Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 27

Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 27
Sunnudagur 3. aprH 1977 27 Hjartastaði. Þá fer fram 2. júni 1548 á Eyvindará vitnisburður um lýsing Margrétar Þorvarðsdóttur um sölu á Njarðvtk til Björns Jónssonar. A Alþingi 1548 eða liklega siðar, kærir Björn Jónsson upp á Kross- holti i Hnappadalssýslu, er ög- mundur biskup sagðist hafa tekið af honum i reikningsbrest en selt svo Hallsteini Runólfssyni en Erlendur lögmaður Þorvarðsson hefði keypt af eringjum Háll steins og hélt nú og heföi hann enga réttingu getað fengið á þessu og enn fleiri jaröakærum. Krossholt var jörð Þórunnar Einarsdóttur konu Björns á Eyvindará. Brét þetta um Krossholt og fleiri efni er næsta fróðlegt, þótt i það vanti, en þar kemur glöggt i ljós yfirgangur og fégirnd ög- mundar biskups, en hann var bú- inn að láta dæma sér jörðina án þess aö Björn vissi, hafði hann þó beðið biskup fyrir eftirlit meö þessari jarðeign sinni. Björn keypti Dvergasvein i Seyðisfirði fyrir Þrándarholt i Hrepp af Páli Vigfússyni, bréf 1. júli 1549 á Hliðarenda, á Hliðarenda i Fljótshlið og 24. jan. 1550 s.st., sbr. einnig máldaga Dvergasteinskirkju 1549. 1 bréfi Kristjáns III til helztu fyrirmanna landsins, gjört 9. apríl 1551 i Flensborg, ,,um að veita og fylgja fyrirliðum þeim og herliöi þeirra, er hann sendir nú til íslands.” I þessu bréfi er Björn nefndur á Eyvindará, sem vafa- laust hefur veriö aðalbústaður hans. þótt hann hafi haft bú á öðrum jörðum t.d. þegar hann átti Sléttu i Reyðarfirði og bjó þar. Á þessu herrans ári 1551 á Alþingi, fóru fram hollustueiðar fyrirmanna i Skálholtsbiskups- dæmi til handa Kristjáni konungi III, Friðrik syni hans (siöar Friörik II) og eftirmönnum þeirra á konungsstóli i Danmörku og Noregi, Björns er þar getið og um haustið sama ár er hann á Eiðum og er vottur að kaupi Vigfúsar Þorsteinssonar á Eiðum og Margrétar riku Þorvarðsdótt- ur er Margrét selur Eiða fyrir Hreiðarsstaöi i Svarfaðardal. Margrét rika var hin nafnfræga nágrannakona Björns á þessum árum. Tveggjatylftadómur er út- nefndur á öxarárþingi af Eggert Hannessyni, kóngsins fógeta og höfuðsmanni yfir allt tsland, um banamenn Kristjáns skrifara og förunauta. Er Björns getið i þeim dómi. Eins og áður er um fjallað, var Björn orðinn kóngsins sýslumað- ur i Múlaþinggi i Egilsstaðadómi frá 1554 og hefur verið það til dauðadags. Björn hefur látizt á öndverðu ári 1558, eins og áður er getið. 1 fyrrnefndu málakröfu- bréfi telur Þórunn þar mála sinn vera 2 hundruð hundraða og 1/2 betur, auk gjafa. Þórunn var dóttir Einars Þórólfssonar hirö- stjóra, umboðsmanns á Hofsstöð- um i Miklholtshreppi og Katrinar Halldórssonar ábóta á Helgafells- klaustri Ormssonar, systir séra Þóröar Einarssonar i Hitardal, séra Jóns i Odda, Þorleifs á Hofsstöðum o.fl. systkiná. Þórunn haföi fyrr verið gift Jóni Torfasyni i Klofa, kaupmáli i Haukadal 12. nóv. 1525 og missti hann ungan, varð úti I fjúki að huga að fé og fjármanni (d. 1529) og átti svo siðar Björn Jónsson á Eyvindará og með honum Þórö lögréttumann á Eyvindará, siöar á Burstafelli og Jón lögréttumað- ur á Egilsstöðum, einnig gæti sonur þeirra hafa verið Sigurður bóndi á Sléttu I Reyðarfirði, sem kemur viö Sléttubréf frá 1565, sjá siöar. Björn hafði verið giftur áður, átti son er Bjarni hét og er hann nefndur i dómi um móöurarf Bjarna Björnssonar frá 5. jan. 1562 á Ketilsstöðum. Sést að hálfbræður Bjarna-voru þeir Jón og Þórður synir Þórunnar Einarsdóttur, en ekki er þar getiö Sigurðar, sem vel gæti verið albróðir Bjarna og hálfbróöir Jóns og Þórðar, mun ég hér siöar birta bréf, sem varðar þaö mál. Getur fyrrnefndur dómur, að Bjarni hafi fengiö greitt 4 hundruð i sinn arf og bendir það til að upphæöin er ekki mikil, að arfur hafi skipzt viöar. Sonur Bjarna er sagður séra Snjólfur prestur i Asi i Fellum. Aður en farið er lengra i samb. viö Sléttu- bréfin þrjú, verður hér taliö það sem kunnugt er um ætt Björns á Eyvindará og Arnfinn bróður hans, sem llklega hefur búiö á Sléttu. Um Jón föður þeirra er ekkert vitað, nema að hann gæti hafa veriö búandi á Sléttu sbr. bréf 1555, vitnisburöarbréf um landamerki Sléttu. Móðir þeirra bræöra hét Þuriður og var Langs- dóttir, sem sést á bréfi varðandi Arnfinn bróður Björns. Fram- færsludómur frá 17. júni 1564 að Ljósavatni, þar var Arnfinni bónda á Austfjörðum dæmd framfærsla frænda sins að öðrum og þriðja að skyldleika, sem hét Asmundur Þorvarösson. Amma hans var Ingibjörg Langsdóttir systir Þuriðar móöur Arnfinns. segir i dómnum: „Svo sögðu þessir ærlegir menn, að fyrr- greindur Arnfinnur Jónsson ætti fullan forlagseyri fyrir sig og sina ómaga.” Dæmdi dóm þennan Vigfús sýslumaöur Þorsteinsson. Þuriður Langsdóttir var dóttir Jóns langs Finnbogasonar hins gamla i Asi, Jónssonar. Nú er vitað, að þeir voru tveir bræður samnefndir, Jón Finnbogason eldri og yngri og bjuggu báðir um tima i Hafrafellstungu, sbr. rit- gerð Einars prófessors Bjarna- sonar um Jónana tvo i afmælisriti Ólafs prófessors Lárussonar. Yngri Jón er vegna aldurs miklu liklegri faðir þeirra Langsdætra og hann bjó lengst 1 Hafrafells- tungu, en mér finnst Jón eldri koma einnig til greina sem faöir þeirra. Fer ég þar eftir nafnalik- um. Jón sá átti Steinunni Arn- finnsdóttur hirðstjóra á Uröum Þorsteinssonar og Arnfinnur á Sléttu þá borið nafn langafa sins. Þótt Þuriður væri dóttir Jóns yngra og þá konu hans Helgu Sæ- mundsdóttur gæti hún vel hafa látið son sinn heita Arnfinn i höfuðið, eða eftir Arnfinni sýslu- manni á Bakka i öxnadal, syni Jóns eldra, og hafa bau Þuriöur verið systkinabörn. Arnfinnur dó i plágunni seinni um 1495, og gæti Arnfinnur á Sléttu verið fæddur skömmu siðar. En ætt þeirra bræðra er vafa- laust af öðrum hvorum Jóninum. Arnfinnur kemur við bréf 1. júli 1564 á Alþingi, sem er Tylftar- dómur kvaddur af Páli lögmanni Vigfússyni sem dæmir ónýtt kaup þeirra hjóna Arnfinns Jónssonar og Ragnhildar Ketilsdóttur um jarðir hennar Kirkjuból I Norð- firði og Eyrarteigs i Skriðdal og skulu þær falla 1 erfö bræðrum hennar Magnúsi og Indriöa Ketilssonum. Kemur þaö hér I ljós, að kona Arnfinns var Ragn- hildur Ketilsdóttir, önduð fyrir 1. júli 1564. Svo segir i sama bréfi: „Magnús Ketilsson klagaði til Arnfinns Jónssonar um þann arf er honum hafði falliö og hans bróður Indriða, eftir sina systur Ragnhildi Ketilsdóttur, sem voru tvær IX hundraöa jaröir svo heitandi Kirkjuból I Norðfiröi i Skorrastaðarkirkjusókn og Eyr- arteigur i Skriðdal I Múlastaðar- kirkjusókn, hverjar jarðir Arn- finnur hafði keypt af greindri Ragnhildi konu sinni og gefið henni fyrir X málnytju kúgildi og VIII hundruð á góðum peningum, hvað oss leyst eigi lögleg kaup vera, þvi svo ávisa vor landslög, að bóndakona skal ráöa eyris- kaupi á XII mánuðum hverjum nema bóndi hennar sendi hana I kaupstaö, aö kaupa þeim til þarfinda. Þá skulu haldast kaup hennar ófölsuð. Enn jarðir skal hún (eigi) engar selja, þar fyrir dæmum vér þetta kaup ónýtt og aö öngu haldandi. Item I annarri grein stendur svo i bókinni. Ef misdauðu hjóna verður og lifir hann henni lengur, þá taka arfar hennar, heimafylgju hennar. En tilgjöf falli niður. Voru þessar áður greindar jarðir heiman- fylgja hennar. Þvi aö svo prófuðu og fyrir oss kom nú dæmdum vér fyrrnefndir dómsmenn með fullu dómsatkvæði Magnúsar Ketils- sonar og hans bróðir Indriði mega aö sér taka réttilega greindar jarðir.” Nú er þaö að athuga, að i Sléttubréfi 1551, að borgun fyrir Sléttu er jöröin „Kirkjuból” 900 að niati og Hallgeirsstaðir i Hlið i Kirkjubæjarþinghá XVIII hundruð eöa alls 27 hundruð á móti mati Sléttu 27 hundruöum. Var hér kaupverð Sléttu að 9 hundruðum eöa sem svarar Kirkjubóli, dæmt af erfingjum Björns á Eyvindará, þar sem Arnfinnur hafði greitt þessa jörð upp i andvirði Sléttu, þegar hann keypti jörðina 1551 og hefur verið að þeim gengið og hefur Arn- finnur orðiö að láta til baka 900 I Sxéttu. Að þannig hefur það veriö sýnir annað bréfið um Sléttu, sem hér er tekiö fyrir. Það bréf er gert 2. jan. 1565 á Sléttu og er eftirfarandi: „Kaupbréf fyrir 9 hundruðum I Sléttu i Reyðarfirði. Það gjörum vér Hrafn Þor- steinsson og Bjarni Jónsson og Ketilbjörn Jónsson góðum mönn- um kunnugt með þessu voru opna bréfi, þá er liðið frá Guðsburði, MDLX og V ár á Sléttu I Reyðar- firði, föstudaginn, sáum og heyrðum á orð og handaband þeirra bræðra Siguröar Björns- sonar og Þórðar Björnssonar, aö svo fyrir skyldu, aö áður skrifaður Sigurður Björnsson seldi Þóröi Björnssyni IX hundraö I jörðinni Sléttu i Hólma- staðarkirkjusókn, hvaö reiknað- ist þriðjungur greindri jörðu og með öllum þeim gögnum og gæö- um, sem þessum jarðarparti hefur fylgt og fylgir að fornu og nýju bæði til sjós og lands og hann var fremst eigandi að orðinn, seldi hann þennan jaröarpart með jáyrði og samþykki sinnar kvinnu Guðrúnar Jónsdóttur. Hér I mót gaf Þórður Björnss. XIII hundruð til greind VII málnytju- kúgildi og VII hundruð I öllum þarflegum peningum. Skyldi Þórður þá strax að sér taka hálf- an partinn sem hann hefði út goldið, en Sigurður þó búa þetta ár og gjalda mörk i leigu, en hin- um hálfum skyldi hann umsjón veita þar til peningurinn væri út- goldinn. Lofaði þrátt nefndur Þórður bróður sinum Sigurði að útvega honum jörð að búa á þar i sveit af hún fást kynni en hann sjálfur skuldum að gegna, en kynni hún eigi að fást þá skyldi hann á þessum parti (að) búa og leigja honum svo allan. Hér með skyldi sá svara lagarriftingum er seldi. Og til sanninda hér um setj- um vér vor innsigli fyrir þetta kaupbréf, hvert er skrifaö var á sama staö og áður greinir, degi siðar en fyrr segir.” Bjarni Jónsson sem er vottur aö þessu bréfi er liklega sá sami sem vitnar 1555 um landamerki Sléttu. Hrafn Þorsteinsson, sem einnig er hér vottur, er liklega sá Hrafn, sem nefndur er I Alþingisbók Is- lands 1632 og erft hefur Kross á Berufjarðarströnd og Fagradal i Breiðdal eftir Þorstein fööur sinn (Einarsson?), en er þá fyrir löngu andaður. Bréfið frá 1565 sýnir eftirfar- andi, að Siguröur Björnsson frá Eyvindará, sem allar heimildir þegja um, selur Þórði bróður sinum IX hundruð I jörðinni Sléttu og er þá komið til skila andviröi Kirkjubóls, sem dæmt var bræörum Ragnhildar fyrr- nefndrar og er nú kominn i staöinn 9 hundraöa hlutur I Sléttu. Sigurður sonur Björns á Eyvindará er annað hvort sonur fyrri konu Björns, sem ekki er vitað nafn á eða sonur Þuriðar Langsdóttur. Hann hefur liklega fengiö þennan Sléttupart I arfa- skipti. Þórður siöan keypt hann. Siguröur, sem bjó á partinum fær leyfi að búa þar enn eitt ár, en Þórður átti aö útvega Siguröi jörð að búa á þar i sveit. Siguröur hefur sem sagt búið á þriöjungi, en Arnfinnur sem kallaður er bóndi úr Austfjöröum og eigandi að allri Sléttu 1551-64, hefur lik- lega búiö á tveim þriðjungum eftir 1564. Hans er enn getið i Alþingisbókum tslands, að hann átti sonarson Sigurö Jónsson, sem var dæmdur lögerfingi hans, vegna þess að Arnfinnur átti engin skilgetin börn, má vel vera að þessi Sigurður hafi búið á Sléttu og átt afkomendur. En Sigurður Björnsson gæti vel hafa verið sonur Þuriðar Langsdóttur, eins og hefur verið tæpt á og ekki verið fullveðja þegar arfskrafa Bjarna Björnssonar er borin fram 1562, eftir bréfinu 1565, er þá kvæntur og hét kona hans Guðrún Jónsdóttir. Þórður Björnsson frá Eyvindará, var sem kunnugt er ættfaðir Burstafellsættar og bjó á Burstafelli I Vopnafirði. Þórður mun lengst hafa búið á Eyvindar- á. Hann er talinn meðal herra kóngsins eiðsvara 25. sept, og gæti þá hafa haft sýsluvöld eða annað konungsumboö i þann tið. Þórður var nefndur lögréttu- maður 1573, en þá kemur hann viö merkan dóm Eiriks Arnasonar prestahatara sýslumanns I Múla- þingi mágs sins um veiöi sela og hvala i eða á isum innan fiskhelgi fyrir landi manna. Ariö 1591 er getið i Alþingisbókum Islands „Item lýsti Þórður Björnsson i umboði Björns Gunnarssonar (tengdasonar sins) lögmála i jöröinni Kirkjubóli I Noröfirði 'i Skorrastaðarkirkjusókn 9 hundruð að dýrleika. Lofaði Jón Magnússon þessu þá hann þyrfti eöur vildi og skyldi Þórður gefa á hundruð féð fyrir hvert 1 hundrað i jörðum. Þórðurhefur þvi endur- heimt Kirkjuból hvort sem hann hefur látið eða haldið Sléttu- partinum oftnefnda, sem Kirkju- ból stóð fyrir. Jón þessi, sem hér er nefndur, er vafalaust sonur Magnúsar Ketilssonar, sem gerði kröfu I arf Ragnhildar systur sinnar, konu Arnfinns, sem áður er getið. Magnús var lögréttu- maður, nefndur þaö 1558 á Egils- stööum. Getið enn á Alþingi 1564- 66, hann mun hafa búið á Glúms- stöðum i Fljótsdal 1549 og er staðarhaldari á Valþjófsstöðum 1553-60. Kona hans hét Þorgerður Jónsdóttir, sonur þeirra var Ketill, sem átti Bæ i Lónssveit, og þá liklega fyrrnefndur Jón. Mun hér enn bætt nokkru við um Þórð Björnsson, en hans er getið i Alþingisbókum árið 1600, i sambandi við arf barna Eiriks sýslumanns Arnasonar mágs sins. Kona Þórðar var Guölaug Arnadóttir á Burstafelli Brands- sonar prests á Hofi I Vopnafirði og priors á Skriðu Hrafnssonar lögmanns eldra Brandssonar. Kona Arna var Úlfheiður Þor- steinsdóttir sýslumanns i Hafra- fellstungu Finnbogasonar (sbr. legstein yfir hana úr Hofskirkju- garði i Þjóöminjasafni). Dóttir þeirra var Ragnhildur, sem fyrr átti Björn Gunnarsson sýslumann á Asbrandsstöðum og Burstafelli siöar Snæbjörn Þórðarson. Þorgrimur hét bóndi á Sléttu um 1600 Þórðarson og gæti verið sonur Þórðar Björnssonar og *lll*lll*lll*lffr »^1***1* jafnvel Guölaugar og þar með skilgetinn og liklegra væri þó að hann sé óskilgetinn. Þorgrimur þessi er nefndur i Ættum Aust- firðinga og átti Solveigu Jóns- dóttur Þorlákssonar prests i Heydölum (d. 1590) Ivarssonar. Seinasta bréfið, sem hér verður tekið fyrir er gert 15. ágúst 1555 á Eyvindará, vitnisburður um landamerki I milli Sléttu og Ar- eyja I Reyðarfirði. Það er svo: „Þaö gjöri ég Bjarni Jónsson góðum mönnum kunnugt með þessu sinu opna bréfi, aö ég hefi verið á Sléttu i Reyðarfirði XX vetur og þaða’n af lengur búið i Reyöarfirði og hélt minn faðir þessi landamerki i millum Sléttu og Areyja, úr gildi þvi sem gengur ofan úr miðju Kollfelli og sjónhending á eyrarnar og til aö miðrar strandarár, en þó lýsti hann þvi, aö sér hefði svo eldri menn sagt, að Slétta ætti land út að Jötnagörðum og svo vissi ég hann hafði verstöð á Selstöðum og svo sagði hann Slétta ætti skógar- part i Seljateigsland yfir undir mela og tveggja hrossbeit á Teigabakka á vetur i Sómastaða- land, heyröi ég hér aldrei tvimæli á leika fyrr en nú fyrir tveim árum og hef ég nú f jóra vetur um fertugt hér eftir vil ég sverja ef þurfa þykir. Og til sanninda hér um set ég mitt innsigli fyrir þetta vitnisburöarbréf, hvert er skrifað var á Eyvindará á Mariumessu fyrri um sumarið árum eftir guðsburð MDL og V ár.” 1 þessu miöbréfi að áratali um Sléttu i Reyöarfirði má ýmsan fróðleik finna. Fyrst er hér að geta ábúanda á Sléttu sem hét Jón faðir Bjarna og liklega þá einnig Björns á Eyvindará og Arnfinns. Málaferli hafa komið þá upp fyrir skömmu um landa- merki Sléttu og Areyja, sem nefndar eru I bréfinu og er getið i Vilkingsmáldaga (1397), sem jörö Hallormsstaöakirkju. Jarð- arinnar Seljateigs er getiö og skógaritaks Sléttu i þvi landi, en fleiri áttu skógarteig i þvi landi, sbr. skógaritak undir Grænafelli, getiö sem eign Vallaneskirkju i Vilkinsmáldaga. Þá eru hér ör- nefni, Miðstrandará, Kollfell (nú oft nefnt Kotsfell) Jötnagarð- ar (mikið jarðfall) og Teyga- bakkar, kunn heiti. Selstaðir hafa verið verstöð i landi Sléttu og er yzt út á Sléttuströnd, hef ég og heyrt þá nefnda Selstöð. Útgerð hefur lengst af verið nokkur rekin á Sléttuströnd, mest i tiö Norð- manna á seinustu áratugum 19. aldar, Mætti rekja þetta mál lengra varðandi útgerð, örnefni og fleira, en mun hér sleginn bot- inn i athuganir þessar á Sléttu- bréfum. Við getum afgreitt bilana STRAX á mjög hagstæðu verði og með ábyrgð upp í 20.000 km akstur Augiýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.