Fréttablaðið - 01.02.2006, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 01.02.2006, Qupperneq 28
MARKAÐURINN 1. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Óli Kristján Ármannsson skrifar „Við höfum rannsakað íslenska markaðinn vel og teljum að Bauhaus eigi fullt erindi inn á hann,“ segir Mads Jörgensen, yfirmaður Bauhaus í Danmörku. Hann stýrir útrásar- verkefni Bauhaus til Íslands, en félagið hefur sótt um lóð í landi Úlfarsfells við Vesturlandsveg í Reykjavík til rekstrar 20 þúsund fermetra bygg- ingavöruverslunar með um 140 starfsmenn. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og for- maður skipulagsráðs Reykjavíkur segir erindi verslanakeðjunnar verða tekið fyrir á fundi nefnd- arinnar í dag, miðviku- dag. Hann segist telja að hugmyndir for- svarsmanna keðjunnar samrýmist nokkuð skipulagi svæðisins, en það eigi þó eftir að skoða nánar. „Ég held þetta líti ekkert illa út. Ég treysti mér þó ekki alveg til að fullyrða hvort gera þurfi einhverjar breytingar, en í erindi Bauhaus fólst fullur vilji til samvinnu um þau atriði,“ segir hann og bætir við að setja þurfi skil- mála um útlit, framkvæmd og aðra slíka hluti. „En þetta er í hvarfi frá væntanlegri byggð og á því ekki að þurfa að falla illa að.“ Bauhaus rekur fyrir um 190 byggingavöruverslanir í 11 Evrópulöndum. Hér eru starfandi fyrir tvær stórar byggingavöruverslanir, Byko og Húsasmiðjan. Bahaus ætlar að keppa á þeim mark- aði og áætlar að hann velti yfir 30 milljörðum króna á ári hverju. Mads Jörgensen segist gera ráð fyrir að fáist leyfi hjá borginni hætti að vera hægt að opna Bauhaus-verslun í Reykjavík þarnæsta sumar. STÓRVERSLUN BAUHAUS Í PRAG Byggingavöruverslana- keðjan Bauhaus AG, sem rekur um 190 verslanir í 11 Evrópu- löndum, hefur um skeið haft hug á að hefja hér verslun- arrekstur í samkeppni við byggingavöruverslanir hér. Verslun Bauhaus verður í hvarfi frá annarri byggð Alþjóðlega byggingavöruverslanakeðjan Bauhaus hefur hug á að reisa í landi Úlfarsfells stærstu byggingavöruverslun landsins. Erindi fyrirtækisins verður tekið fyrir í skipulagsráði Reykjavíkur í dag, miðvikudag. VEFUR BAUHAUS Í DANMÖRKU Á vef Bauhaus kemur fram að fyrirtækið býður verð- vernd ekki ósvipað og gert er hér. Viðskipti Icelandair flutti rúma eina og hálfa milljón farþega á síðasta ári, mesta fjölda sem félagið hefur flutt á einu ári. Farþegarnir voru alls 1.526.241, og fjölgaði þeim um 14,5 prósent frá fyrra ári þegar þeir voru um 1,3 milljónir. Á þrettán ára tímabili hefur farþegafjöldinn um það bil þrefaldast. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir félagið hafa aukið starfsemina jafnt og þétt. „Mikill vöxtur hefur einkennt starfsemi félagsins á undanförn- um árum og áratugum og er sá vöxtur í raun undirstaða mikillar aukningar í ferðaþjónustu hér á landi á síðustu misserum. Félagið er nú með umfangsmeiri starf- semi en nokkru sinni fyrr og líka ánægjulegt að sætanýting hefur aukist verulega milli ára og var 77,5 prósent á síðasta ári,“ segir hann. Icelandair flýgur í áætlunar- flugi milli Íslands og 22 helstu borga Evrópu og Bandaríkjanna. Að meðaltali tóku farþegaþotur félagsins sig á loft 28 sinnum á dag á árinu og daglega flugu um 4200 farþegar með Icelandair. Jón segir lykilinn að velgengn- inni felast í leiðakerfinu sem byggist á því að ná til þriggja ólíkra markaða, ferða Íslendinga til útlanda, ferðamanna á leið hingað og svo alþjóðamarkaðinn í ferðum milli Bandaríkjanna og Evrópu. Sjá síðu 12 / - óká JÓN KARL ÓLAFSSON Forstjóri Icelandair segir umfangsmikið markaðsstarf félagsins skila sér í síauknum farþegafjölda. Icelandair flutti rúma eina og hálfa milljón farþega: Farþegar aldrei fleiri Hagnaður SP-fjármögnunar nam tæpum 480 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 304 milljónir árið 2004. Þetta er 58 prósenta aukning og jafnframt besta rekstrarárið frá upphafi. Hreinar vaxtatekjur voru 907 milljónir króna og hækkuðu um 35 prósent en hreinar rekstr- artekjur námu rúmum einum milljarði. Rekstrarkostnaður var 392 milljónir króna og hækkaði um tæpan helming. Eignir félagsins jukust um 57 prósent á síðasta ári og eru komnar í 22,4 milljarða. Útlán, og þá einkum bílalán, mynda langstærstan hluta eigna. Heildarvanskil í árslok námu 230 milljónum króna sem er eitt prósent af heildarútlánum. Landsbanki Íslands á rúman meirihluta hlutafjár í SP-fjár- mögnun en bæði SPV og SPH eiga hvorir um sig yfir tíu pró- sent. - eþa Góður hagnaður hjá SP-fjármögnun Tveir af stærstu hluthöfum Straums-Burðaráss hafa bætt hlut sinn eftir að félagið birti ársuppgjör. Annars vegar hafa Smáey og MK-44, félög í eigu Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, fest kaup á bréfum fyrir 1.885 milljónir króna sem svarar til eins prósents af hlutafé Straums. Samanlagður eignarhlutur þessara tveggja félaga í Straumi er um fjórtán prósent. Hins vegar hefur Grettir keypt um 1,2 prósent í Straumi. Grettir, sem er fjárfestingafélag í eigu Landsbankans, Sunds og TM, er næststærsti hluthafinn í Straumi með um sextán prósenta hlut. Kaupverðið er um 2,3 millj- arðar. - eþa Magnús og Grettir kaupa KAUPIR Í STRAUMI Magnús Kristinsson eykur hlut sinn í Straumi. Kauphöll Íslands hefur áhuga á að ganga til sam- starfs við sparisjóðina með því að bjóða þeim að skrá sig á iSEC, nýja hlutabréfamarkaðinn, sem hefur göngu sína innan skamms. Þórður Friðjónsson, Kauphallarforstjóri, segir að málið sé á frumstigi en hafa beri það í huga að stofnfjárbréf sparisjóða lúti ekki sömu lögmálum og hlutabréf almenn- ingshlutafélaga þar sem samþykki stjórnar sparisjóðs þurfi til að ganga frá öllum eigendaskiptum að stofnfé. Það gæti flækt málin. Aðeins einn sparisjóður rekur mark- að með stofnfjárbréf sín. Þórður bendir á að nýi markaðurinn sé hugsaður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru í vaxtarhugleiðing- um. - eþa Skoða samstarf við sparisjóði Kauphöll hefur áhuga á að miðla stofnfjárbréfum. SPARISJÓÐAHÚSIÐ VIÐ RAUÐARÁRSTÍG Kauphöllin hefur áhuga á því að fá sparisjóði inn á nýja hlutabréfamarkaðinn iSEC.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.