Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 15
Sunnudagur 3. apríl I977i 15 Marihúana og hass trufla frumuskipti Gabrlel G. Nahas heitir prófessor I lyfjafræði viö há- skólanni Columbia I Bandarikj- unum. Hann var núna I febrúar meðal þátttakenda i þriggja vikna ráðstefnu á vegum heil- brigðisstofunar SameinuOu þjóðanna I Genf. Norska blaðið Aftenposten náði tali af Nahas, sem sagði meðal annars það sem hér fer á eftir: Hálf milljón heróin- neytenda sem allir byrjuðu á vægari efn- um Arið 1975 hóf kona sem heitir Dennis Kandel og er læknir viðtæka rannsókn á neyzlu þess- ara efna. Hún náði til 5500 skóla- nema á aldrinum 14-18 ára. Samkvæmt þeim athugunum virðist fullur fjórði hluti þeirra sem reykjahass eða marihuana verða heróinneytendur. Þess vegna ættu allir svokallaðir fræðingar að hætta gaspri um að hass og marihuana sé ekki verulega hættulegt. NU mun vera hálf milljón heróin-neytenda i Bandarikjun- um. Þeir munu allir hafa byrjað neyzluna á vægari efnum. Það er ekki vitað um neinn sem byrjaði meö heróin. Börnin eru i hættu Þeir sem reykja marihuana eða hass ættu sérstaklega að varast að auka kyn sitt. Við vit- um ekki hversu alvar- leg áhrif það kann að hafa á andlega og likamlega heilsu þeirra bama, sem slikir foreldr- ar kynnu að eignast. Langvinn neyzla þessara efna gerir fólk oft ófrjótt, bæði karla og konur. Hér er ástæða til að vara æskufólk um allan heim mjög alvarlega viö . Þaö má aldrei gefa þetta eitur frjálst á mark- að. Fíkniefnanefnd sam- einuðu þjóðanna Sameinuðu þjóðirnar hafa komið upp sérstakri fikniefna- nefnd. Norðmaðurinn Olav J. Brænde veitir henni forstööu en hefur þar 15 samstarfsmenn. Ráðstefnan i Genf var til aö kynna niðurstöður af rannsókn- um þessarar nefndar og ræða úrræði til varnar þeirri plágu sem eiturlyfjaneyzlan er. Heróindauði i Svíþjóð 1 janúarmánuði voru 11 eitur- lyfjaneytendur fluttir meðvit- undarlausir á sjúkrahús i Stokkhólmi. i febrúar voru þeir 19. Það tókst að halda lifi i öilum þessum 30 nema tveimur. 28 þeirra höfðu notað heróin, þar á meðal þeir sem létust. Enginn þessara 30 hefði lifaö án læknis- aðgerða. Frá söfnunarnefnd vegna minnisvarða um Inga T. Lárusson/ tónskáld. Snemma árs 1974 bundust aust- firzku átthagafélögin I Reykjavlk samtökum um að koma upp á Seyðisfirði minnisvarða um Inga T. Lárusson tónskáld. Þessi átt- hagafélög kusu hvert sinn fulltrúa til að hrinda málinu i fram- kvæmd. Frá Austfirðingafélaginu kom Brynjólfur Ingólfsson, frá Vopnfirðingafélaginu Anton Nikulásson, frá Borgfirðinga- félaginu Elisabet Sveinsdóttir, frá Norðfirðingafélaginu Eyþór Einarsson, frá Eskfirðinga- og Reyðfirðingafélaginu Guðmund- ur Magnússon, frá Atthagasam- tökum Héraðsmanna Þórarinn Þórarinsson og frá Félagi aust- firzkra kvenna Halldóra Sigfús- dóttir. Nefndin leitaði til þeirra aust- firzku átthagafélaga utan Reykjavikur, sem henni var kunnugt um, þ.e. i Vestmanna- eyjum, á Suðurnesjum og á Akur- eyri, og lögöu þau öll fram fé til söfnunarinnar. Alls söfnuðust kr. 1.126.440.- Og skiptust þannig: Framlög 10 átthagafélaga kr. 402.000.-, frá Kvenf. Nönnu i Neskaupstað kr. 30 þús., og frá tveimur sveitarfé- lögum, Neskaupstað og Vopna- firði, kr. 60 þús. Við það bætast svo gjafir frá 178 vinum og aðdá- endum tónskáldsins, kr. 315.340,— og ágóði af tónleikum i Háskóla- biói 31.1 1976, kr. 319.100.-. Við þetta söfnunarfé bættust slðan vextir kr. 7.588.-. Gjöld urðu hins vegar kr. 1.029.282,- og mismunur þvi, tekj- ur umfram gjöld, kr. 104.746. A lokafundi sinum samþykkti nefndin að kaupa verðtryggð rikisskuldabréf fyrir tekjuaf- ganginn og fela þau ibæjarstjórn Seyðisfjarðar til geymslu næstu 15 ár, nánar tiltekið til 26. ágúst 1992, er Ingi hefði orðið hundrað ára. Skal þá verja andvirði bréf- anna I samráöi við austfirzk átt- hagafélög til að minnast tón- skáldsins á verðugan hátt, t.d. með útgáfu á lögum hans eða á annan hátt sem betri þætti. Þá var og samþykkt að af henda Skjalasafni Austurlands á Egilsstööum öll skjöl varðandi söfnunina til varðveizlu, svo og 2 segulbandsspólur frá tónleikun- um 31.1. 1976, sem Rikisútvarpið hafði afhent nefndinni. Að lokum vill nefndin tjá einlægar þakkir sinar öllum þeim, er stuðluðu að þvi á einn eða.annan hátt að söfnunin og til- gangur hennar tókst með jafn- miklum ágætum og raun bar vitni um, en einkum listamönnunum Sigurjóni ólafssyni myndhöggv- ara og Þorsteini Valdemarssyni skáldi, og bæjarstjórn Seyðis- fjarðar fyrir myndarskap og risnu i sambandi við umhverfi varðans og móttökur á afhjúp- unardegi. Ennfremur þakkar nefndin af alhug öllum þeim félögum og einstaklingum, sem lögöu fram fé til söfnunarinnar, að ógleymdu listafólkinu, er geröi vinum og aðdáendum Inga T. Lárussonar, minningartónleikana um hann ógleymanlega, án þess að þar kæmi nokkurt gjald fyrir. Söfnunarnofndin vmnmgsvon og betrí vegir Verðtryggð happdrættisskuldabréf í J flokki eru til sölu nú. Dregið í fyrsta skipti 15. júní n.k. Vinningaskrá: 5 vinningar á kr. 1.000.000 kr. 5.000.000 5 vinningar á kr. 500.000 kr. 2 500.000 100 vinningar á kr. 100.000 kr. 10.000.000 750 vinningar á kr. 10.000 kr. 7.500.000 860 vinningar Samtals kr. 25.000.000 Þú hefur allt að vinna. Bréfin fást í bönkum og sparisjóðum um land allt og kosta 2500 krónur. s4\SV>' SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.