Fréttablaðið - 01.02.2006, Síða 32

Fréttablaðið - 01.02.2006, Síða 32
MARKAÐURINN 1. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Aðeins tæpur helmingur Breta telur þróunar- kenningu Darwins skýra upphaf lífs á jörðinni, samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var fyrir breska ríkisútvarpið BBC. Um fjörutíu prósent þátttakenda voru ennfrem- ur þeirrar skoðunar að ekki ætti að kenna þróun- arkenninguna í breskum skólum. Tuttugu og tvö prósent aðhylltust sköpunar- kenninguna. Aðrir tóku ekki afstöðu eða aðhylltust aðrar kenningar. Andrew Cohen, ritstjóri vísindaþáttarins Horizon hjá BBC, var undrandi á niðurstöðunni. „Við bjuggumst við að þróunarkenningin myndi njóta langmests fylgis en það er greinilegt að breskur almenningur er ekki á einu máli þegar kemur að þessum málum.“ Martin Rees lávarður, forseti Samtaka breskra vísindamanna, sagði ótrúlegt að kenning Darwins nyti ekki meira fylgis. „Það er fáránlegt að fólk skuli enn draga kenningu Darwins í efa. Kenningin er um hundrað og fimmtíu ára gömul og hefur stöðugt styrkst í sessi.“ -jsk Bretar tortryggja Darwin Helmingur Breta dregur þróunarkenningu Darwins í efa. Fjörutíu prósent telja að ekki eigi að kenna fræði Darwins í skólum. CHARLES DARWIN Aðeins tæpur helmingur Breta tekur þróunarkenningu Darwins trúanlega. Vísindamenn eru forviða og segja kenninguna standa traustum fótum. Átta hundruð og tíu milljónir farsíma seldust í heim- inum á síðasta ári og er það nítján prósenta aukning frá fyrra ári. Kemur þetta fram í skýrslu banda- ríska ráðgjafarfyrirtækisins Strategy Analytic. Aukninguna má að mestu skýra með gríðarlegri eftirspurn á Indlandi og í Afríku. Sérfræðingar spá því að eftirspurn eftir farsímum haldi áfram að aukast. „Að öllu óbreyttu sjáum við fram á að árið 2007 seljist einn milljarður farsíma.“ sagði í skýrslu Strategy Analytic. -jsk Milljarður farsíma árið 2007 SONY ERICSON FARSÍMI Sérfræðingar sjá fram á að eftirspurn eftir farsímum haldi áfram að aukast og spá því að árið 2007 seljist einn milljarður síma. Skólayfirvöld í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum nýta nú tölvu- leiki í baráttunni gegn offitu skólabarna. Offita er gríðar- legt vandamál í fylkinu; hvergi í Bandaríkjunum mælast fleiri með of háan blóðþrýsting auk þess sem tíðni sykursýki er ein sú allra hæsta í Bandaríkjunum. Tölvuleikurinn sem um ræðir heitir Dance Dance Revolution og er hannaður fyrir xBox- leikjatölvurnar frá Microsoft. Þátttakendur horfa á dansandi fígúru á skjánum og reyna að leika sporin eftir á þar til gerðri mottu, sem síðan mælir hversu vel hefur tekist til. Nemendum verður ekki skylt að taka þátt í leiknum, en hann er hugsaður sem valkostur fyrir þá sem telja hefðbundna leikfimi- tíma ekki nægja. Prófessor Linda Carson, sem stýr- ir verkefninu, segir ekki ráð nema í tíma sé tekið. „Mikilvægast er að við náum til barna á aldrinum tíu til fjórtán ára. Á þessum aldri mótast hugarfar fólks til hreyf- ingar og líkamsræktar.“ Áætlað er að leikurinn og til- heyrandi búnaður verði sendur í alla sjö hundruð fimmtíu og þrjá ríkisskóla í Vestur-Virginíu og að tvö hundrað og áttatíu þúsund nemendur komi til með að taka þátt. -jsk Tölvuleikur gegn offitu Skólar í Vestur-Virginíu láta feita nemendur dansa fyrir framan tölvuna. XBOX TÖLVA FRÁ MICROSOFT Nýjasta ráðið í baráttunni gegn offitu er að halda fólki heima í stofu. Skólayfirvöld í Vestur- Virginíu í Bandaríkjunum láta nemendur sína dansa fyrir framan tölvuna. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.