Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 19
Sunnudagur 3. apríl 1977 LSLiilII'-Í' 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur f Aðaistræti 7, sími 26500 — afgreiðslusimi 12323 — augiýsingasfmi 19523. Verð flausasölu kr. 60.00. Áskriftar- gjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Erlendar ráöstefnur hér á landi Á Alþingi 1974-75 flutti Heimir Hannesson, ásamt þremur þingmönnum öðrum tillögu til þings- ályktunar um frumkvæði opinberra aðila varðandi fjölþjóðlegar ráðstefnur hér á landi. Efni tillögunn- ar var að fela rikisstjórninni i samráði við þjónustu- aðila i islenzkum ferða- og samgöngumálum að kanna hið fyrsta leiðir til að auka fjölþjóðlegt ráð- stefnuhald hér á landi, m.a. vegna hinna miklu gjaldeyristekna, sem ráðstefnuhald skapar. Eink- um verði islenzkar stofnanir og samtök, er hlut eiga að alþjóðlegu samstarfi, hvattar til að beita sér fyr- ir þvi að Island fái sinn skerf af funda- og ráðstefnu- haldi, sem fram fer á vegum þeirra aðila. Greinargerðinni fylgdi áætlun um gjaldeyristekj- ur af 56 manna ráðstefnu, sem stæði i þrjá daga. Var þá reiknað með þvi, að þeir kæmu hingað með islenzkum flugvélum. Niðurstaðan sýndi, að þeir myndu alls ráðstafa hér um 5.5 millj. króna. Þessi tala er orðin miklu hærri nú i islenzkum krónum. Af þessu má ráða, að miklar gjaldeyristekjur fylgja sliku ráðstefnuhaldi. í greinargerð tillögunnar er svo vakin athygli á þvi, að auk gjaldeyristeknanna sé mikið hagræði að þvi fyrir hina ýmsu viðskipta- aðila ferðaþjónustunnar að nýta alla aðstöðu lengur en ella, svo sem fyrir flugfélög, hótel, veitingahús og aðra sambærilega aðila. Miðað við þær verulegu tekjur^ sem þessi starfsemi skapar, sé eðlilegt að hið opinbera hafi frumkvæði að þvi i samvinnu við þjónustuaðila i samgöngu- og ferðamálum, að vinna að þvi á skipulegan hátt að fá hingað til lands fjöl- þjóðlegar ráðstefnuraf viðráðanlegri stærð. í þessu sambandi megi minna á að ísland er aðili að fjöl- mörgum alþjóðlegum stofnunum og samtökum, sem halda fundi og ráðstefnur árlega eða oftar á ári. Það mundi mjög flýta fyrir framgangi þessa máls, ef rikisstjórn Islands beinlinis fæli fulltrúum sinum i hinum ýmsu fjölþjóðlegu samtökum og stofnunum að vinna að þvi að ráðstefnur og fundir yrðu haldnir hér á landi innan eðlilegra marka og islenzk stjórnvöld á hverjum tima legðu eitthvað af mörkum þegar slikar ráðstefnur væru haldnar hér. Slikt væri að sjálfsögðu framkvæmdaatriði hverju sinni, en yrði i reynd mikill hvati þess að unnið væri ekki siður að þessum málum af hinum ýmsu aðil- um, er viðskiptalega væru tengdir framkvæmd slikra ráðstefna. Þessa tillögu dagaði uppi á Alþingi, en siðan Ferðamálaráð tók til starfa samkvæmt nýjum lög- um um þetta efni, hefur það undir forustu Heimis Hannessonar hafizt handa um framkvæmd þessa máls. Ferðamálaráð hefur rætt um þessi mál við flugfélög og hóteleigendur og ýmsa aðíla aðra. Þá hefur verið fenginn hingað irskur ráðstefnufræðing- ur til skrafs og ráðagerða, en írar hafa lagt mikið kapp á að undanförnu að auka hjá sér ráðstefnuhald og það borið góðan árangur. Þá hefur Ferðamála- ráð i undirbúningi frekari aðgerðir i þessum éfnum, eins og útgáfu landkynningarbæklinga, sýningu kvikmynda o.s.frv. Má óhætt segja, að þegar sé komið i ljós, að opinbert frumkvæði er mikilsvert i þessum efnum og getur orðið einkaaðilum i hinum ýmsu þjónustugreinum til mikillar styrktar. Tvimælalaust er hér um mikilsvert mál að ræða fyrir þjóðarbúið. Eins og segir i áðurnefndri greinargerð, myndi aukið ráðstefnuhald utan sumartimans nýta þá aðstöðu, sem þegar er fyrir hendi og væri ónotuð ella — og það gæti aflað þjón- ustufyrirtækjum drjúgra tekna og stóraukið gjald- eyristekjur þjóðarinnar. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Hua teflt fram við hlið Maos Mikil áróðursherferð kinverskra f jölmiðla KÍNVERSKIR fjölmiBlar bera þess vaxandi merki, aö höfuöáherzla er nú lögö á þaö af þeim, sem völdin hafa, aö styrkja Hua Kuo-feng i sessi sem formann Kommúnista- flokksins og pólitiskan arftaka Maos. Þeim er á áróöurs- spjöldum stillt hliö viö hliö og nafn Maos er varla svo nefnt i ræöu eöa riti, aö Hua sé ekki nefndur jafnframt. Við öll tækifæri eru menn hvattir til aö fylkja sér um Hua for- mann, þvl aö þannig veröi bezt tryggt, aö fylgt veröi kenning- um Maos. Mikil áherzla er lögö á þann málflutning, aö það hafi veriö Mao sjálfur sem valdi Hua sem eftirmann sinn. Mao hafi gert það að tíiiögu sinni i april 1976, að Hua yrði ekki aðeins kjörinn fyrsti varaformaður flokksins, held- ur einnig forsætisráöherra. Þessu til staðfestingar er það upplýst, aö hinn 30. april 1976 hafi Mao skrifaö Hua stutt bréf, þar sem hann hafi skýrt .frá þvi, að honum liði vel með Hua i forustusæti. Vilja Maos hafi þvi verið framfylgt, þegar Hua tók endanlega viö forust- unni eftir að Mao lézt i september siöastliðnum. Formlega séö, er Hua nú valdameiri en Mao nokkum tima var, þar sem Hua gegnir nú einn embættum þeirra Maos og Cou En-lais beggja, en hann er hvort tveggja i senn flokksformaöur og for- sætisráöherra. Liklegt var talið, aö Hua myndi sleppa forsætisráöherraembættinu fljótlega eftir aö hann varö flokksformaöur, en hann hefur ekki gert þaö enn. AF þessu draga ýmsir fréttaskýrendur þá ályktun, að Hua telji sig enn ekki fullkomlega öruggan I sessi og þvl þurfi hann aö hafa alla þræði i hendi sinni meöan hann er aö treysta aöstööu sina. Tilhins sama bendir það, aö áróöurinn gegn fjórmenn- ingunum, sem eru sagöir hafa ætlaö aö ná völdum, er haldið áfram meö sizt minni ákafa en áöur. Þessir fjórmenningar eru þau Chiang Ching, ekkja Maos Wang Hung-wen Chang Chun-chiao og Yao Wen-yuan. Wang er jafnan nefndur fyrstur þessara fjórmenninga og viröist eins og hann hafi haft forustuna meöal þeirra, og þar næst Chang. Chiang Ching er ekki nefnd fyrr en i þriöju röö. Þaö er sagt, aö þau hafi notfært sér veikindi Maos iii að undirbúa valdatöku sina aö honum látnum, en þaö hafi Hua formaöur verið markmiö þeirra aö hverfa aftur til kapltalismans, enda þótt fyrri heimildir hafi bent til hins gagnstæöa. Þessu til áréttingar er vitnaö til gamalla ummæla Maos, aö kommúnistar viti oft ekki, hvar fulltrúa gagnbyltingar- sinna og smáborgara sé helzt aö finna, en þaö sé einmitt innan flokks kommúnista. Hættan stafi frá forustumönn- um flokksins, sem hafi kapitaliskar tilhneigingar, en þaö hafi einmitt einkennt þessa fjórmenninga. Undir öruggri leiösögn Hua for- manns hafi flokksstjórnin brugöizt viö i tæka tiö og kom- iö i veg fyrir samsæriö. Þvi sé Kommúnistaflokkurinn á réttri braut og fylgi trúlega fram kenningum Maos undir traustri leiösögn hins nýja for- manns. ÞÓTT Hua leggi á þaö mikla áherzlu, aö hann láti stjórnast af kenningum Maos, draga margir fréttaskýrendur i efa, að hann muni gera það eftir aö hann telur sig vera oröinn öruggan i sessi. Þvi er miklu fremur spáö, aö hann muni frekar fylgja fram varfærnari og raunhæfari stefnu Chou En- lais. Hann muni leggja kapp á að efla framleiðsluna og bæta lfifskjörin og afla sér þannig vaxandi lýöhylli. Mjög er um þaö rætt, hver veröi utanrikisstefna Hua, þegar hann telur sér ekki standa lengur stuggur af f jór- menningunum. Eins og er, viröist hann kappkosta aö fylgja fram þeirri utanrlkis- stefnu, sem Mao haföi mótaö, og einkennist af tortryggni i garö Rússa og ótta viö yfir- gang þeirra, ef Kinverjar treysta ekki nægilega varnir sinar. Hinum óvægna áróðri gegn Rússum er ekki aöeins haldiö áfram, heldur hefur hann frekar veriö aukinn, og kappsamlega er unniö áfram að varnarmálunum. Bæöi Bandarikjamenn og Vestur- Evrópumenn eru hvattir til aö láta ekki friöartal Rússa blekkja sig. Kinverjar vilja bersýnilega, aö ekki dragi saman meö Sovétrikjunum og Bandarikjunum. Eins og er, hafa þeir lika ótviræðan hag af ágreiningi risaveldanna. Lik- legt er, aö þetta viöhorf muni móta utanrikisstefnu Kinverja i náinni framtiö. Hins vegar er erfiöara aö spá um hana, þegar þeir veröa orönir þaö öflugir aö geta boöiö öllum byrginn. En vafalltiö er það markið, sem stefnt er aö. Þ.Þ. Hua er nær hvarvetna teflt fram viö hliö Maos

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.