Tíminn - 03.04.1977, Qupperneq 28

Tíminn - 03.04.1977, Qupperneq 28
28 Sunnudagur 3. apríl 1977 Þegar Carter lét sáttapólitík sigla sinn sjó t boöi brezka sendiherrans i Washington t.v. situr Cyrus Vance, utanríksiraðherra. Þegar Jimmy Carter ávitaöi sovézku stjórnina opinberlega fyrir hótanir hennar I garö sovezka andó f s m annsins Sakarov, varö heiminum ljóst, aö hin rólega sáttapólitík þeirra Nix- ons og Fords átti ekki lengur inni i Hvita húsinu. Blaöinu haföi veriö snúiö viö, og þeir, sem óttuöust aö Carter og Ford væru eitt og sama tóbakið, fá að greiöa fyrir mistök sin. Carter lét ekki aðeins stuön- ing sinn við Sakarov duga, heldur vottaöi hann einnig hlýhug sinn þeim Tékkum, sem undirritaö höföu „Mannréttindasáttmálann 77”, og hundeltir hafa veriö fyrir bragöiö af tékkneskum stjórn- völdum. „Handarfkjamenn munu ekki liða, að mannréttindi séu fót- um troðin” segir Carter, og þegar Rússar ráku sendiritara Asso- ciated Press úr Moskvu, svaraöi forsetinn i sömu mynt og lét blaöafulitrúa Tass i Washington yfirgefa staöinn án frekari skýr- inga. Menn höföu gleymt, aö Bandarikjamenn gætu veriö af- dráttarlausir i oröum og geröum og spyrja sig nú, hvort slökunar- stefna eða „détente” hafi veriö látin fyrir róða og pókerslög „kalda striösins” taki viö. Til þess að skilja þær breyting- ar, sem átt hafa sér stað i utan- rikisstefnu Bandarikjanna, væri ráö að lita á andstæðurnar tvær, Kissinger og Carter. Það hefur svo sem allt verið sagt og skrifað um doktor Heinrich, myndi ein- hver segja, þennan þunglama- lega trúð, sem ráðið hefur stefnu Bandarikjamanna i utanrikis- málum siðustu átta árin. Allt hef- ur verið um hann sagt nema það sem máli skiptir, svarar að bragði fréttaritari Paris-Match i Washington, Georges Menant, og minnir sérstaklega á fruntalega framkomu Kissingers við Evrópu, sem hann setur i beint samband við óhamingjusama fortið utanrikisráðherrans fyrr- verandi. Það var erfitt fyrir Kissinger að losna við biturleika sinn gagnvart Evrópu, þessari gömlu heims- áflu, sem fékk það hlutskipti að verða vettvangur harmleikja og ofsókna Hitlerstimans. Aö hans áliti gat hún aldrei rétt úr kútnum meir og allt tal um endurreisnar- vilja og samtakamátt var hlægi- legt, bezt væri aö sniðganga hana alveg, enda skipti hún svo sem engumáli. Þessi svartsýni leiddi Kissinger út i svo fágætt siðleysi i stjórnmálum að vart verður fundið annað eins. Undir þvi yfir- skini að koma á friöi i heiminum voru farnar mjög reglulegar ferð- ir á milli Washington og Moskvu. Aðrir voru ekki viðræðuhæfir, enda hafði Kissinger það beint frá Metternich, að I heimspólitikinni skiptu stórveldin ein máli. Hin á- hrifalitla Evrópa mátti eiga sig og þau „smávandamál”, sem upp komu i Suður-Ameriku og Afriku myndu Sovétrikin og Bandarikin leysa á bróðurlegan hátt. Rússneska þjóðin fór ekki var- hluta af litilli siðferðiskennd dr. Kissingers. Stæðu fyrir dyrum samningaviðræður Bandarikja- manna og Rússa um takmörkun við útbreiðslu kjarnorkuvopna. var yfirmanni Hvita hússins ráð- lagt að hunza Solzenitsyn o.s.frv. Þeir Amerikanar, sem leiðir voru orðnir á leikaraskapnum, fagna „realpolitik” Carters. Og það verður að segjast eins og það er, að stefna Kissingers i Viet- nam, tsrael og Afriku hefur fátt gott af sér leitt. „Dear Henry” yf- irgefur hnefaleikana gjörsigr- aður. Skopskyggni sina hefur hann þó ekki alveg misst. Og þeg- ar hann var inntur eftir þvi, hvað hann ætlaði sér nú að segja við hinn nýkjörna forseta Bandarikj- anna, sagðist hann þvi miður hafa sóað svo miklum tima i að finna þorpið Plains á landakortinu, aðfyrstu gullorðin við forsetann hefðu alveg farið forgörðum. Og hvað hefði Prússinn Kissinger svo sem getað sagt við bóndann frá Georgiu, með indiánahrukkurn- ar, kaninutennurnar og stritt hár- ið? Fátt eitt og litiö. Jimmy Carter ber með sér imynd hinna sönnu Amerikana. Ekki þeirra, sem við þekkjum bezt frá Austurströndinni, for- kólfa i fóstureyðingum og sorprit- um, heldur hinna úr hinu heita suðri, sem ennþá lifa undir augliti Guðs og lesa bibliuna sér til sálu- hjálpar. Predikarinn i Jimmy er sterkur: „Þegar ég finn á mér, að ég og konan min ætlum að fara að rifast, tek ég i hönd hennar leiði hana inn i herbergið okkar og sezt meö henni á rúmstokkinn. Við snúum okkur siðan i áttina að krossinum og hvort okkar segir það sem þvi býr i brjósti. Aldrei hefur brugðizt, að guð hafi ekki sætt okkur og þannig sætti hann einnig föður minn og móður”. Æska Carters er ekki svo langt undan, en frásagnir hans af æsku- dögunum likjast þó mest ævintýr- um Tom Sawyer. I þá daga hljóp hann um berfættur stráklingur meðal þvottabjarna og villtra biflugna og hámaði i sig rætur lárviða'-trjáa. Frá þessu segir hann i bókinni „Hið bezta i okkur sjálfum” og þar fáum við einnig lýsingar á Plains i Georgiu árið 1930. „Ég held að aldrei hafi okk- ur brugðið eins á bænum og þegar við fengum rafmagn. Þetta var breyting, sem okkur hefði ekki getað órað fyrir.” Þegar vélvæðingin hafði náð til Suðurrikjanna og þar höfðu sprottið upp „reyklausar verk- smiðjur”, fjölgaði ibúunum ört. Carter, fátæki bóndasonurinn, varð verkfræðingur og vellauðug- ur plantekrueigandi. Má segja að ævi hans sé þverskurður af hinni öru þróun mála i Suðurrikjunum siðastliðin 20 ár. Straumurinn frá áustri til vestrs hefur minnkað, nú er þáð suðrið, sem vinnur á. Máttur þess er alveg nýr og hið nýja afl mun leitast við að hreinsa hinar spilltu borgir i norðri. Unga fólkið, sem kaus Carter til forseta af miklum meirihluta, vildi hreinsa til. Það var orðið leitt á valdhöfunum i Washington, sem ekki gátu státað af öðru en Watergate og Vietnam. Carter sveik ekki kjósendur sina og hann lét það verða sitt fyrsta verk að náða bandariska liðhlaupa úr Vietnamstriðinu. Þetta var ekk- ,ert kærleiksverk, heldur var hér að verki mikill stjórnmálamaður eða eigum viö heldur að kalla hann mikinn prest, sem tekið hafði að sér að bægja illum önd- um frá stjórninni i Washington. Vietnam var ekki annað en sögu- leg afglöp, og Amerika var I rauninni voldug og frjáls þjóð. Af hverju ætti hún ekki að reyna aö gleyma ógæfu sinni og yfirsjón- um? Af hverju ætti hún að ganga um prúttandi, bogin og beygð? Þessar spurningar eru siðferði- legs eðlis, en siðferði I stjórnmál- um hefur ekki þekkzt lengi á þessum slóðum. En hvað kemur þá i staðinn fyr- ir öxulinn Kissinger — Metter- nich? í utanríkisráðherra- embættið velst hefðbundinn diplómat, sem fremst stóö i þvi aö lækka öldurnar á Kýpur, i Kóreu og á Saint-Dominique, Cyrus Vance. Og i öryggisráðið, sér- fræðingur i málefnum austan- tjaldslanda, hinn upprunalegi pólski Zbignew Brezezinski. Hvað varaforsetann áhrærir, þá mun hann verða raunveruleg hjálpar- hella forsetans og staðgengill. De Gaulle hefði sjálfsagt sagt, að þarna væri á ferðinni breyting frá ekkjustandi fyrrverandi vara- forseta. 1 ávarpi sinu til erlendra rikja sagði Carter þjóö sina þarfnast reynslu þeirra og fróð- leiks. Ovenjulegt! I fyrsta sinn i langan tima hafði Amerika eitt- hvað að sækja til annarra þjóða. Hvað Evrópu viövikur, þá hafa hinir gömlu fordómar verið látnir sigla sinn sjó og andi Kissingers svifur ekki lengur yfir vötnunum. 1 staöinn er komið hlutlægt mat, aö þvi er ameriskir stjórnmála- fræðingar fullyrða.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.