Tíminn - 06.02.1977, Page 30
30
Sunni iagur 6. febrúar 1977
Nú-Tíminn
★ ★★★★★★★
Lárus: Það er misjafnt. Viö
semjum mikið saman, t.d. mik-
ið á æfingum.
Nútlminn: En hvers vegna
enskir textar?
Lárus: Söngvararnir hjá okk-
ur hafa mikið ráðið þvi, þykir
sennilega erfiðara að syngja is-
Ienzkuna.
Nútiminn: Þið litiö að sjálf-
sögðu á ykkur sem tónlistar-
menn, — teljið þið ykkur ekki
hafa skyldur við textann?
Haraldur: Jú að sjálfsögðu!
Lárus: Jú, en það er kannski
eitt i þessu. Textarnir við þessi
lög voru margir til áöur en plat-
an var gerð. T.d. er Stormy
Monday gamalt, erlent lag og
textinn fyrir hendi.
Haraldur: Yfirleitt segja
textarnir i Islenzka poppinu ekki
neitt. Þetta er svona til aö ýta
undir fólk við drykkju i heima-
húsum og dans á diskótekum.
Sennilega höfðum viö eitthvaö
svipaö i huga, þegar textarnir
uröu til. Við vildum einfalda
skemmtitexta og leggja siöan
meiri áherzlu á tónlistina.
Nútiminn: Og vinsældir plöt-
unnar?
Þorsteinn: Ætli danstónlistin
sé ekki vinsælli, á diskótekum
t.d.
Haraldur: Við leikum
náttúrulega meira danstónlist
þar sem við komum fram.
Nútiminn: Leikið þið ein-
göngu danstónlist á böllum?
Haraidur: Nei, við byrjum á
henni og skjótum hinu inn, ann-
ars fer þetta mest eftir fólkinu.
Það þekkja allir dansleiksand-
ann. Eins og einhver góður
maður sagöi i útvarp um dag-
inn: Brennivinið er númer 1, 2,
3, 4.... og tónlistin kannski I
tuttugasta sæti.
Þorsteinn: Ég gæti samt trú-
að, að platan seljist fremur
vegna hljóðfæratónlistarinnar.
Nútiminn: Og þið leggiö lika
alla áherzlu á tónlistina, ekki
ljóðin?
Lárus: Við geröum það á siö-
ustu plötu já.
Gunter: En góðir islenzkir
textar eru framtiðin.
Lárus: Við stefnum að þvi.
Haraidur: Já, við erum
a.m.k. farnir að tala um þaö og
reynum að gera okkur grein
Nútiminn tók sig nýlega til og hitti að máli hljóm-
sveitarmeðlimi Eikar. Tilefnið var fyrsta breið-
skífa þeirra félaga, Speglun, sem út kom um jólin.
Þessi plata, þokkaleg í alla staði og stórgóð á köfl-
um, er ágæt þverskurðarmynd af því, sem Eik hef-
ur verið að gera, a.m.k. síðastliðið ár.
Þegar nýskipaður spyrill Nútímans kom á vett-
vang, voru þrir meðlimir af fimm mættir, og það
látið gott heita. Þessir voru: Lárus Halldór Gríms-
son, leikur einkum á píanó, orgel, synthesizer og
flautu, Haraldur Þorsteinsson, sem leikur á bassa,
og Þorsteinn Magnússon á raf magnsgifar, kassa-
gítar og hifli. Auk þeirra starfa i hljcmsveitinni:
Sigurður Kristmann Sigurðsson, söngvarinn, og
ólafur Júlíusson Kolbeins, trommuleikari hljóm-
sveitarinnar.
Þorsteinn: Jú.kannski, en það
er ekki sama hverjir það eru.
Það var trommuleikari með
Rifsberja einu sinni, og þó að
hann hefði ekki atvinnuleyfi,
var hann ekki rekinn úr landi.
Ekki gekk spyrli Nútimans
vel að fá strákana i Eik til að
ræða persónuleg efni, þeir voru
hógværir i meira lagi. Einn
maður var þarna i stofunni
ónefndur.Hánn kalTaðiisig Gunt-
er og vildi engu öðru nafni heita,
en kynnti sig að ööru leyti sem
hugmy ndafræðing hljóm-
sveitarinnar.
Nútiminn: Þið eruð atvinnu-
menn i tónlist, ekki satt?
Lárus: Jú, siðastliðin tvö ár
a.m.k.
Haraidur: Nákvæmlega tvö
ár, frá áramótunum ’74-’75.
Brennivínið er númer
1, 2, 3, 4, og tónlist-
in kannski í 20. sæti
Nei, strákarnir í Eik hafa ekki þessa
skoðun, en hins vegar er þetta haft
eftir einhverjum góðum manni í þessu
viðtali við hljómsveitina
Nútiminn: Hvað er þá að
segja um feril Eikar?
Haraidur: Eik var stofnuð um
páskaleytið 1972 og voru þá I
hljómsveitinni ólafur Sigurös-
son á trommur, Gestur Guðna á
gitar og ég á bassa. Hálfu ári
seinna eða svo bættist Þorsteinn
Magnússon i hópinn, þá leið enn
hálft ár unz Lárus Grimsson og
negrarnir tveir komu inn.
Negrarnir hættu stuttu siðar,
einnig Gestur, og Arni kom til
okkar sem söngvari. Þannig
starfaði hljómsveitin i um það
bil tvö ár eða þangað til Arni
hætti. i svona tvo til þrjá mán-
uði þar á eftir vorum viö bara
fjórir og lékum eingöngu hljóö-
færa — („instrumental”) tón-
list. Siðan söng Herbert með
okkur i stuttan tima, en Sigúrð-
ur Sigurösson tók svo við af hon-
um. Um áramótin ’75-’76 hætti
Ólafur trommuleikari, I hans
stað kom ólafur Kolbeins, og
þannig hefurhljómsveitin starf-
að sfðan.
Nútiminn: Var Eikin vinsæl i
upphafi?
Haraldur: Já, kannski hjá
ákveðnum hópi fólks.Við lékum
mikið á hljómleikum, einnig
skóladansleikjum hjá mennta-
skólanemum. Þegar Herbert
kom, urðum við vinsælli hjá al-
menningi.
Þorsteinn: Þá fórum við að
leika meira danstónlist og
flökkuðum um allt land.
Haraldur: Aður, þegar Arni
var með okkur, voru 99% af
lögunum frumsamin.
Nútiminn: Hvernig hefur
hljómsveitin annars þróazt og
breytzt?
Þorsteinn: Við vorum eigin-
lega miklu þyngri.
Haraldur: Ég man eftir þvi,
aö þegar við vorum þrir og
Steini bættist I hópinn, æfðum
við á hverju einasta kvöldi i
heilan vetur, og það var ekki
eitt einasta lag á efnisskránni.
Þorsteinn: Og þá lékum við
aldrei opinberlega.
Haraldur: Það voru jafnvel
aðrir meö okkur, þetta wvar
eiginlega hóplifun (,,jam sessi-
on”).
Nútiminn: Negrarnir, hvers
vegna komu þeir til ykkar?
Þorsteinn: Það var alveg
óvart.
Haraldur: Þeim var bent á
okkur og voru bara allt i einu
mættir þarna. Við vorum að æfa
og þeir fóru strax að syngja.
Lárus: Þeir sungu báðir og
annar lék á „percussion”.
Nútiminn: Var þetta
skemmtilegt timabil?
Haraldur: Ja, sól Eikar byrj-
aði að skina, þetta var sem sagt
auglýsing.
Lárus: Maður kynntist þvi
lika hvað Islendingar eru miklir
svertingjahatarar.
Þorsteinn: Móttökurnar, sem
þeir fengu hjá yfirvöldum,
bentu a.m.k. ekki til annars.
Haraldur: i Klúbbnum var
lika öskrað á þá: Komið þið
ykkur i burtu svertingjafifl.
Lárus: Þeir fengu ekki at-
vinnuleyfi, og þegar þeir komu
fram opinberlega, voru þeir
reknir úr landi meö sólarhrings
fyrirvara.
Nútiminn: Var þá ekki veriö
aö gæta hagsmuna islenzkra
tónlistarmanna?
Nútiminn: Og er eitthvað upp
úr þessu að hafa annað en
ánægjuna?
Gúnter: Blóö, svita og tár.
Haraldur: Orugglega ekki
mikla peninga. Þetta er sjálf-
sagt fyrst og fremst hugsjón.
Nútiminn: Náðargáfa eða
vinna?
Þorsteinn: Hvorutveggja.
Haraldur: Einkum og aðal-
lega þó vinna.
Nútiminn: Æfiö þið mikið?
Haraldur: Við byrjum klukk-
an tiu á morgnana og erum að
fram eftir degi.
Lárus: Og svo þarf að sjá um
rekstrarhliðina á þessu.
Gunter:Þeir sjá um allt sjálf-
ir, hljómtækin, uppsetningu og
piötuútgáfu. T.d. sáu þeir alveg
um brot og limingu á plötuum-
slagi, sem flestir kaupa fullunn-
ið að utan.
Nútiminn: Enginn rótari?
Lárus: Nei, rótarar eru bara
ljótirog leiðinlegir strákar, sem
eyðileggja fyrir manni hljóð-
færin.
Þorsteinn: Það undrast lika
allir hvað litið sér á tækjunum
hjá okkur.
Nútiminn: En hvar liggja
ræturnar? — Einhver uppá-
halds tónlist og tónlistarmenn?
Haraldur: Bandariskur nú-
timadjass væntanlega.
Gunter: Og „funk”.
Nútiminn: Og hvenær byrjuð-
uð þið á þessum ósköpum?
Haraldur: Tiu ára var ég far-
inn að glamra áklassiskan skáta-
gitar, sem ég stal frá systur
minni. Arið 1967 byrjaði ég i
Sókrates, svo fór ég i Litla mat-
jurtagarðinn, siðan i Pops og
loks I Eik.
Þorsteinn: Já maður byrjaði
náttúrulega fyrir lifandi löngu.
Ég var svona 14-15 ára, þegar ég
fór að leika með Halla, Lalla og
Arna Sigurðs, það var Mat-
jurtagarðurinn. '
Nútiminn: Matjurtagarður-
inn?
Haraidur: Hann var stofnað-
ur ’69 af mér og Þórði Arnasyni,
Kristmundi Jónassyni og Egg-
ert ólafssyni. Við vorum fast-
ráðnir i heilan vetur hjá Las
Vegas. Matjurtagarðurinn lagð-
ist svo niður, þegar ég fór i
Pops, en við stofnuðum hann
aftur ’72. Spiluðum litið opin-
berlega en þó t.d. á fermingar-
hátiö i Templarahöllinni.
Lárus: A miðnætti sagði
presturinn: Börnin min farið þið
nú beina leið heim. — Þakka
ykkur fyrir strákar minir.
Nútiminn: Þú ert tónskóla-
menntaður Lárus?
Lárus: Já svolitið, ég lærði á
flautu i fimm ár. 1 Matjurta-
garðinum lék ég á gitar, en ein-
göngu á flautu fyrsta árið i Eik.
Fyrir svona þremur árum byrj-
aði ég að leika á hljómborð.
Nútiminn: Hlustarðu eitthvað
á sigilda tónlist? (Spyrillinn
þóttist sjá slik plötuumslög uppi'
i hillu).
Lárus: 1 skólanum lék ég eðli-
lega og hlustaði mikiö á klass-
iska tónlist, en ekki upp á sið-
kastiö.
Nútiminn: Nú er þessu haldið
að okkur I útvarpi, — telurðu að
þetta sé ekkert fyrir okkur?
Lárus: Ég er ekkert ofsalega
hlynntur þvi að verið sé aö
halda mikið uppá þessa gömlu
tónlist. Þaö er svo mikið samið
af alls kyns tónlist i dag, bæði
fyrir sinfóniuhljómsveitir og
aörar, sem enginn fær að heyra
af þvi alltaf er verið að hamra á
Strauss-völsunum og annarri
tónlist eldri. Þessi tónlist á ekki
mikiö erindi til okkar I dag og
tilheyrir liðinni tið. — Þó ekki
alveg.
Nútiminn: Platan ykkar nýja
hefur tvær fremur ólikar hliðar,
þetta er af vilja gert er ekki
svo?
Haraldur: Jú.
Gunter: Hún heitir Speglun og
speglar tvær hliðar á hljóm-
syeitinni.
Nútiminn: Fellur ykkur önnur
hliðin betur?
Lárus: Ja, manni finnst
kannski hljóðfæralögin
skemmtilegri. Viö hlustum
meira á svoleiðis tónlist, • sem
þýöir þó ekki að okkur leiðist
hin.
Nútiminn: Nú eru öll lögin
nema eitt frumsamin og yfir-
leitt einn ykkar skrifaður fyrir
hverju lagi. Þýöir þetta, að þið
semjið mest i einrúmi?