Fréttablaðið - 01.02.2006, Page 38

Fréttablaðið - 01.02.2006, Page 38
MARKAÐURINN Haldið verður upp á íslenska þekkingardaginn á morgun með ráðstefnu og verðlaunaafhend- ingu á milli klukkan 13.15 og 17 á Hótel Nordica. Þetta er í sjötta sinn sem dagurinn er hald- inn hátíðlegur og er þemað að þessu sinni Stefnumótun. Þrjú fyrirtæki eru tilnefnd til íslensku þekkingarverðlaunanna; Actavis, Avion Group og Bakkavör. Þá verður einnig tilkynnt um val á viðskiptafræðingi/hagfræðingi ársins sem talinn er hafa skarað fram úr á þessu sviði. Á sein- asta ári var þemað leiðtoginn og varð KB banki þá fyrir valinu og Sigurður Einarsson valinn hag- fræðingur ársins. Á dagskránni verður meðal annars erindi Mortens Lund, sem hefur verið einn af lykil- mönnun í stefnumótun fyrir- tækjanna Skype og BullGuard. Þórdís Sigurðardóttir, forstöðu- maður norrænna fjárfestinga hjá Baugi Group og stjórnar- formaður Dagsbrúnar, Magnús Stephensen, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Avion Group, Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri Kögunar, og Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri fjárreiðna og upplýsinga hjá Landspítala - háskólasjúkra- húsi, munu jafnframt koma fram. - hhs 1. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR14 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Skrifstofur Samskipa í Rotterdam og dótturfyrirtækisins Geest North Sea Line sameinast undir einu þaki í byrjun næsta árs þegar félögin flytja í nýja skrif- stofubyggingu sem nú er verið að reisa á gamla hafnarsvæðinu í Rotterdam. Höfuðstöðvar erlendrar starf- semi Samskipa verða í nýju bygg- ingunni og er flutningnum þangað ætlað að auðvelda öll samskipti og hjálpa til við að sameina bæði starfsfólk og menningu þeirra erlendu fyrirtækja sem samein- uð hafa verið rekstri Samskipa á undanförnum misserum. Í frétta- tilkynningu er haft eftir Michael F. Hassing, öðrum forstjóra Samskipa, að fyrirkomulagið muni leiða til mikillar hagræð- ingar í rekstri, samtímis því sem þjónustan við viðskiptavini okkar verður enn markvissari. Höfuðstöðvar Samskipa í Rotterdam eru hluti af svo- kölluðu „DockWorks“ verk- efni við Waalhaven O.Z., sem hafnaryfirvöld í Rotterdam og eitt stærsta verktakafyr- irtæki Hollands, OVG, standa að. Byggingaframkvæmdir eru þegar hafnar og eru verklok áætl- uð í lok þessa árs. Samskip leigja eina af þeim fjórum byggingum sem rísa þarna og eru innblásnar af gámaflutningaskipunum sem losa og lesta í Waalhaven. Nýjar höfuðstöðvar rísa SVONA MUNU NÝJAR HÖFUÐSTÖÐVAR SAMSKIPA Í ROTTERDAM LÍTA ÚT Höfuðstöðvar Samskipa í Rotterdam eru hluti af svokölluðu “DockWorks” verkefni við Waalhaven O.Z., sem hafnaryfirvöld í Rotterdam og eitt stærsta verktakafyrirtæki Hollands, OVG, standa að. Þekkingardag- urinn á morgun KB BANKI VAR VERÐLAUNAÐUR Í FYRRA Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra KB banka, þekkingarverðlaunin sem bankinn hlaut fyrir leiðtogahlutverk sitt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.