Fréttablaðið - 01.02.2006, Page 2
2 1. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR
Skráning fer fram á www.landsbanki.is og í Þjónustuveri bankans í síma
410 4000. Allar nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara er að finna á
www.landsbanki.is. Í boði eru kaffi og veitingar. Fundargestir verða leystir
út með lítilli gjöf.
410 4000 | www.landsbanki.is
Fimmtudagskvöld
eru fjármálakvöld
Fyrirlestur í útibúi Landsbankans á Akranesi,
fimmtudagskvöld kl. 20
- Efnahagsmál í upphafi árs
- Hvar liggja fjárfestingatækifærin?
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
10
26
02
/2
00
6
Bruni í bíl Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins var kallað út í gær vegna elds
í bíl á bílastæði við Kennaraháskóla
Íslands. Ekki var mikill eldur í bílnum og
gekk vel að ráða niðurlögum hans.
LÖGREGLUFRÉTT
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
LÖGREGLUMÁL Ungur maður hefur
gert sér það að leik undanfarnar
vikur að senda vinalegan póst á
netföng stúlkna í Verslunarskóla
Íslands og hótar þeim svo öllu illu
hafi þær ekki áhuga á samskiptum
við hann.
Hefur Sölvi Sveinsson skóla-
stjóri beint þeim tilmælum til
nemenda sinna að láta loka fyrir
öll hotmail netföng sín en það er á
vefsíðum nemendafélags Verslun-
arskólans sem þau netföng liggja
fyrir augum allra sem þangað inn
fara. Nemendur margir geyma
enn fremur símanúmer sín þar og
Fréttablaðið hefur heimild fyrir
að í allavega eitt skipti hafi við-
komandi maður ekki látið svívirð-
ingar á netinu nægja heldur einnig
hringt í eina stúlkuna og haft í
frammi hótanir við hana. - aöe
SÖLVI SVEINSSON Skólastjórinn sendi
viðvörun til nemenda vegna manns sem
áreitir ungar stúlkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Verslunarskóli Íslands:
Maður áreitir
ungar stúlkur
SPURNING DAGSINS
Elín, var Óli Geir ljótur
strákur?
„Eigum við ekki að segja að hann hafi
verið óþekkur.“
Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri fegurð-
arsamkeppninnar Herra Ísland, þótti Ólafur
Geir Jónsson ekki vera til fyrirmyndar og
svipti hann titlinum.
VINNUMARKAÐUR Formenn lands-
sambanda innan ASÍ hittust í gær
til að ræða ákvörðun Launanefnd-
ar sveitarfélaga um að heimila 24-
32 þúsunda króna blandaða launa-
hækkun til þeirra lægst launuðu
hjá sveitarfélögunum.
Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri ASÍ, segir að nið-
urstaða fundarins hafi verið sú að
halda áfram greiningu og skoðun á
því hvaða áhrif ákvörðunin hefur
og jafnframt að óska eftir fundi
með atvinnurekendum til að fara
yfir þá stöðu sem komin er upp og
leggja mat á hana. Það er ljóst að
það er og verður umræða í gangi
í okkar hreyfingu um þetta,“ segir
hann. Væntingar eru hjá fólki
innan ASÍ að hækkun lægstu launa
hjá sveitarfélögunum nái líka til
launþega á almennum markaði og
starfsmanna hjá ríkinu.
„Það þarf að ræða þetta og
greina hvernig það geti gerst.
Fyrsta skrefið er að funda með
Samtökum atvinnulífsins en jafn-
framt þarf að eiga sér stað fund-
ur með stjórnvöldum. Málið er
ekki einfalt. Það er ekki sjálfgefið
hvernig það verður gert.“
S t a r fs g r e i n a s a m b a n d i ð ,
stærsta sambandið innan ASÍ, mun
fjalla um ákvörðun Launanefndar
á formannafundi í næstu viku. - ghs
Formenn innan Alþýðusambands Íslands ræddu ákvörðun Launanefndar:
Óska eftir viðræðum SA
FORMENN INNAN ASÍ FUNDA Niðurstaða formannafundar landssambanda ASÍ í gær var sú
að fara yfir stöðuna með atvinnurekendum og óska eftir fundi með stjórnvöldum.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
VINNUMARKAÐUR Aðeins tvær
starfsmannaleigur höfðu tilkynnt
sig á vef Vinnumálastofnunar
síðdegis í gær. Þetta eru íslenska
starfsmannaleigan 2b og norska
starfsmannaleigan Holtan Ind-
ustrier. Holtan Industrier hafði
ekki gefið upplýsingar um neinn
starfsmann og hefur ekki haft
neina starfsemi hér svo vitað sé
en 2b tilkynnti um pólskan starfs-
mann.
Talið er að vel á annan tug
starfsmannaleigna séu starf-
andi hér á landi með hundruð
eða þúsundir starfsmanna og
má búast við að þær hafi gengið
frá skráningu í gærkvöld en sú
stærsta, Epalmo Europe, sem að
sögn Halldórs Grönvold, aðstoð-
arframkvæmdastjóra ASÍ, hefur
vel á annað hundrað Portúgala
starfandi hér, hafði ekki skráð sig
síðdegis í gær.
Halldór segir að starfsmenn
ASÍ fari strax í dag að bera saman
bækur sínar við lista Vinnumála-
stofnunar og láta stofnunina vita
af þeim starfsmannaleigum sem
starfandi eru og hafa ekki skráð
sig. Í framhaldinu býst hann við
að stofnunin sendi leigunum bréf,
bendi þeim á skyldur sínar og gefi
þeim frest til að uppfylla þær.
„Við gerum kröfu um að gengið
verði fast eftir því að fylgjast með
lögunum í framkvæmd þannig að
þessar reglur skipta máli. Nú eru
komnar heimildir sem skipta máli
sem ekki voru til áður. Heimild
til að stöðva starfsemi er kannski
það mikilvægasta,“ segir Halldór.
„Ef starfsemi starfsmanna-
leigu er stöðvuð og lögreglan
kannski látin stöðva 10-20 starfs-
menn sem kunna að vera á hennar
vegum þá eru miklir hagsmunir í
húfi. Þessir hagsmunir eru meiri
en sektarheimildir því að menn
geta skotið sér undan að greiða
þær. Þetta er því langmikilvæg-
asta verkfærið.“ Halldór telur að
með lögunum sé búið að kippa
fótunum undan starfsemi starfs-
mannaleiga á Íslandi en 1. maí
taka gildi reglur um frjálsa för
vinnuafls gagnvart nýju aðild-
arríkjum Evrópusambandsins.
Hvað gerist þá veit enginn.
„Það eina sem er ljóst er að
frjáls för mun taka gildi 1. maí
gagnvart aðildarríkjum ESB ef
ekkert verður að gert. Það er
heimild til að fresta þessu um allt
að þrjú ár til viðbótar til að byrja
með og svo geta stjórnvöld grip-
ið til annarra ráðstafana eins og
mörg lönd í kringum okkar hafa
gert.“ ghs@frettabladid.is
Mögulegt að stöðva
starfsmannaleigur
Tvær starfsmannaleigur höfðu tilkynnt sig til Vinnumálastofnunar síðdegis í
gær. ASÍ mun fylgjast með því að starfsmannaleigur tilkynni sig samkvæmt
lögum. Heimild er til að stöðva starfsemi þeirra.
NÝJAR REGLUR UM STARFSMANNALEIGUR Starfsmannaleigur eiga að hafa tilkynnt starfsemi sína og fulltrúa sinn til Vinnumálastofnunar frá
og með í dag. Tvær starfsmannaleigur höfðu gert það síðdegis í gær, 2b og Holtan Industrier. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SJÁVARÚTVEGUR Íslenskum skipum
hefur verið leyft að veiða 47.219
lestir af loðnu til aprílloka. Til
samanburðar lagði Hafrann-
sóknastofnunin til 780 þúsund
tonna loðnukvóta fyrir ári síðan.
Sveinn Sveinbjörnsson, leið-
angurstjóri við loðnuleit á skipi
Hafrannsóknastofnunarinnar,
Árna Friðrikssyni, segir enn verið
að mæla loðnustofninn: „Hingað
til hefur þetta verið tætingslegt
og enginn kraftur í göngunum,
þangað til núna að við mælum nóg
til þess að hefja vertíðina.“
Sveinn segir að ekki hafi náðst
að skoða öll svæði. Kvótinn nú
tryggi að ekki verði gengið á
hrygningarstofninn. Friðrik J.
Arngrímsson, framkvæmdastjóri
LÍÚ, segir skip þegar lögð af stað
til veiða. Útgerðarmenn reikni
með að kvótinn hækki við frekari
leit Hafrannsóknastofnunarinnar.
Sjávarútvegsráðuneytið til-
kynnti um kvótann í gær og gaf
jafnframt út reglugerð sem heim-
ilar veiðarnar eingöngu með flot-
vörpu innan ákveðins svæðis úti
fyrir Austfjörðum frá 6. febrúar.
Einar K. Guðfinnsson sjávar-
útvegsráðherra ritar á heimasíðu
sína að sjálfsagt sé að menn fái
aðlögunartíma vegna takmarkana
á notkun flottrolls. Tillagan sé
byggð á ráðleggingum Hafrann-
sóknastofnunarinnar og hafi verið
kynnt á aðalfundi Landssambands
íslenskra útvegsmanna í haust og
á Alþingi. ■
Íslensk skip fá aðeins brot af loðnukvóta miðað við í fyrra:
Hrygningarstofninn tryggður
ÁRNI FRIÐRIKSSON Loðnuleitarstjórinn
segir útlitið ekki svo svart þó að loðnan
hafi ekki fundist. Frá árinu 2000 hafi loðnu-
torfurnar fundist í janúar eða febrúar.
FJÖLMIÐLAR Fjölmargar tilnefn-
ingar hafa þegar borist frá les-
endum blaðsins vegna samfé-
lagsverðlauna Fréttablaðsins,
bæði um einstaklinga og félaga-
samtök.
Steinunn Stefánsdóttir, rit-
stjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu
og formaður dómnefndar, segir
fólk hafa komið með tilnefning-
ar í gegnum netið og með pósti.
Tilnefningar hafi borist í alla
flokkana, sex að tölu.
„Ég hvet fólk eindregið til að
halda áfram að senda inn tilnefn-
ingar,“ segir Steinunn. Tekið
verður við tilnefningum til 16.
febrúar. - gag
Samfélagsverðlaun:
Fjölmargar
tilnefningar
VARNARMÁL Viðræður um varnar-
mál milli Íslands og Bandaríkj-
anna hefjast að nýju á fimmtudag
í Washington-borg.
Geir H. Haarde utanríkisráð-
herra og Nick Burns, aðstoðar-
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, ákváðu að stefnt yrði að
fundinum þegar þeir hittust í
Lundúnum í gær.
Í grein eftir Val Ingimundar-
son, sem birtist í bresku fræði-
riti, kemur fram að Bandaríkja-
menn hafi viljað að einstök NATO
ríki tækju að sér að verja íslensku
lofthelgina. Fullyrðir Valur að
þeir hafi lagt áherslu á þetta í
varnarviðræðunum árið 2004.
Ekki náðist í Geir H. Haarde
utanríkisráðherra í gær. - gag
Varnarsamningurinn:
Viðræður hefj-
ast á morgun
Íkveikja í Skeifunni Kveikt var í
ruslagámi fyrir utan Polsen í Skeifunni í
gærkvöld. Varðstjóri slökkviliðsins sagði
að pappír hefði verið raðaður upp til að
kveikja í hurð. Það hefði ekki gengið. Því
var kveikt í ruslagámnum. Engin hætta
var þó á ferð, þar sem logarnir náðu
ekki í húsið.
Útköll slökkviliðsins Fimmtíu
sjúkraflutningar voru frá miðnætti
þriðjudags og að tíu í gærkvöld. Það
þykir róleg vakt hjá slökkviliðinu þar
sem þeir ná oft fimmtíu flutningum á
dagvaktinni einni.
SLÖKKVILIÐIÐ