Fréttablaðið - 01.02.2006, Síða 46

Fréttablaðið - 01.02.2006, Síða 46
MARKAÐURINN 1. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Á ári hverju vinnur Hagfræðistofnun viðamikla skýrslu þar sem tiltekið efni er tekið fyrir og kruf- ið. Gengismál hafa verið ofarlega á baugi í þjóðfé- lagsumræðunni að undanförnu. Af þeim ástæðum urðu þau fyrir valinu í þetta sinn. Í vikunni sem leið stóðu Hagfræðistofnun Íslands og Novator Partners LLP fyrir morgunfundi þar sem niður- stöður skýrslunnar voru kynntar og ýmsir valin- kunnir menn fengnir til að segja sína skoðun. Þeir Gylfi Zoega, prófessor við Háskóla Íslands og Birkbeck-háskóla, og Tryggvi Þ. Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar og prófessor við Háskóla Íslands, eru höfundar skýrslunnar. Við vinnuna komust þeir að þeirri niðurstöðu að tvennt komi til greina. Annars vegar að halda núverandi fyrirkomulagi með íslensku krónunni og fljótandi gengi eða að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna og þar með fastgengisstefnu. SJÁLFSTÆÐ STEFNA MIKILVÆG ÍSLANDI Ýmislegt mælir með því að taka upp evruna hér á landi. Það yrði til að mynda gott fyrir samkeppn- isatvinnuvegina, alþjóðaviðskipti myndu að öllum líkindum aukast og vextir myndu lækka, svo nokk- ur dæmi séu nefnd. Hins vegar myndum við missa sjálfstæða peningamálastjórn sem höfundarnir telja vega þyngra. „Við teljum mjög mikilvægt fyrir lítið hagkerfi eins og Ísland með sínar sveiflur að hafa sjálfstæða peningamálastefnu. Jafnframt teljum við að sveigjanleikinn í hagkerfinu sé meiri við núverandi fyrirkomulag heldur en við fast- gengi,“ segir Tryggvi. Af þessum ástæðum mæla höfundarnir með því að núverandi stefnu sé við haldið. Þeir telja þó að hana megi styrkja með því að auka samspil fjármálastjórnunarinnar, það er ríkisfjármálanna og peningamálastjórnunarinnar, sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans falla undir. Þessu væri hægt að ná fram með því að láta rík- isútgjöldin vaxa um tiltekna prósentu á ári hverju. Þá væru ríkisútgjöldin látin vaxa sem nemur lang- tímahagvexti á Íslandi. Í góðæri yrði ríkissjóður þá rekinn með afgangi og þegar verr áraði með halla. Það myndi hemja hagsveifluna og minna álag yrði á Seðlabankann að hækka og lækka vexti til að hefta hagsveifluna. „Þetta eru róttækar tillögur en nái þær fram að ganga yrði það væntanlega til þess að minnka hagsveiflur og auka velferð í landinu. Við vonumst því til þess að kostir og gallar þeirra verði ræddir fyrir alvöru á hinu pólitíska sviði,“ segir Tryggvi. Hann segir að rekstur hins opinbera yrði í mun fastari skorð- um eftir breytingarnar. Stjórnmálamenn fengju þá vissa köku sem þeir yrðu að skipta milli hinna ýmsu mála. Ekki væri um það að ræða að auka ríkisút- gjöldin nema undir mjög sérstökum kringumstæð- um. „Þegar Seðlabankinn var gerður sjálfstæður og verðbólgumarkmið tekið upp þótti mörgum alveg óhugsandi að færa þessi völd frá stjórnmálamönn- unum. Þetta er fyrst og fremst spurning um hugar- farsbreytingu á vettvangi stjórnmálanna.“ ERLENDIR SÉRFRÆÐINGAR SAMMÁLA Gylfi og Tryggvi áttu samskipti við ýmsa fræði- menn við gerð skýrslunnar og fengu skoðun og álit þeirra á rannsóknum sínum. Meðal þeirra var Robert Mundell sem hlaut nóbelsverðlaun fyrir kenningar sínar um hið hagkvæma myntsvæði og lagði grunninn að því fyrirkomulagi sem er núna í Evrópu. Hann var fenginn til að koma á fundinn og segja frá sínum sjónarmiðum. Mundell, sem í hjarta sínu er fastgengismaður, telur þó ekki að Ísland eigi að taka upp evruna að svo stöddu. Hann telur afleiðingarnar sem það hefði í för með sér of miklar. Þó hann myndi hugsanlega ráðleggja Íslendingum að ganga í myntbandalagið, væri það hægt án þeirra skuldbindinga sem fylgja inngöngu í Evrópusambandið. Frederic Mishkin, einn eftirsóttasti seðlabanka- ráðgjafi heims í dag, var einnig fenginn til að koma og bera saman þessa tvo valkosti, að taka upp fast- gengisstefnu eða að halda núverandi fyrirkomu- lagi. „Við gáfum honum engar forsendur en svo skemmtilega vildi til að hann komst að nákvæmlega sömu niðurstöðu og við,“ segir Tryggvi og segir það óneitanlega styðja við niðurstöður skýrslunnar. HEIÐAR MÁR Á ÖNDVERÐUM MEIÐI Þeir Pentii Kouri, sem sérhæfir sig í frumkvöðlafjárfestingum, og Heiðar Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Novator, komu með sjónarmið fjárfesta á fundinn. Pentii Kouri álítur að Íslandi sé betur borgið með fljótandi gengi og byggist sú skoðun á því að þannig búi hagkerfið við meiri sveigjanleika. Í Evrópu hafi minnkun í sveigjanleika leitt til stöðnunar og þar sem efnhagsástandið sé almennt betra á Íslandi en í Evrópu sé glapræði að rugga bátnum. Heiðar Már var hins vegar á öndverðum meiði við skýrsluhöf- unda. Hann álítur að þær stöðugu breytingar sem verða á gengi krónunnar séu ákaflega slæmar og að sú staða sem nú ríkir á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum gefi færi á notkun lítilla mynta en svo muni ekki verða í framtíðinni. Því neyðumst við til að losa okkur við krónuna. Þau eru mörg sjónarmiðin er varða fyrirkomu- lag gengismála hér á landi og ýmsir gallar sem fylgja þeim leiðum sem í boði eru. Þrátt fyrir það stendur okkur ekki til boða að segja „af tvennu illu vel ég hvorugt“ eins og Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra Íslands, sem ávarpaði fundinn í upphafi, benti réttilega á. Því er tími til kominn að bregðast við. Krónan enn þá betri kostur en evran NÓBELSVERÐLAUNAHAFINN ROBERT MUNDELL SEM LAGÐI GRUNNINN AÐ EVRUNNI Hann telur að Íslendingar eigi ekki að taka upp evruna að svo stöddu. Ef hægt væri að ganga í myntbandalagið án þeirra skuldbindinga er fylgja inngöngu í Evrópusambandið horfði málið ef til vill öðruvísi við. M Á L I Ð E R Fyrirkomulag gengismála Ýmislegt mælir með því að taka upp evruna hér á landi. Það yrði til að mynda gott fyrir samkeppnisatvinnuvegina, alþjóðaviðskipti myndu að öllum líkindum aukast og vextir myndu lækka, svo nokkur dæmi séu nefnd. Hins vegar mynd- um við missa sjálfstæða peningamálastjórn sem höfundarnir telja vega þyngra. Þarf að endurskoða peninga- málastefnu Íslands? Ekki endilega, vandinn sem steðjar að útflutningsatvinnu- vegunum um þessar mundir stafar ekki af peningamála- stefnunni sem slíkri. Þess í stað liggur rót vandans í þeim miklu framkvæmdum sem eiga sér stað á Austurlandi. Það er eitt af lögmálum efnahagslífsins að ef lagt er í miklar fjárfesting- ar við skilyrði fullrar atvinnu þá hljóta þær að ryðja burt annaðhvort útflutningi eða ann- arri fjárfestingu nema hvort tveggja sé. Hverjar hafa orðið afleiðingar stóriðjufjárfestingarinnar? Hér hafa útflutn- ingsgreinarnar lent í vanda og það kemur ekki á óvart. Ákvörðun um byggingu álvers felur ekki í sér hreina viðbót við efna- hagsstarfsemina við skilyrði fullrar atvinnu, miklu fremur að við fáum eitt álver til við- bótar og töpum einhverju öðru í staðinn. Fram- kvæmdirnar á Austurlandi fela í sér flutning efna- hagsstarfsem- innar frá öðrum landshlutum. Væri útflutnings- greinum betur borgið ef við hefð- um evruna? Þetta ferli kemur peningamálastefnunni ekki svo mikið við. Ef við værum nú þegar aðilar að myntbandalagi Evrópu þá myndu framkvæmd- irnar smám saman leiða til hærri launa og verðlags hér á landi, þá versnaði samkeppn- isstaða útflutningsgreinanna einnig. Munurinn væri sá að erfiðara yrði að vinda ofan af háu raungengi í kjölfar fram- kvæmdanna. Ef við héldum í krónuna og hækkuðum ekki vexti þá myndi verðlag hækka, laun hækka og verðbólgu- spírall verða til sem fyrr en síðar myndi kalla á enn meiri vaxtahækkanir og erfiðleika í útflutningsgreinum. Þess vegna er núverandi skipan peninga- mála engan veginn svo slæm. Það má segja að í því felist ákveðið óréttlæti að verðbólgu sé haldið niðri með því að vaxtahækkanir valdi gengis- hækkun sem meiði útflutnings- greinarnar, en einhvers staðar verður að skapa slaka til þess að mæta stóriðjuframkvæmd- unum. Sem betur fer hefur mikill aðflutningur erlends vinnuafls mildað þessi áhrif. Hverju myndi aðild að mynt- bandalagi Evrópu breyta? Aðild að mynt- bandalagi Evrópu hefði ýmsa kosti í för með sér. Líklegt er að utanríkisviðskipti mundu aukast og fjármálafyrirtæki eflast. En hags- veiflan yrði áfram fyrir hendi og uppsveifla gæti valdið langvar- andi erfiðleikum fyrir útflutn- ingsgreinarnar. Þá gætum við ekki brugðist við með peninga- málastefnu eða fjármálastefnu og raungengi gæti hækkað mikið. Hvort er þá betra, að halda krónunni eða taka upp evruna? Segja má að það séu bæði hag- fræðileg rök með og á móti því að taka upp evruna. Hafa verður í huga að slíkt skref væri einungis unnt að taka samhliða formlegri inngöngu í Evrópubandalagið. Niðurstaðan er því sú að ákvörðun um breytingu á fyrirkomulagi gengismála sem fæli í sér upp- töku evrunnar væri pólitísks eðlis, hagfræðin gefur ekki ein- hlít svör um það hversu æski- legt slíkt skref væri. Núverandi skipan mála ekki svo slæm T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Gylfa Zoëga prófessors við viðskiptaskor Háskóla Íslands

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.