Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 32

Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 32
32 Sunnudagur 3. apríl 1977 Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýroför um Asíu kina væri með tvöfalda glugga og hlera fyrir að utan, þá var sandurinn svo áleitinn, að hann smaug inn og lagðist eins og gráleit slæða á gólfið og húsmunina. Sandurinn var alls stað- ar. Hann settist i hárið, fór upp i augun og það brast i sandkornum milli tannanna. Berit fannst þetta ógeðslegt. Og svo þessi hræðilegi hiti. Er hún sat þarna i rökkrinu, sandinum og hitanum, fór hún að hugsa um kvæði, sem Alexej hafði haft yfir i Teheran eitt kvöldið. Hún mundi litið úr þvi, en efni þess var um, hve það væri fagurt og yndislegt að ferðast eftir „gullnum leiðum til Samarkand”. Það gat ekki verið, að skáldið hefði farið þessa leið með járnbraut um Kara Kum eða „svarta sand”, að minnsta kosti ekki i sumarhita. Vegna sandroksins tafðist lestin, og ekki var komið til Bukhar fyrr en i rökkurbyrjun. Systkinin litu spennt út um gluggana, þvi að á þessari brautarstöð átti fyrsti umboðsmaður Alexej að hitta þau. Það stóð heldur ekki á hon- um. Þarna kom hann að vagninum, miðaldra, kurteis Rússi, klæddur i hvit föt með barðastóran stráhatt. Þvi miður gat hann litið talað nema rússnesku, og þar sem þeim systkinunum leizt ekkert glæsilega á borg- ina, ákváðu þau strax að halda áfram án hvildar til Samarkand. Með mikilli fyrirhöfn gátu þau loks gert manninum þetta skiljanlegt, og jafnframt beðið hann að sima til Sörensens i Samarkand, að þau væru væntanleg. Það var svo að sjá, sem Rússanum þætti þetta leitt, en hann sagði ekki neitt. Rétt áður en lestin átti að leggja af stað, hvarf hann allt i einu, en kom rétt strax aftur og með honum maður, sem bar körfu. Karfan var látin inn i vagninn til þeirra og það sýndi sig, að hún hafði að geyma gullnar appelsinur, vin- ber og melónur. Þetta voru lokkandi ávextir i hitanum. Ennþá tafðist lestin i sandrokinu og ekki var komið til Samarkand fyrr en klukkan þrjú eft- ir miðnætti. Það voru þreytt og rykug börn, sem komu út úr einka- vagninum um nóttina i Samarkand. Þeim gat varla dottið hug, að Sörensen léti sjá sig á þessum tima sólar- hringsins. En þarna stóð hann þá á stöðvarpallinum. Þetta var maður um fer- tugt. í útliti likur Eng- lendingi, með gáfuleg augu og gránað hár. Hann spurði á mjög bjagaðri ensku: „Fyrirgefið. Eruð þér herra og ungfrú Stu- art?” „Jú”, svaraði Arni á norsku, „en eruð þér ekki danskur?” „Guð hjálpi mér”, andvarpaði Sörensen. „Er herrann og ungfrúin frá Noregi? Það gat mér ekki dottið i hug. Þess gat furstinn ekki i sim- skeytinu”. Sörensen brosti mjög hlýlega og systkinin voru i sjöunda himni að heyra mál, sem minnti á norsku. 3. Nú var svo langt liðið á nótt að varla var hægt að f ara að vekja upp fólk á heimili Sörensens. Ekkert gistihús var þarna nærri, sem Evrópumenn gistu á, en Sörensen sagði, að þama skammt frá væru skrifstofur sem til- heyrðu fyrirtækjum Alexej i Samarkand. Þau voru legubekkir og ábreiður og varð það að ráði, að systkinin svæfu þarna, það sem eftir var af nóttunni. Sörensen fylgdi þeim þangað og varla voru þau lögzt út af, þegar þau vom stein- barnatiminn sofnuð. Þau vom svo ör- þreytt eftir erfiðleika dagsins. Sörensen bannaði öll- um að ónáða börnin um morguninn og var þvi sólin komin hát^ á loft, er þau vöknuðu. Þegar þau höfðu borðað morg- unverð bauð Sörensen þeim að skoða borgina áður en þau kæmu heim til hans. „Samarkand er borg, sem vert er að skoða” sagði hann. „Ég hef nú bráðum átt hér heima i fimm ár, en samt sem áður tel ég, að ég þekki varla borgina. Hún er svo sérstök þessi borg. En þetta sjáið þið sjálf. Samarkand er þannig, að henni er ekki hægt að lýsa, hana verður að sjá og skoða. Svo lögðu þau af stað að skoða borgina. Þau löbbuðu skuggalegar þröngar götur, og önd- uðu að sér þessum sér- kennilega ilmi, sem fylgir verzlunargötum borga i Austurlöndum. Þar blandast ilmur af alls konar vörum, sem þar eru á boðstólum úti og inni. Nú var kyrrt i þessum götum um hádaginn. Kaupmennirnir sátu i opnum sölubúðum og reyktu pipumar sinar, án þess á þeim sæist, að þeir veittu þessum að- komugestum nokkra at- hygli. Þeir töluðu i lág- um rómi við starfsfólk- ið, eins og þeir vildu ekki rjúfa þá kyrrð, er rikti i götunni. öðru hverju sá- ust svartklæddar konur með blæju fyrir andlit- inu, liða hægt og hátið- lega eftir götunum. Aldrei fannst Berit að hún hefði komið i nokkra borg, sem var eins þmngin af austurleizk- um siðum og dularfullri framkomu fólksins. Henni fannst hér rikja sama andrúmsloft og i ævintýmnum i „Þúsund og einni nótt”. Þetta hafði einhver seiðmögn- uð áhrif, sem voru þó ekki reglulega þægileg. Rökkurbirtan i þröngum götunum, sem tjaldað var yfir til. að útiloka sólargeislana átti sinn þátt i þvi að gera allt umhverfið dularfullt og hálf skuggalegt. Það létti þvi yfir systkinunum, er þau komust loks út úr þess- um sérkennilegu þröngu götum og sáu framund- an glatt bólskinið, og jafnframt óx háreistin á opnum torgum borgar- innar. Þar blandaðist saman hundgá, rymj- andi hljóð asnanna og ó- skiljanlegt skvaldur fólksins. Það var liðið langt á daginn er systkinin höfðu séð það mark- verðasta i borginni. Há- degisverð borðuðu þau i matsöluhúsi við eitt fallegasta torgið, og sið- an óku þau heim til Sör- ensens, en heimili hans var um 30 km frá borg- inni. 4. Það var komið kvöld, er þau komu heim til Sörensens. Hann bjó i nýlegu fallegu húsi, með fallegum trjá- og blóma- garði umhverfis. Á dá- litiffi hæð, þar skammt frá, var stór og falleg höll sem gamli furstinn hafði keypt en Alexej var nú að láta endur- byggja. Kona Sörensens sem var um þritugt, tók mjög hlýlega á móti þeim. Hún var dönsk að ætt eins og maður henn- ar, — bóndadóttir frá Jótlandi. „Þóra! Hugsaðuþér”, kallaði Sörensen þegar hann átti góðan spöl eft- ir heim að húsinu. Þau eru norsk. Nú getur þú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.