Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 2
liLiJIitílU Sunnudagur 3. aprll 1977 Allar verzl- anir lok- aðar í 5 daga — um páskana Gsal-Rvik — Yfir pásk- ana verða verzlanir lok- aðar frá og með 7. april, skírdegi, til og með 11. april, 2 i páskum. Sökum þess hveg langur timi liður á milli þess, semviðskiptavinir eiga kost á þvi að komast i verzlanir, hefur árlega fengizt leyfi yfirvalda til þess að hafa verzlanir i Reykjavik opnar til kl. 22 miðvikudag fyrir páska — og verður það einnig nú miðvikudag- inn 6. april. Kaupmannasamtök Islands hvetja þó fólk til þess aö gera páskainnkaup sln timanlega. Myndlist- arsýning í Hvera- gerði SIGURÐUR Sólmund- arson efnir til listsýn- ingar um bænadagana og páskana i félags- heimili ölfusinga við Eden i Hveragerði. A sýningunni veröa um f jöru- tiu myndir og einnig steyptar garöstyttur. Sýningin veröur opnuö á skirdag. Sögufélagiö: Fólýfónkórinn, ásamt stjórnanda sinum, Ingólfi Gubbrandssyni, þegar hljómleikar voru haldnir á s.l. ári. Pólýfón: Síðustu tónleikar kórsins hérlendis? — Ingólfur Guðbrandsson ritar kveðjubréf eftir 20 ára starf gébé Reykjavik — Pólýfónkór- inn heldur hátiöartónieika um páskana, en um þessar mundir erkórinn 20ára. Þetta munu, aö öllum likindum, veröa slðustu tónleikar þessa kórs, en starf- semi hans mun sennilega leggj- ast niöur vegna fjárskorts og aöstööuleysis. Á þessum hátiöartónleikum, veröur flutt fjölbreytilegasta og glæsileg- asta efnisskrá kórsins til þessa, verk eftir Vivaldi, Bach og Pou- lenc. Flytjendur eru nær 150 söngvarar kórsins, Kammer- sveit og Sinfóniuhljómsveit meö 50 hljóöfæraleikara. Konsert- meistari veröur Rut Ingólfs- dóttir, einsöngvarar Ann-Marie Connors, Elisabet Erlingsdóttir, Sigriöur EUa Magniisdóttir, Keith Lewis og Hjálmar Kjartansson. Stjórnandi er Ingólfur Guöbrandsson, sem stofnaöi Pólýfónkórinn, en iætur nú af söngstjórn eftir 20 ára starf. Tónleikarnir veröa haldn- ir á skirdag, töstudaginn langa og laugardag fyrir páska. t tilefni þess, aö hann hættir nú söngstjórn kórsins, hefur Ingólfur Guöbrandsson sent fjölmiölum stutta grein og fer hún hér á eftir: Að smiða hljóðfæri Þótt byggjendur þessa lands séu enn ei fleiri en Ibúar ein- hvers þess próvinsþorps i út- löndum, sem aldrei er aö neinu getiö, nema þar gerist hörmungar og voveiflegir at- buröir, vilja þeir á flestum sviö- um vera jafnokar stórþjóöa. Ekki veröur þaö I krafti auös né valds, heldur fyrir þá sök, aö stærö einstaklingsins er óháö smæö þjóöfélagsins. A alþjóöa- vettvangi liggur styrkur Is- lendinga i þvi, aö I heimi andans er ekkert mælt eftir höföatölu. Þaö er mér óþrotlegt undrunarefni, hve mikiö leynist af listrænum hæfileikum meöal svo fárra einstaklinga. A engu sviöi hafa jafnmiklir hæfileikar veriö svo litils metnir og f söng- listinni. Hér er fullt af frábær- um söngvurum, sem stæðu jafn- fætisbeztu atvinnulistamönnum erlendis, ef þeir hlytu þroska gegnum þá menntun, skólun og ögun, sem öll æöri list krefst. Is- lendingar gætu veriö mesta söngþjóö veraldar. Þráin til aö syngja er öllum i brjóst borin, en söngmennt er hornreka i Is- lenzku þjóöfélagi. I Cremona á ítaliu voru uppi á 17. öld þeir hæfileikamenn, sem mestri fullkomnun hafa náö i aö smlöa hljóöfæri úr tré. Fiölur þeirra og önnur strokhljóöfæri, sem varöveizt hafa, eru nú i höndum fárra útvaldra. Enginn, sem komið hefur höndum yfir þau, vill glata þeim, en verö þeirra hleypur á tugum millj- óna, þá sjaldan þau ganga kaupum og sölum. Verömæti þau, sem þessir fátæku hand- verksmenn i Cremona skópu af frábærri snilli huga og handa viö gerö þeirra dýrgripa, sem nú þykja mestir, voru fáum ljós um þeirra daga, en meö elju sinni öfluöu þeir sér brauös og húsaskjóls. Islendingar eru bókmennta- þjóð og telja sig öörum fremur skáldlega sinnaöa. Þaö hefur fariö fram hjá þeim, aö skáld- legasta og fegursta tjáning mannshugarins birtist 1 söng. Mannsröddin er miklu forgengi- legra hljóöfæri en fiölurnar frá Cremona, samt jafnast ekkert hljóöfæri á viö mannsröddina, þegar henni er beitt af kunnáttu og fegurö hennar opnast f túlkun sannrar listar. Hljóöfærasmiö hefur lítt veriö sinnt á íslandi, og hér viröist þaö hvorki teljast iöneöa kúnst aö smiöa hljóöfæri úr mannsröddum. I Pólýfón- kórnum hafa margar fagrar raddir hlotiö sina fyrstu mótun, en einu launin sem mér hafa hlotnazt af opinberri hálfu fyrir 20 ára þjálfun kórsins voru 75 þúsund króna listamannalaun áriö 1976. Ég þakka heiöurinn, en þessa upphæð ætla ég aö leyfa mér að endurgreiöa viö tækifæri um leiö og afþakkaöur veröur styrkur til Pólýfónkors- ins á afmælisárinu aö upphæö kr. 100 þúsund frá rikissjóöi og kr. 200 þúsund frá Reykjavikur- borg. Þessar fjárhæöir koma sjálfsagt aö meiri notum annars staðar. Framkvæmdir Pólýfónkórs- ins á þessu ári kosta um 30 milljónir króna. Sú tala segir þó litiö um þau verömæti, sem fel- ast aö baki starfi sem þessu. Kórfélagar leysa allt sitt starf án launa. Bein fjárútlát vegna hljómleika þeirra, sem hér fara fram, eru um 5 milljónir króna. Hver söngæfing I Pólýfónkórn- um mundi kosta um hálfa millj- ón króna, ef virt væri til fjár. Undirtektir almennings viö framtak Pólýfónkórsins hin siö- ari ár hefur verið mikil lyfti- stöng, kórinn hefur hlotiö met- aösókn aö tónleikum sinum, og nokkrir hafa sýnt þá rausn, aö láta fé af hendi rakna úr eigin vasa til þessa starfs. Útlendingar, sem gist hafa Is- land og hlýtt á söng Pólýfón- kórsins, telja starf hans til há- menningar á borö viö þá, sem rikir á þessu sviöi meö rótgrón- um menningarþjóöum. Is- lendingar, sem dvalizt hafa langdvölum erlendis, telja sig ekki hafa heyrt stórverk Bachs og Handels betur sungin i Rómaborg, Paris eöa Vin, en hér i Reykjavik i túlkun þessa fátæka kórs. Um leiö og ég læt af verk- stjórn i þvi verkstæöi, sem smlöaö hefur margar góöar söngraddir til aö flytja ls- lendingum perlur pólýfónskrar raddlistar, vil ég flytja öllum þeim, sem lagt hafa mér lið á einn eöa annan hátt og ljáö hafa þessum tón eyra, beztu þakkir. Launin hafa ekki hrokkiö fyrir brauöi né húsaskjóli, en starfiö hefur veriö unniö i þeirri trú, aö hinn hreini tónn eigi erindi til Is- lendinga og aö hlutdeild I fögru mannlifisé hiö heina sanna rfki- dæmi á þessari jörö. Ingólfur Guöbrandsson. Ráðstefna um sögu Reykjavíkur gébé Reykjavik — Dagana 5., 6. og 7. aprfl n.k., heldur Sögu- félagiö i Reykjavik aöra ráö- stefnusina. — Er boöaötil henn- ar til aö vekja athygli á þvi, aö okkur vantar nýja Landnámu, bækurnar um þaö, hvernig borgaralegir atvinnuhættir ruddu sér til rúms á Islandi, sögöu forráöamenn Sögufélags- ins á blaðamannafundi nýlega. Enginn kerfisbundin rannsókn hefur veriö gerö á umskiptun- um, þegar þéttbýli tók aö vaxa aö marki i fornum fiskihöfnum. En á ráðstefnunni aö Kjarvals- stööum, veröur fjallaö um ýmsa þætti þessara umskipta. Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri setur ráöstefnuna, en siöan flytur forseti Sögu- félagsins, Björn Þorsteinsson ávarp. Fyrsta ráöstefnudaginn taka auk þeirra til máls, Vil- hjálmur Þ. Gislason fyrrv. lít- varpsstjóri, sem fjaílar um miðstöö blaöa og funda og Há- kon Bjarnason, skógræktar- stjóri, sem ræöir um upphaf trjáræktar i Reykjavik. Sigriöur Erlendsdóttir BA, ræöir um isl. konur I atvinnulifi 1885-1914 þann 6. aprll, sr. Jónas Gislason lektor flyturerindi um: Kirkjuleg yfir- stjórn flyzt til Reykjavíkur, og Adolf Petersen fyrrv. yfirverk- stjóri um Samgönguleiöir til Reykjavikur. Auk þeirra taka fjölmargir aörir til máls á ráöstefnunni um hin margvislegu efni, svo sem Miöstöö fjármagnsins, Miöstöö skjalasafna og fróöleiks. Leik- hús I Reykjavik, Upphaf flokka- skipunar i Reykjavik og fjöl- margt annaö. Sögufélagið boöaöi til fyrstu Reykjavikurráöstefnu sinnar á Þjóöhátiöarári, til þess aö svip- ast um á helztu söguslóðum ts- lands viö Faxaflóa. Þá tóku 15 fræöimenn höndum saman um að segja frá helztu atriöum I sögu Reykjavikur frá upphafi vega. Ollum timabilum í sögu byggöarinnar á Seltjarnarnesi voru gerö meiri og minni skil, þótt einkum væri fjallaö um sögu siöustu 100 ára. Bókin Reykjavlk I noo árvar framlag Sögufélagsins til þjdöhátiöar- innar 1974, en hún er nú aö mestu aö veröa uppseld. Sögufélagiö hefur gefiö út safntilsöguReykjavikurog auk fyrrnefndrar bókar, eru t'vær aörar komnar út i þeim flokki, Kaupstaöur I hálfa öld 1786-1836 og Bæjarstjórn f mótun 1836- 1872.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.