Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 11
Sunnudagur 3. aprtl 1977 LEIKSTÖRF OG GÖMUL HÚS Rætt við Þorstein Gunnarsson, leikara og arkitekt silung á stöng, en i lok þáttarins birtisthann á sviðinu og byrjar að halda fyrirlestur um bókmenntir, sem er hvorki meira né minna en fimm þéttskrifaðar blaösiður á lengd. Mér þótti erfitt að henda reiður á Trigorin, og þó að sex ár séu liðin frá þvi ég kynntist hon- um, er hann enn að banka upp á hjá mér. Likt þessu er farið með annan karl, sem ég lék einu sinni, þó aö hann sé sprottinn úr öðrum jarð- vegi en Trigorin. Það er lifvörður Jörundar hundadagakonungs I leikriti Jónasar Arnasonar, Þið munið hann Jörund, sem skýtur upp á yfirborðið öðru hvoru. Jónas bjó þannig um hnútana, að þessi dyggi fylgismaður hans Jörundar talaði ekki annað en ó- skiljanlegt babl og tuldur á svið- inu, og var þó ættaður úr Þingeyj- arsýslu. Það eitt er auðvitað efni i mikinn harmleik, en þegar betur er að gáð, er lifvörðurinn tröllrið- inn af aldagamalli niðurlægingu þjóðarinnar. Hann er ekki nema andartaksstund á sviðinu, en heldur þó djúpvitra og eldheita barátturæðu gegn erlendri áþján og bágum kjörum þurrabúöar- manna i Reykjavik, og rökstyður af fimi gagnsemi lúsarinnar fyrir islenzka alþýðu. En það er harm- saga þessa Þingeyings, að enginn skilur hann á sviðinu, en vera kann að Jónas gefi honum mál einhvern tima seinna. Það væri vissulega þess virði! Þolinmæðin er happa- drýgri en þóttinn — Er ekki mikiö likamlegt erf- iði að vera leikari, — og ekki sízt þegar það er unnið jafnhliða öðr- um störfum? — Það kemur fyrir, að ég óska þess að vinnustundirnar væru fleiri i sólarhringnum og þær nýttust mér betur. Það er áreið- anlega mjög einstaklingsbundið, hversu mikið andlegt og likam- legt álag fylgir leikstarfinu. Sum hlutverk eru auöunnin, stundum veitist manni það tiltölulega auð- velt að laga sig að skaphöfn per- sónunnar og sambúðin verður á- nægjuleg. önnur hlutverk hvika i sifellu frá manni og þegar verst lætur kemur maður þeim aldrei i liðinn. Annars er rétt að tala var- lega um persónusköpun á leik- sviðinu, það sem hentar einum á alls ekki við um annan, og þaö sem er rétt i dag, getur verið rangt á morgun. — Viltu samt ekki segja mér frá einhverju af þvi, sem þú telur skipta máli fyrir vinnu þina i leik- húsinu i dag. — án skuldbindinga um morgundaginn? — Leikaranum er nauðsynlegt að bera auðmýkt fyrir verkefninu hverju sinni, hann þarf jafnvel að vera reiðubúinn að afneita sjálf- um sér til þess að geta leitt fram i dagsljósið nýja eðlisþætti, sem að jafnaöi eru honum viðs fjarri, — en allt þetta þó án þess að hann glati dómgreind sjálf sin. — Svo að leitin að persónunum getur stundum oröiö langsótt? — Jú, sannarlega. Ég held að það sé ekki ofsagt, að þolinmæðin sé happadrýgra vegarnesti en þóttinn i viðskiptum viö leikper- sónurnar á sviðinu. I aldagamalli leiðsögn erum við leikararnir áminntir um aö skapa okkur þá stillingu sem fágar og ofbjóða ekki hófsemd náttúrunn- ar. Þessi áminningarorð eru svo viöfræg og margreynd, aö það ætti aö vera óþarfi að hafa nokk- urn fyrirvara á um gildi þeirra á morgun. — Þú nefnir stillingu og hóf- semd, eru þaö kannski lykilorð, sem þér finnst höföa til þin sér- staklega? — Þetta eru orð Hamlets dana- prins til leikaranna. Ef ég orðaði það hins vegar eitthvað á þá leið núna, að það væri verðugt verk- efni að reyna að ná áhrifum með sparsemi og hnitmiðun i leik, kysi ég sennilega aö má þau orð burt strax á morgun og ógilda. Og kannski erum við einmitt bæri- legastir á leiksviðinu, þegar við þegjum. — Þú segir þaö. En þögnin er þýðingarmikil? — Þögnin er stundum kölluð á- hrifamesta tjáning leikarans. Og Þorsteinn Gunnarsson leikari ásamt fjölskyldu sinni, Valgeröi Dan leikkonu og sonum þeirra tveim. Þeir heita Jón Gunnar og Bjarni Þór. Timamynd lengra verður sjálfsagt ekki náð i stillingu og hófsemd á sviði en þegja þunnu hljóði! Kynntist verkum ólafs Jó- hanns Sigurðssonar — Or þvi aö þögnin er oröin alls ráöandi hjá okkur, eigum við þá aö vikja aö upplestrum þinum i útvarpi. Flestir útvarpshlustend- ur munu hafa veitt þvl athygli, aö þú hefur lesiö mikið upp úr skáld- verkum ólafs Jóhanns Sigurös- sonar. — Já, fyrstu kynni min af skáldskap Ólafs Jóhanns voru þau, að ég lá á sjúkrahúsi og baö tengdaföður minn, Jón Dan, að lána mér einhverja góöa bók að lesa. Það stóð ekki á þvi, hann færði mér um hæl Ljósa daga eftir Ólaf Jóhann. Ég man að þessi fyrstu kynni min af verkum hans urðu mér sannkallað land- nám. Siðan tók hver bókin við af annarri, og ég bókstaflega svalg i mig skáldskap Ólafs Jóhanns. — Hverja af sögum ólafs Jó- hanns last þú fyrst upp i útvarp? — Farkennarann, sem er i bók- inni Kvistir I altarinu. Þvi næst kom Bréf séra Böðvars, mun lengri saga en Farkennarinn, og loks Gangvirkið. Auk þessara sagna hef ég lesið nokkrar af smásögum ólafs Jóhanns. //Sparsemi hans og listræn hógværð........" — Hvaö var þaö i bókum hans, sem heillaði þig ööru fremur? — Það er kunnara en frá þurfi að segja, að málfar ólafs Jóhanns er meö slikum ágætum, að á þvi sviði eru fáir hans jafnorkar. Sá þáttur verka hans höfðaöi ekki sizt til min, enda er það sérstakt fagnaðarefni fyrir okkur leikara, hvenær sem við komumst i snert- ingu við það sem kalla má „vand- aðan texta”. Hitt er jafnvist, aö gott málfar eitt sér nægir ekki, Jleira þarf til að koma, enda eru góöar bók- menntir jafnan gerðar af mörg- um þáttum i senn. Annar þáttur, sem höfðaði til min I skáldskap ólafs Jóhanns var heiðarleiki höfundarins, — þessi mikli heiðarleiki gagnvart verkefninu, gagnvart söguper- sónum, gagnvart timanum, sem bækurnar fjalla um, og siðast en ekki sizt heiðarleikinn gagnvart sjálfum sér. Ólafur Jóhann býður lesendum sinum ekki upp á „æsi- lega viðburðarás, dularfull fyrir- brigði né klúrt orðbragð”, svo vitnað sé til séra Böðvars S. Gunnlaugssonar. Hann þarf ekki á sliku að halda. Sparsemi hans og listræn hógværð eru til fyrir- myndar, og þetta tvennt heillar lesandann þeim mun meira sem hann kynnist verkum hans betur. Ólafur Jóhann er nákvæmur og glöggur athugandi, það má segja, að fátt fari fram hjá honum. Minnstu svipbrigði, handahreyf- ing eða augnaráð verða stór og þýðingarmikil i meðförum hans, þvi að honum er léð sú gáfa aö geta lesið ianga sögu út úr smá- vægilegustu viðbrögðum fólks, — og siðan miðlað þeirri reynslu á áhrifamikinn hátt i skáldverkum sinum. Aberandi einkenni á flestum seinni bókum ólafs Jóhanns hefur mér fundizt vera spennan á milli ómótaðs nútima, sem söguper- sónurnar lifa annars vegar, og hins vegar þess aldarháttar, sem liöinn er og mótaði viðhorf sögu- persónanna. Söguhetjan i Gang- virkinu, Páll Jónsson blaðamað- ur, hefur þannig mótazt af um- hverfi, náskyldu þvi sem ólafur lýsir i fyrstu sögum sinum, Fjall- ið og draumurinn og Vorköld jörð, er sagan gerist öll i Reykjavik. Og þar skapast spenna milli nútiðar og fortiðar, ekki aðeins i lifi Páls eins, heldur einnig i lifi þúsunda annarra Islendinga, enda er sagan mjög viðfeðm og auðug, ekki sizt að þvi er verðar persónusköpunina. Þegar ég haföi tekið að mér að lesa Gangvirkið i útvarp, ræddi ég við Olaf Jóhann um verkið. Hann leyfði mér þá að lesa lung- ann úr óbirtu verki, sem fjallar um sömu persónur. Það var mér sem lesara mikil hjálp, þvi að margt i sögunni ber þess merki, aö þar eru lausir endar. Les- andinn er skilinn eftir á nokkru bersvæði. I upphafi er sagt frá klukkunni hennar ömmu, gang- virkinu sem stöövast. Siðan kynn- umst við söguhetjunni, Páli Jóns- syni, sem fæst við ljóðagerð i hjá- verkum og finnst sem gangvirki tifi inni i sér. En i bókarlok hefur gangvirkið i brjósti hans stöðv- azt, og við vitum ekki hvort það eigi eftir að tifa íramar. //Þau verða seint nógu vandlega lesin" Eitt einkennið á skáldverkum ólafs Jóhanns er það, hversu mjög þau leyna á sér. Þau veröa seintnógu vandlega lesin. Þetta á ekki sizt við um Bréf séra Bööv- ars og Hreiðrið, kannski beztu og vönduðustu sögur höfundar. Bréf séra Böðvars er samiö af fágætri iþrótt. Sögusviðið er svo litið sem verða má: Gömul hjón ganga i kringum Tjörnina i Reykjavik seinnipart laugardags og gefa fuglunum brauð. Við fá- um að skyggnast inn i hugarheim þessa aldna klerks, sem er þarna á siðdegisgöngu sinni með konu sinni, og þá gerist undrið: Okkur opnast heil mannsævi með öllum hennar draumum og þrám, von- um og vonbrigðum, sigrum og ósigrum. Og þó er okkur ekki sagt allt. Sumt verðum viö að ráða af likum, láta okkur gruna. — Ef þú ættir aftur að lesa ein- hverja af sögum Ólafs Jóhanns sem útvarpssögu, hverja þeirra myndir þú þá velja? — Þessu er vandsvarað, en sennilega veldi ég Hreiðrið. — Af hverju? — Sagan er full af gerjandi nú- tima, sem á erindi til allra. A ein- um stað I sögunni er sagt frá þvi, hvernig strákur tætir sundur plastbrúðu i Hljómskálagarðin- um til þess að ganga úr skugga um, hvað leynist innan i henni. En þar er ekkert að sjá nema tóm. Aðalsöguhetjan, sem situr á bekk og horfir á, lætur svo um mælt, að nauösynlegt sé að tæta sundur brúöuna, og bætir siöan viö: — „Hafi það veriö nauösynlégt að slita Möddu sundur, þá er hitt Krh. á bls. 3U

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.