Fréttablaðið - 01.02.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 01.02.2006, Síða 4
4 1. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR SPÁNN, AP Forsætisráðherra Spán- ar, Jose Luis Rodriguez Zapatero, hélt í gær í heimsókn í hólmlendur Spánar á strönd Norður-Afríku, borgirnar Melilla og Ceuta. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn for- sætisráðherra þangað í aldar- fjórðung. Íbúar borganna, sem og Afr- íkubúar sem vonast eftir innflytj- endaleyfum til Spánar, fögnuðu honum vel, en búast má við að heimsóknin auki stirðleika í sam- skiptum Spánar og Marokkó, því stjórnvöld í Marokkó gera tilkall til yfirráða yfir borgunum tveim- ur sem hafa verið undir spænskri stjórn öldum saman. Í haust flykktust hundruð langt að kom- inna Afríkubúa yfir til borganna í von um betra líf í Evrópu. - smk Forsætisráðherra Spánar: Heimsækir hólmlendur BAUGSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur synjaði í gær kröfum verj- enda í Baugsmálinu um að átta ákæruliðir, sem eru til meðferðar dómstóla, yrðu teknir allir fyrir í senn þann 9. og 10. febrúar næst- komandi. Þar með stendur fyrir ákvörðun dómara um að fjórir ákæruliðir, sem snúa að endur- skoðendum Baugs, verði teknir til aðalmeðferðar áðurgreinda daga en hinir fjórir í byrjun marsmánaðar. Dómstóllinn vísaði jafnframt frá kröfu verjenda um að mál allra sakborninga yrði tekið fyrir samtímis. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort úrskurð- urinn verður kærður til Hæsta- réttar. Niðurstaðan er andstæð því sem við höfum verið að sækj- ast eftir. Við höfum eindregið leit- að eftir því að hinir ákærðu fái málið dæmt og það gildir um þá alla,“ segir Gestur. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, vildi ekki tjá sig um niðurstöðu dómsins í gær en hann mótmælti því einnig í síðustu viku að málið yrði slitið í sundur. Ólíkt verjendunum vildi hann að allt málið yrði tekið fyrir í byrjun mars. Hann kannar jafnframt grund- völl fyrir nýrri málshöfðun á grundvelli þeirra 32 ákæra í Baugsmálinu sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í fyrra. - jh SIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON SAKSÓKN- ARI OG GESTUR JÓNSSON VERJANDI Mál stjórnenda Baugs verður að mestum líkum tekið til aðalmeðferðar í byrjun mars. Héraðsdómur synjar einni kröfu verjenda í Baugsmálinu og vísar annarri frá: Baugsmálinu verður skipt FRÉTTABLAÐIÐ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og síðast sendiherra í Danmörku, hefur verið ráðinn ritstjóri Frétta- blaðsins en hann mun starfa við hlið Kára Jónassonar, núverandi ritstjóra, frá 23. febrúar. Þorsteinn starfaði sem blaða- maður á Morgunblaðinu meðfram námi frá 1970 til 1974 en þá lauk hann lögfræðinámi og réð sig í fullt starf til Morgunblaðsins. Ári síðar var hann ráðinn ritstjóri Vísis og gegndi því embætti í fjögur ár. Þorsteinn segist hlakka til þess að snúa aftur í ritstjórastólinn. „Það er rúmur aldarfjórðungur síðan ég yfirgaf ritstjórastólinn á Vísi og síðan hefur ýmislegt á daga mína drifið. Það hefur mikið breyst á fjölmiðlamarkaði hér á landi á síðustu árum og það eru ögrandi verkefni framundan. Ég trúi því ekki öðru en að þetta verði skemmtilegt viðfangsefni.“ Þorsteinn segist ekki gera ráð fyrir því að breyta ritstjórn- arstefnu Fréttablaðsins mikið. „Fréttablaðið hefur verið í mjög örri framþróun og það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með henni. Það hefur þróast vel fram á við og vonandi gerir Fréttablaðið það áfram. Mér finnst miklu máli skipta að blöð þróist en taki ekki kollsteypum og ég mun leggja mitt lóð á þá vogarskálar í samvinnu við það fólk sem hér starfar. Það eru engin áform um miklar breyt- ingar með minni komu en vonandi getum við haldið áfram að gera Fréttablaðið sterkara og öflugra en það er.“ Þorsteinn segist ekki geta leynt því að blaðamennsk- an hafi staðið honum nærri frá gamalli tíð og því hafi það heillað hann sérstaklega að snúa aftur á þessum tímamótum í heim fjölmiðlanna að nýju. „Ég hef nú setið á friðarstóli sendiherrans í sex ár og því var það vandasamt að ákveða hvað ég tæki mér fyrir hendur þegar heim kæmi. En það hefur alltaf freistað mín að takast aftur á við blaðamennsku að lokn- um störfum á vettvangi stjórn- málanna. Blaðamennska var fyrsta starfið sem ég gegndi eftir að ég lauk háskólaprófi og þetta hefur staðið nærri mér síðan, þar sem mér þótti þetta einstaklega gefandi og skemmtilegt starf.“ Fréttablaðið hefur af sumum verið talið draga taum eigenda sinna í umfjöllun í blaðinu og hafa þá spjótin oft og tíðum beinst að ritstjórn, sem ber ábyrgð á skrif- um í blaðinu. Þorsteinn segir það vera eitt af mest áríðandi verk- efnum fjölmiðla að geta þolað gagnrýni úr öllum áttum. „Þegar ég var ritstjóri á Vísi þá voru miklar deilur um útgáfu blaðsins og ég þekki því þess konar álag af eigin raun. Ég held að það sé eitt af því sem allir fjölmiðlar verða að geta sætt sig við, að þeir geta með einhverjum hætti dregist inn í þjóðfélagsumræðuna um leið og þeir taka þátt í henni. Ef það á að gusta um fjölmiðla á annað borð þá verða menn að vera reiðubúnir til þess að standa gustinn af sér.“ magnush@frettabladid.is Fjölmiðlar þoli gagnrýni Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sendiherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, mun senn taka við ritstjórastarfi hjá Fréttablaðinu. Ritstjórnarstefna Fréttablaðsins mun að sögn Þorsteins ekki breytast mikið með hans tilkomu. Álagið sem starfinu fylgir er honum mikið tilhlökkunarefni. ÞORSTEINN RÆÐIR VIÐ BLAÐAMANN Á HEIMILI SÍNU Eftir langan feril í stjórnmálum hefur Þorsteinn ákveðið að snúa sér að nýju að blaðamennsku. Hann starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu eftir að hann lauk lögfræðinámi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 31.01.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 62,28 62,58 Sterlingspund 110,37 110,91 Evra 75,33 75,75 Dönsk króna 10,09 10,15 Norsk króna 9,305 9,359 Sænsk króna 8,163 8,211 Japanskt jen 0,5312 0,5344 SDR 90,13 90,67 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 105,5128 BANDARÍKIN, AP Bandaríkjaþing staðfesti nýjan hæstaréttardóm- ara í gær, þann 110. í sögu lands- ins. Samuel A. Alito Jr. var kosinn með afar naumum meirihluta, 58 atkvæði gegn 42. Hann hlaut öll atkvæði repúblikana nema eitt á meðan allir demókratarnir nema fjórir greiddu atkvæði gegn honum. Alito var lögmaður fyrir ríkis- stjórn Ronalds Reagan og hefur jafnframt starfað sem lögmað- ur og dómari í áfrýjunardómstól Bandaríkjanna. George W. Bush tilnefndi Alito, en störf hans innan Reagan-stjórnarinnar ollu mestum deilum meðal þingmanna. - smk Bandaríkjaþing: Nýr hæstarétt- ardómari STJÓRNMÁL Valgerður H. Bjarna- dóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, hefur ákveð- ið að taka ekki annað sæti á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Valgerður hlaut 73 atkvæði í efsta sætið en Baldvin H. Sigurðsson 139 atkvæði. „Ég hlaut aðeins átta atkvæði í annað sætið þannig að þetta var spurning um hvort okkar hefði betur í baráttunni um efsta sætið. Þetta kom mér í opna skjöldu. Ég sit út kjörtímabilið og starfa vitan- lega áfram með Vinstri grænum,“ segir Valgerður. - jh Vinstri grænir á Akureyri: Valgerður tekur ekki sæti VALGERÐUR H. BJARNADÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.