Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 20
20 Sunnudagur 3. aprll 1977 Sunnudagur 3. aprfl 1977 21 Sovézk uppfærsla á Shakespeare í Þjóðleikhúsinu 7. aprll n.k. veröur frumsýnd- ur I Þjóöleikhiisinu ballettinn „Ást fyrir ást” sem geröur er eftir gamanleik Shake- speares „Ys og þys útaf engu”. Tónlistina viö ballett- inn geröi sovézka tónskáld- iö Tikhon Hrennikof, en Natalia Konjús, sovézkur ball- ettmeistari Þjóöleikhússins, setur ballettinn á sviö. Frægur sovézkur dansari, Maris Liepa, er kominn til Reykjavikur til aö taka þátt I sýningunni. I dag munum viö kynna les- endum þennan ballett. Dansarinn Maris Liepa. A hlutverkaskrá Maris Liep, sólódansara viöStóra leikhúsiö i Moskvu, eru hlutverk sem eru svo ólik hvert ööru, aö erfitt er aö trúa þvi aö sami maöur geti dansaö þau öll. Eöa hvaö eiga þeir sameigin- legt, Rómverjinn Marcus Crassus, persónugervingur hins eyöileggjandi afls eigingirninn- ar, og ljóöræni unglingurinn Albert i gamla rómantiska ball- ettinum Giselle? Eöa þá dapur- lyndi Rómeó i harmleik Shake- speares og rússneski aöalsmaö- urinn Alexei Vronski i ballettin- um Anna Karenina? Vissulega eiga þessi hlutverk fátt annaö sameiginlegt en þaö, aö þau eru dönsuö af Maris Liepa og öölast viö þaö sterk persónueinkenni hans. Maris Liepa hefur dansaö i Stóra leikhúsinu f 17 ár. A þess- um árum hefur hann komiö fram i nær öllum meiriháttar hlutverkum sigildra balletta og einnig i nútimaballettum á borö viö Spartakus, Astarsögu og Asel. Maris Liepa fæddist I Riga I Lettlandiogþarhófst ferill'hans i listinni. Hann ólstupp á heimili sem var i nánum tengslum viö leikhúsheiminn. Faöir hans var kórsöngvari og á heimilinu var andrúmsloft leikhúss og tónlist- ar. Maris litli vakti athygli skólastjóra dansskólans i Riga, og var tekinn i skólann. Honum gekk vel aö læra aö dansa, en þaö var ekki fyrr en seinna aö hann fékk raunverulegan áhuga á ballett sem listgrein. Þaö geröist þegar hann var ungling- ur og fór til Moskvu ásamt öör- um nemendum dansskólans, til aötaka þátt i danskeppni skóla. Siöan fer hann aftur til Riga og hefur störf viö óperu- og ballettleikhúsiö þar. Eftir nokk- urn tima fer hann aftur til Moskvu og lýkur námi viö dans- skóla Moskvuborgar. Námstim- inn var erfiöur, tími mikillar áreynslu og mikillar vinnu. „Mér fannst ég vera alltof veik- buröa og stundaöi þvi lyftingar — segir hann — svo fannst mér ég vita alltof litiö, og fór þvi aö lesa á næturnar”. Aö loknu námi starfar hann í fjögur ár i dansflokki Stani- slafski leikhússins I Moskvu, sem er talinn meö beztu dans- flokkum landsins. A þessum ár- um þroskast Liepa sem dansari og nær valdi á háþróaöri tækni. Ariö 1960 kemur Maris Liepa fram á sviöi Stóra leíkhússins i fyrsta sinn, i hlutverki Basils i ballettinum Don Quijote. Slöan kemur hann fram i Giselle, Raimonda og Þyrnirós. Honum til mikillar aöstoöar var á þess- um árum Leonid Lavrofski, einn af beztu bailettmeisturum Sovétrikjanna fyrr og siöar, sem hjálpaöi Liepa aö æfa mörg hlutverkanna sem honum voru fengin. Hvaö er þaö sem einkennir list Maris Liepa? Fyrst og fremst göfugleiki formsins, rök- rænt uppbyggö sviösframkoma og mikil tóngáfa. Hver einasta persóna sem hann skapar, lifir I auöugum hugarheimi, heimi hugsana og tilfinninga. Þess vegna veröa þessar persónur svo mannlegar, lifandi og ólikar hver annarri. Maris Liepa er bezti túlkandi Stóra leikhússins á hlutverki Rómeós I ballett Prókofjefs. Þegar Stóra leikhúsiö sýndi þennan ballett i London, kölluöu brezk blöö Liepa „fullkominn Rómeó” og gátu þess m.a. aö I dansi og leik þessa listamanns mætti „heyra orö Shake- speares”. En hápunktur á listrænum fer'.i Maris Liepa veröur aö telj- p.st túlkun hans á Marcus Crass- us I ballettinum Spartakus eftir Aram Khatsjatúrjan. Fyrir þaö hlutverk fékk hann Leninverö- launin. 1 túlkun Liepa og upp- setningu Júri Grigorovits varö hlutverk Crassusar jafnmikil- vægt og aöalhlutverkiö — Spartakus. Crassus táknar hiö hræöilega afl rómversku harö- stjórnarinnar og skerpir hugmyndabaráttu leiksins. Hér berjast ósættaniegar andstæö- ur, þrælahaldarar og þrælar. Meö þessu er lögö áherzla á hetjulegt inntak leiksins, sem fjallar um frelsisbaráttu alþýö- unnar. „Hlutverk Crassusar er eftir- lætishlutverk mitt, þaö bezta sem ég hef fengiö frá ballett- meisturum i nútimaballett” — segir dansarinn. Maris Liepa hefur sjálfur komiö fram i hlutverki ballett- meistara. Þaö var áriö 1967, þegar hann setti upp ballettinn „Rósarsýn” eftir Mikael Fokin, litla perlu i fjársjóöi ballett- menningar heimsins. Þessi ein- þáttungur tekur aöeins tiu minútur i sýningu, en Maris Liepa var mörg ár aö undirbúa sviösetninguna. Hann byggöi hana á umsögnum blaöa og endurminningum samtima- manna, teikningum og ljós- myndum úr skjalasöfnum leik- húsanna. Hann endurskapaöi ballettinn og dansaöi sjálfur aöalhlutverkiö. Auk starfsins I Stóra leikhús- inu dansar Maris Liepa oft I kvikmyndum og sjónvarpi. Fyrir skömmu var frumsýnd i Moskvu ballettmyndin Sparta- kus, meö þátttöku Liepa. Auk þess stundar hann kennslu viö dansskólann i Moskvu og hefur kennt siöan 1963. Meöal nemenda hans eru menn sem nú eru frægir sóló- dansarar Stóra leikhússins: Akimof, Bogatyrjef, Koslof, Fjodorof o.fl. Fyrir list sina hefur Máris' Liepa veriö sæmdur nafnbótinni þjóölistamaöur SSSR og ótal verölaunum. Ariö 1971 kaus Dansakademian i Paris hann bezta dansara heims. Sergei Serebrjakof (APN) Frá 1. apríl gilda ný afsláttarfargjöld, sem við köllum „almenn sérfargjöld”. þau eru 25 - 40% lægri en venjuleg fargjöld og eru eingöngu háð því skilyrði að dvalartími erlendis sé lágmark 8 dagar og hámark 21 dagur (í flestum tilfellum). „Almenn sérfargjöld” gilda allt árið á flugleiðum frá íslandi til 57 staða í Evrópu. 25-40% LÆGRI FARGJÖLD SEM GILDA FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR ALLT ÁRIÐ ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.