Fréttablaðið - 01.02.2006, Síða 21

Fréttablaðið - 01.02.2006, Síða 21
][ KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 EXIT EHF. KEYPTI Í VIKUNNI FERÐA- SKRIFSTOFU ÍSLANDS. Ferðaskrifstofan Exit ehf., eigandi Sumarferða, hefur keypt Ferðaskrif- stofu Íslands, sem er eigandi Úrvals Útsýnar og Plúsferða, af FL Group. Með kaupunum eru Sumarferðir, Plúsferðir og Úrval Útsýn orðnar að sama fyrirtæki og er markaðs- hlutdeild fyrirtækisins um 60 til 65 prósent. Fyrstu samlegðaráhrifa af sameiningunni verður vart í sam- nýtingu flugvélasamninga. Eigendur Sumarferða eru Helgi Jóhannsson, Þorsteinn Guðjónsson, Gunnar Fjalar Helgason og Margrét Helgadóttir. Sameining á ferðamarkaði Dagbækur eru sniðugar á ferðalögum. Það er fljótlegt að skrifa nokkrar línur á kvöldin um atburði hvers dags og gaman að lesa þær þegar heim er komið. Unnið er að stækkun búnings- og baðaðstöðu í Bláa lóninu. Einnig verður nýr veitingasalur tekinn í notkun og verslunarað- staða stækkuð til muna. Framkvæmdir eru nú hafnar við Bláa lónið við stækkun og endur- hönnun búnings- og baðaðstöðu lónsins. Gert er ráð fyrir að gestir fái með þessu aukið rými en hús- næðið verður alls stækkað um 300 fermetra, sem er tvöfalt stærra en búningsaðstaðan er í dag. Einnig verða gerðar breytingar á núverandi veitingasal og verður nýr 250 manna salur tekinn í notk- un. Verslunar- og starfsmannaað- staða verður einnig stækkuð til muna. Stærstur hluti framkvæmd- anna fer fram bak við núverandi húsnæði og því ættu gestir Heilsu- lindarinnar ekki að verða mikið varir við raskið. Innisundlauginni og Hellinum hefur þó verið lokað um stundarsakir. Áætluð verklok eru vorið 2007 og er áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar 800 milljónir. Betrumbætur í Bláa lóninu Í lok febrúar verður haldin námstefna undir yfirskrift- inni Ferðaþjónusta fyrir alla. Markmiðið er að hvetja ferða- þjónustuaðila til að hugsa um aðgengi fatlaðra. Norræn nefnd um málefni fatl- aðra hefur stýrt verkefni sem hefur yfirskriftina Ferðaþjónusta fyrir alla. Verkefnið er fyrir alla þá sem starfa í ferðagreinum og einnig fyrir þá sem bera ábyrgð á ferðamálum innan stjórnsýslunn- ar. Samgönguráðuneytið, Sam- tök ferðaþjónustunnar, Ferða- málastofa og Öryrkjabandalagið standa fyrir námstefnu þann 24. febrúar undir sömu yfirskrift. Markmið námstefnunnar er að hvetja þá er starfa í og við ferða- þjónustuna til að líta á aðgengi fatlaðra sem eðlilegt gæðaviðmið. Ferðaþjónusta fyrir alla snýst um að allir, óháð hvaða fötlun þeir búa við, geti ferðast þangað sem þeir óska og á við allt sem snertir ferðamennsku. Jafnframt er vonast til þess að ferðaþjónustan sjái hag sinn í því að hafa aðgengi sem hluta af markaðssetningu og upplýsinga- gjöf um norræna staði og draga þannig til sín fleiri viðskiptavini utan Norðurlanda. Ferðaþjónusta fyrir alla Námskeið fyrir byrjendur SUNNUDAGINN 5. FEBRÚAR ÆTLAR ÚTIVIST AÐ SKELLA SÉR Á GÖNGU- SKÍÐI EF VEÐUR LEYFIR. Boðið verður upp á námskeið í skíða- göngu fyrir byrjendur í samvinnu við Skíðasamband Íslands. Farið verður í grunntækni í skíðagöngu, kennt verður í tvo tíma og svo verður farinn æfingahringur. Námskeiðið hentar einnig vel fyrir þá sem vilja bæta göngutækni sína. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Auður Ebenesar- dóttir og fararstjórn verður í höndum Steinars Frímannssonar. ferðalög } Verið er að endurhanna þjónustusvæði Bláa lónsins. Fyrirhugað er að bæta við nýjum matsal, stækka búningsaðstöðu og verslunaraðstöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Framundan er ráðstefna sem miðar að því að ferðaþjónustuaðilar líti á aðgengi fatlaðra sem eðlilegt gæðaviðmið. Yfirskrift námstefnunnar er Ferðaþjónusta fyrir alla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á vefsíðunni utivera.is má finna greinargóðar upplýsingar um ýmis skíðasvæði víðsvegar um heiminn. Nú þegar páskafríið er innan seil- ingar hyggja margir á skíðaferðir. Mikilvægt er að vita hvað það er sem skíðamenn vilja fá út úr ferð sinni og að skíðasvæðið sem farið er á uppfylli þær kröfur. Á vefsíðunni utivera.is er búið að taka saman upplýsingar um sex skíðasvæði víða um heim ásamt nokkrum vatnaskíðastöð- um fyrir þá sem vilja breyta til. Á vefsíðunni má finna upplýsingar um fjölda lyfta og þjónustu á við- komandi svæði. Einnig eru tengl- ar inn á viðkomandi skíðasvæði fyrir nánari upplýsingar. Hvert skal haldið?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.