Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 3
Sunnudagur 3. apríl 1977 3 Auglýsið í Tímanum Nú er frost á Fróni Fóðruð oq þæailea stíavél Frá Hvammstanga Menningarvaka Vestur-Húnvetninga verður haldin á Hvammstanga um bænadagana, 7.-10. april, næstkomandi, en það eru Lions-klúbb- urinn Bjarmi og Ung- mennafélagið Kormák- ur, sem standa fyrir þessu. Vaka þessi, sem haldin er i félags- heimilinu á Hvamms- tanga, er nýr liður i fé- lagsstarfi i sýslunni. Margt verður til skemmtunar, þar á meðal listsýning upplestur, bundið mál og óbundið og þjóðlaga- trió kemur fram. Fjölbreytt dagskrá Vakan verður sett miðviku- daginn 7. april kl. 20.30 að viðstöddum félagsmönnum i áöurnefndum félögum og gestum. Fimmtudaginn 8. april kl. 14.00 verður vakan opnuð almenningi kl. 14.00. Verða listsýningar opn- ar almenningi þann dag til klukk- an 18.30, en klukkan 20.00 um kvöldið hefst kvöldvaka, sem stendur til klukkan 22.00. Þar veröa fluttr sögur og ljóð eftir vestur-húnvetnska höfunda, auk þss sem þjóðlagatrióið mun skemmta. A föstudaginn langa verða list- sýningar opnar frá klukkan 14.00-16.00. Laugardag fyrir páska opna listsýningarnar klukkan 14.00, en klukkan 16.00 hefst vaka að nýju og stendur hún til klukkan 18.00, en þá lýkur list- sýningunum og Menningar- vökunni. Verður vakan með sama sniði og á skfrdag, nema annað efni verður flutt. Á myndlistarsýningunni veröa sýndar vatnslitamyndir, olíumál- verk og grafik eftir kunna mynd- listarmenn, þá Jónas Guðmunds- son, Rudolf Weissauer og Onnu Sigrlði Björnsdóttur. Þá verða á sýningunni fuglar skornir úr birki af Þorsteini Diometerssyni á Hvammstanga. Hoseas Tukúla frá Kap Dan á Grænlandi (Kúlúsúk) sýnir myndir og muni úr hvalbeini og sandsteini. Meðal efnis, sem flutt veröur á vökunni er óbundið mál eftir Jónas Guðmundsson listmálara og rithöfund en höfundur er gestur vökunnar. Ennfremur veröur flutt efni eftir Sigurð Eiriksson frá Hvammstanga og Hermann Halldórsson I Framnesi. Bundið mál verður flutt eftir marga Vestur-Húnvetninga, t.d. Vatnsenda-Rósu, séra Sigurð Norland, Steinar J. Júliusson, bræðurna Helga og ólaf Tryggva- son og marga fleiri. Verður þetta efni ýmist flutt af höfundum, eða öðrum sýslubú- um. Ljóst leður, hrágúmmibotnar. Verð 10.890. Jónas Guðmundsson, listmálari og rithöfundur Rudolf Weissauer, sýnir grafik. Það skal sérstaklega tekið fram, að enginn aögangseyrir er tekinn af gestum, hvorki að sýningum, né öðrum samkomum. Þá munu konur Lionsmanna selja gestum kaffi frá klukkan 2-6 slðdegis á sklrdag. Myndirnar eru flestar til sölu, en nokkrar eru I einkaeign. Menningarvökunefnd skipa: Sigurður H. Þorsteinsson, skólastjóri, Egill Gunnlaugsson, dýralæknir, Ingi Bjarnason, mjólkurfræðingur, HelgiS. Ólafs- son, rafvirkjameistari og Karl Sigurgeirsson kaupmaður. Kauðbrúnt, brúnt og svart leður. Tvenns konar sólar. Verð kr. 8.870. Feikilegt úrval af leðurstígvélum og götuskóm. Póstsendum samdægurs mu / Laugavogi 69 * Sími 1-68*50 Miðbæjarmarkaði • Sími 1-94-94 Vorvaka V-Hún- vetninga á Hvammstanga um páskana Stefán Andréasson, Hanne Gustavii, GIsli Helgason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.