóra verk Thors Vilhjálmssonar hefur aö mottói linur úr heimsfrægri furöusögu Lewis Carrol, LIsu I Undra- landi. Og vlst má þaö kallast undraland sem lesandi Thors er hér leiddur um: næst lagi aö nefna sviö bókarinnar hug- lendur. Og ýmis kennileiti þekkir lesandinn úr fyrri verkum höfundar. Mánasigö heldur fram likri stefnu stils- háttar og byggingarlags sem hin fyrri tvö meiri háttar skáld- rit Thors, Fljótt fljótt sagöi fuglinn og Óp bjöllunnar. Þessar bækur tengjast saman aö frásagnaraöferö og táknmáli og mynda heild, eins konar trilóglu. Onnur skáldrit Thors frá seinni árum, Folda og Fuglaskottis llkjast á hinn bóginn innbyröis og standa mun nærepiskum frásöguhætti. Nýja bókin er margbrotiö mynda- safn, skynmyndir sem auga sjá- andans stefnir aö einum punkti. Þegar sagt er aö Mánasigö lúti ekki lögmálum episks og raunsæilegs skáldskapar má ekki skilja þaö of bókstaflega. Ýmsir einstakir hlutar verksins eru fyllilega rauntrúar og ljós- lega sagöar frásagnir, sbr. lýsingu flugránsins og frásögn af hroöalegum pyndingum, en hvor tveggja þessi efnisatrlöi eru nærtæk úr þeim tlöindum sem yfir okkur steypast dag hvern. Þessar frásagnir falla aö þeirri heildarmynd nútlma- mannlífs sem verkiö vill draga upp. Þaö er llf sem er þrúgaö af minningum, heimsmynd sem hefur þanizt út en er aö sama skapi laus I sér. Og þessi „nútímamenning” elur af sér falsspámenn sem bjóöa ein- faldar lausnir og hún lyftir undir mannhatur og grimmdar- verk. Maöur situr I lest og hugsar, „haföi leitaö aö sæti þar sem von var til aö komast hjá þvl aö tala”. Þannig hefst bókin, en þótt hægt sé aö bindast oröa, veröur þaö ekki umflúiö aö - maöurinn skynjar, heyrir og sér umhverfi sitt. Og áöur en varir er hugsunin flækt I örlög aövlf- andi fólks. Augaö sér: sýnir hrannast upp, hver á aöra ofan. En hvernig geta ofhaldnar skyntaugar safnaö á einn staö þvi sem herjar á mannshugann á vorri tlö? Þessi vandi endur- speglast I verkum Thors eins og margra samtiöarhöfunda. En vert er aö leggja áherzlu á þaö sem speglun felur I sér: þaö er aö sýna vandann, en glima ekki viö hann. 1 þeirri llfsafstööu sem bækur Thors og margra samtiöarmanna hans láta uppi felst ákveöin óvirkni: maöurinn skynjar og talar, en hann er þess ómegnugur aö aöhafast nokkuö andspænis yfir- þyrmingum veraldarinnar. Enda geta athafnir leitt til hörmunga og björgunarvon mannsins má misnota og stundar þaö reyndar mjög, aö bregöa upp myndum, einatt. mjög nákvæmlega útfæröum: hefur þetta stundum veriö nefnt „smásjárathugun”. En þessar lýsingar eru lesandanum stöö- ugt settar fyrir sjónir meö hug- lægri viömiöun, gjarnan liking- máli aö ljóörænum hætti. 1 lotu- löngum, hæggengum stil Thors er hröö og áfjáö tilfinning. Þannig veröur stlllinn fullur af streitu, innbyröis átökum. Og þessi átök fara einmitt fram innbyröis, nánar tiltekiö innan Thor Viihjálmsson. getst. Og átta sig á heiminum. Saga, getur hún ekki veriö einsog vefnaöur meö stefjaspili og mynstrum, rlmi og fjallaö um llfiö og veröldina og mann- eskjur I heiminum. Þarf höfundurinn aö drepa persón- urnar til þess að kröfu skila- réttarins sé fullnægt, hver lesandi geti dregiöhræin i dilk. 1 staö þess aö lifa áfram. Og á höfundurinn að láta t vita allt? Einsog trúarbragöahöfundur. Spámaöur prestur:” Þetta er aö minni hyggju nokkuð ljós greinargerö nema þaö er auðvitaö viöfangsefni allra skálda, hvaöa aöferö sem þau aöhyllast, aö fjalla um manneskjur I heiminum. En aöferö Thors er öldungis persónuleg og hann hefur fullt tæknilegt vald á henni. Hitt kann aö vera álitamál hversu frjóvænleg þessi ritunaraöferö reynist. Verk af þessu tagi getur minnt á hringekju sem aldrei bókmenntir HUGARBURÐUR afskræma. Dæmi um þaö er hin öfgafulla paródia I þriöja hluta um sértrúarsöfnuö á leiö til guös. Mér viröist þessi hluti veikja verkiö: hann er alltof einfölduö skopmynd og stillinn I ósamræmi viö þann rithátt sem ella er á bókinni. En þannig talar boöberinn: „Maöur veröur aö vera harður og ósveigjan- legur þegar djöfullinn er annars vegar. Þaö dugir ekki sakleysiö eitt og góður vilji. Þaö er einsog meö kommúnistana, þú mátt ekki rétta þeim litla putta. Djöfullinn fullkomnar aðferöir slnar. Hann fylgist meö timanum. Núna beitir hann kommúnistunum fyrir sig. Þeir starfa á hans vegum.” Stilshætti Thors Vilhjálms- sonar hefur svo oft veriö lýst aö þarflaust er aö auka miklu viö hér. Einkenni stilsins er hin sl- fellda huglægni hans og um leiö ljóöræna. Þetta er þaö sem skýrast greinir bækur Thors frá þeirri sagnaritun sem mest hefur veriö uppi höfö á Islandi, hinni eplsku raunsæishefð. Thor höfuöskelja sjáandans. Myndir Thors eru, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki athuganir á ytri veruleika, þvi sem veröur meö augum séö. Lesandinn fær þær ekki upp I hendur fullbúnar til þess aö viröa þær fyrir sér, heldur fylgist meö „fram- köllkun” þeirra, I hugar- fylgsnum þess sem sér. Þetta hygg ég aö hver lesandi geti sannprófað af eigin raun. En til skýringar má taka nokkrar linur nánast af handa hófi, úr fyrsta hluta, áttunda kafla: „A flyglinum stóö mynd: negragrima úr viöi næstum hvitum. Viöurinn varhrjúfur aö sjá: andlitiö nær ferhyrnt: nef langt og mjótt, og náöi frá hárs- rótum meö broddinn einsog örvarodd næstum niður á munn: þaö var einsog beint strik niður af þvi. Likt og pýra- mida væri klesst utan I andlitiö, og skellt dálitlu undan grunn- fletinum. Munnurinn kringlóttur minnti á hróp manns á skipi um nótt upp I vindinn á hafinu. Augun voru tvö stór göt I gegn þar sem tómiö öðrumegin getur horft á tómið hinumegin.” Þaö hefur einatt veriö haft á orði aö bækur Thors Vilhjálms- sonar séu erfiöar. Og þvl skal ekki neitaö: lesendum sem vanir eru greiöfærum sögum getur vafalaust reynzt seinfariö um þessa stóru bók. En hér er lika ýmisiegt aö sjá. Þó hygg ég aö Mánasigö sé krókótt úr hófi fram og heföi unnið viö stytt- ingu. En þeim lesendum sem umfram allt vilja fá „sögu” svarar höfundur skemmtilega I samtali eftir aö sagt hefur verið frá flugráninu. Stúlkan vill fá aö vita meira um fólkiö I vélinni, fer fram á aö sagan „byrji ein- hversstaðar svo maöur geti áttað sig, og endi skipulega.” Hvaö geturðu vitaö? Viltu aö höfundurinn ljúgi meiru, ljúgi lengra, veiti þér öryggi, sefji þig. Svæfi þig I staðinn fyrir aö vekja... Skiptir ekki mestu máli aö lifa slnu lifi meö sem fyllst- um og ýtrustum hætti. Neyta skynfæra sinna og njóta þegar kemst á leiöarenda. En vita- skuld ber að sama brunni: sú lifssýn sem hér birtist gerir ekki ráö fyrir neinum leiö'arenda. Táknmál þessarar bókar tengirhana fyrri verkum Thors, eins og sagt var i upphafi. Mánasigöer ofin goöfræöilegum táknum. Máninn sjálfur veröur eins konar magiskt tákn yfir heimi verksins. Hér eru lika dýratákn sem áöur hafa komið fyrir hjá höfundinum (hestur, fugl) og goösagnaminniö um Ledu og svaninn rekumst viö einnig á. 1 siðasta hlutanum er táknmálinu skipaö saman. En leiöarminnið er ef til vill augaö og er fróölegt aö athuga hversu það birtist I ýmsum samböndum. Þessi bók er stærra viöfangs- efni en svo aö ein blaöagrein nái út yfir hana, enda hefur hér fátt veriö taliö. Osagt skal látiö hvort Mánasigö tekur fyrri ritum Thors Vilhjálmssonar fram. En vissulega er hún eitt af meginverkum hans. Gunnar Stefánsson Árbók Landsbókasafns: Nýtt og vandað bindi komið út Arbók Landsbókasafns 1975 er komin út fyrir nokkru. Er hún 1. bindi I nýjum flokki, er flytja mun árlega einkum greinar um is- lenzka bókfræöi og bókmenntir auk skýrslu landsbókavaröar um starfsemi safnsins á liönu ári. tslenzk bókaskrá, er birt var i Arbókinni um langt árabil, er nú gefin út sem sérstakt rit, og eru þegar komin tvö bindi, Islenzk bókaskrá 1974 og 1975 prentaöar 1975 og 1976. Efni Arbókarinnar 1975 er sem hér segir: Siguröur Þórarinsson ritar um Þorstein Magnússon og Kötlugosiö 1625 I tilefni af þvi, aö Landsbókasafn eignaöist nýlega iturfágætt kver á dönsku um gos- iö, prentaö i Kaupmannahöfn 1627. Nanna ólafsdóttir hefur valiö og búiö til prentunar nokkur bréf Sveins læknis Pálssonar, er lýsa hvoru tvéggja læknisstörfum hans og jaröfræðirannsóknum. Þá eru I bindinu tvö erindi, flutt á Gutenbergssýningu I nóvember 1975, erindi Haralds Sigurössonar um bókagerö Guöbrands Þorlákssonar biskups I minningu fjögurra alda afmælis hennar (1575-1975), og Bókaspjall Finn- boga Guömundssonar, þar sem rifjaö er upp sitthvaö um íslenzk- ar bækur, bæöi fornar og nýjar. Olafur F. Hjartar ritar langa grein um Norödahl Grieg og Friheten, ljóöabók hans, er kom út i Reykjavik skömmu eftir lát hans, en sum kvæöanna munu lifa lengi meö tslendingum vegna snjallra þýðinga Magnúsar Asgeirssonar. Seinast i Árbókinni fer svo skýrsla landsbókavaröar um Landsbókasafniö 1975. A kápusiöu er þess getið, aö menn geti gerzt áskrifendur að Arbókinni meö þvi aö hafa sam- band viö Tómas Helgason hús- vörö Safnahússins, er annast af- greiöslu rita safnsins. Eldri flokkur Arbókarinnar, 1,- 31. árg., er enn fáanlegur og kost- ar allur á viö eina bók nú á dög- um. taá tegd teá taá tgsj tagj tagj tggi tngi tggi tggj Við sýnum enn — Lítið í gluggana íslenzk húsgögn fyrír íslenzk heimili

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.