Fréttablaðið - 01.02.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 01.02.2006, Qupperneq 12
12 1. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR Öllum Nissan X-TRAIL sem keyptir eru í febrúar fylgja vetrardekk og dráttarbeisli ORKUMÁL Landsvirkjun og Þey- stareykir ehf. skrifuðu síðastlið- inn föstudag undir samning við Jarðboranir um borun þriggja rannsóknarhola á Norðurlandi. Samningurinn hljóðar upp á um 500 milljónir króna og verður byrjað að bora fyrstu holuna á vordögum. „Tilgangurinn er að afla frek- ari upplýsinga um nýtanlegt gufu- afl á Þeystareykjum, í Bjarnar- flagi og við Kröflu. Ef holurnar reynast nægilega öflugar verða þær nýttar vegna væntanlegrar stóriðju á Norðurlandi sem okkur hefur verið lofað að taki til starfa á árinu 2011 eða 2012,“ segir Hreinn Hjartarson, stjórnarfor- maður Þeystareykja. Landsvirkjun keypti í fyrra 31,9 prósenta eignarhlut í Þey- stareykjum ehf. og greiddi 260 milljónir króna fyrir. Orkuveita Reykjavíkur hafði einnig áhuga á að eignast hlut í Þeystareykj- um en Hreinn segir Landsvirkj- un hafi orðið fyrir valinu til að auka líkur á nýju álveri á Norð- urlandi og hraða framkvæmdum við það. Eigendur Þeystareykja eru: Orkuveita Húsavíkur (31,9 %) Norðurorka (31,9 %) Landsvirkjun (31,9 %) Þingeyjarsveit (3,6 %) og Aðaldælahreppur (0,4 %). - kk ÞEYSTAREYKJASVÆÐIÐ Gufuaflsvirkjun á Þeystareykjum mun anna um þriðjungi af orkuþörf nýs álvers í nágrenni Húsavíkur. Rannsóknir á gufuafli á Norðurlandi: Borað fyrir hálfan milljarð RANNSÓKNIR Háskólasetrinu í Hveragerði hefur með nýjum samstarfssamningi verið tryggt fjármagn til rekstrarins. Að samningnum standa Háskóli Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Hveragerðisbær, Prok- oria rannsóknir ehf., Rannsókna- stofnunin Neðri Ás, Sunnlensk orka og Orkuveita Reykjavík- ur, sem bætist nú í hópinn í stað Heilsustofnunar Náttúrulækn- ingafélags Íslands í Hveragerði. Samningurinn tryggir sem fyrr segir rekstur setursins en það sem á vantar fæst væntanlega með sjálfsaflafé, styrkjum og útseldri vinnu. -shá Samstarfssamningur í höfn: Háskólasetrinu tryggt fjármagn FERÐAMÁL Alls höfðu 90 prósent erlendra ferðamanna í Reykjavík góða eða frábæra reynslu af borg- inni síðasta sumar. Þetta kemur fram í könnun sem Höfuðborgar- stofa lét gera. Hæstu einkunn fá sundlaug- arnar og heilsurækt af ýmsu tagi þegar spurt er um afþreyingu. Æ fleiri ferðamenn heimsækja söfn og um 90 prósent aðspurðra töldu Reykjavík vera hreina og örugga borg. - sdg Erlendir ferðamenn: Ánægðir með Reykjavík REYKJAVÍK Borgin fær afburðaeinkunn í nýrri könnun Höfuðborgarstofu. SVEITARSTJÓRNARMÁL Biðlistinn í Fjarðabyggð ætlar að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosning- unum eystra í vor. Frá þessu er greint í Austurglugganum og segir þar að stofnað hafi verið til fram- boðsins fyrir síðustu kosningar til að berjast fyrir því að álver rísi örugglega í Reyðarfirði. Ásmundur Páll Hjaltason, bæj- arfulltrúi listans, segir að eng- inn skortur sé á málefnum til að berjast fyrir og að málefni syðstu byggða Fjarðabyggðar, Fáskrúðs- fjarðar og Stöðvarfjarðar, séu aðkallandi þar sem ljóst sé að uppgangurinn á Austurlandi nái ekki nema að takmörkuðu leyti þangað. -shá Framboð í Fjarðabyggð: Biðlistinn býð- ur fram á ný ÍSRAEL, AP Hamas-samtökin í Pal- estínu neituðu í gær kröfum Sam- einuðu þjóðanna um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og að afneita ofbeldisverkum. Þó báðu talsmenn samtakanna um áframhaldandi fjárframlög Evrópusambandsins til Palestínu, en sögðust vera farnir að líta eftir styrkjum frá araba- og múslimaríkjum. Hamas-samtökin unnu kosningasigur í síðustu viku og munu því líklega leiða heima- stjórn Palestínu í nýrri stjórn. Helstu stofnanir Palestínumanna eru reknar á erlendum fjárfram- lögum, en Bandaríkin og Evrópu- sambandið skilgreina Hamas sem hryðjuverkasamtök og það getur hindrað fjárstyrki til heimastjórnar sem samtökin leiða. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu gagnrýndi í gær hótanir Evrópu- sambandsins um að hætta fjárfram- lögum til Palestínu, sérstaklega þar sem aðildarríki þess hvöttu mjög til kosninganna sem Hamas vann sigur í. Þá lögðu Sádi-Arabía og Jórdanía fast að Hamas að milda afstöðu sína gagnvart Ísrael og fá Fatah-hreyf- inguna með sér í stjórn. - smk Hamas-samtökin hafna kröfum Sameinuðu þjóðanna: Hamas neitar að viðurkenna Ísrael GENGIÐ GEGN HAMAS Meðlimir Fatah-hreyfingarinnar mótmæla í Nablusborg í gær þeim áformum að Hamas-hreyfingin leiði nýja heima- stjórn Palestínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.