Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 37

Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 37
Sunnudagur 3. apríl 1977 37 rykfalliö einhvers staðar uppi i hillu á einhverju bókasafni, eða i einhverjum háskólanum. Á Is- landi er enn til fólk, sem les og hefur gaman af margvislegum fróðleik. Með þvi að skrifa rit- gerðina á islenzku finnst mér lika ég sýna þvi fólki þakklæti mitt sem hefur aðstoðað mig á margvislegan hátt við rannsókn- irnar og söfnun gagna. Þegar George Houser hafði samband viö Geir Björnsson for- stjóra Bókaforlags Odds Björns- sonar á Akureyri varðandi mögu- leika á útgáfu ritgerðarinnr fékk hann skjót svör og jákvæö. Hefur nú verið gengið frá samningi um útgáfuna, og er bókin væntanleg á markað einhvern tímann slðar á þessu ári. Kaflaheiti ritgeröarinnar eru hin margvislegustu, og eru hér nokkur dæmi: Ormaveiki, þvag- teppa, Aö meta gæðingsefni, Meiðsli undan reiötygjum, Augn- veikí, Tannbrot, Magnleysi i aft- urparti, Að spretta upp i nös, Akvörðun kyns og litar, Hóf- spærra og bógsig. Ekki má á nokkurn hátt taka þessa upp- talningu sem markandi dæmi um ritgerðina, þar sem aöeins voru tekin þau kaflaheiti sem fáfróð- um leikmanni þóttu ef til vill skrytilegri en önnur. — Eiga enskumælandi menn ekki eftir að geta lesið ritgerð- ina,á ensku i framtiðinni? — Jú. Ég hef fengið styrk frá Canada-Iceland Foundation til þess að þýða ritgeröina og er ég þegar byrjaður á þvi. Annars hef ég verið að vinna að ýmsu öðru undanfarna manuði. Ég hef m.a. veriðað ganga frá endurminning- um Skúla Vopnfjörðs, einnig hef ég verið að þýöa ævisögu Islend- ings, sem hingað fluttist, og svo kom út fyrir nokkru bókin The Swedish Community at Eriks- dale, Manitoba, sem ég hef sam- ið. — Þú dvaldist viðar en i Reykjavik á meðan þú varst á Is- landi? — Já, lengst var ég á Úlfsstöð- um i Boegarfirði. Þar var ég allt sumarið 1969 og siðan oft eftir þaö, bæði um jól og endranær i heimsókn. Sva ferðaðist ég töluvert mikið um landið, fór viöasthvar, nema um Austfirðina. Þær upplýsingar, sem ég hef þaðan i ritgerðinni, hef ég fengið frá fólki, sem flutzt hefur aö austan til Reykjavikur. George Houser lofaöi okkur aö birta ofurlitið brot úr þremur köflum ritgerðarinnar, rétt til þess að gefa fólki kost á að sjá hvert efnið er. Gæðingsefni Einn kaflinn heitir Að meta gæðingsefni. Þar segir meðal annars, að vegna þess að einungis hafi verið eitt hestakyn á Islandi, andstætt þvi sem viöa var annars staöar, og af þvi aö allflestar merar fyljuðu^t. á útigangi, hafi orðið til ýmiss'konar þjóðtrú um það hvernig gengiö skyldi úr skugga um, hvort nýkastaö folald yrði gæðingur eöur ei. „Margt kemur hér til greina. Nefna má t.d. að aldur hryssunn- ar, árstið, er folaldi er kastað, at- ferli folalds, og jafnvel ýmis „lánsmerki” eða „fjörmerki”. Vfðs vegar um landið þekktist til málsháttarins: „Sjaldan bregzt fyrsta fyl.” Eftir sögn Skagfirðings f. 1892 átti það að vera jafnt um ungar og gamlar hryssur, en yfirleitt i Skagafirði og jafnvel i Borgarfiröi var talað um fyrsta folald undan hryssum á bezta aldri þriggja til fjögurra vetra. Skagfirðingur f. 1888, hélt þvi fram að folöld undan gömlum hryssum yrðu löt. Sumir Borg- firðingar höfðu mikla trú á folöld- um undan ungtytjum. Skagfirö- ingur og Króksfirðingur töldu fol- öld betri undan tömdum en ó- tömdum hryssum, en tveir Borg- firðingar sögöu hið gagnstæða. Fjörhestar komu undan ótömdum hryssum og yfirleitt þóttu folöld undanóðum reiðmerum vilja- dauð. Yfirleitt var talið aö folald sem sýndi góðan gang fyrstu dag- ana, myndi sýna hann seinna, við tamningu, enda þótt hann hyrfi öll uppvaxtarárin... Taliðvari Borgarfiröi aö mjúk- urflipi benti á reiöhestshæfileika ogað skeggá flipa sem kallað var „hökutoppur” boöaöi vilja og hörku. Uppreistur háls og vað- horn á fótum þóttu gæðingsmerki i Skagafirði,einnig hvöss eyru, og sagt var þar, að viljahestar hrektu oft eyrun til og frá. 1 Borgarfiröi áttu hestar, sem voru með djúpar lautir á gagn- augum, að vera fjörugir og dug- legir. Sumir bændur, er létu hryssur sinar fyljast á útigangi, trúðu þvi að hægt væri að tryggja sér gæðingsefni með þvi að koma þremur hráum eggjum i folaldið, áður en það kæmist á spena. Að spretta upp i nös I fimmta kafla ritgerðarinnar erf jallað um þessa aðgerö þar, aö menn greini á um ástæðurnar fyrir henni. 1 sumum heimildum er sagt að hún hafi verið til þess að verja hesta mæði, en annars kemur i ljós, aö hún hefir fremur verið til þess að láta hestana lita fjörugar út með þandar nasir. Leiðir höfundur að þvi likur að ungir tslendingar fyrr á öldum, hafi flutt þennan sið meö sér beint frá Miklagarði, enda hafi ófáir þeirra gerzt Væringjar á miðöld- um og fylgzt þar meö kappreiö- um. „Ungum mönnum Ur Skaga- firði er áttu stóra hrossahópa heima, hefði ekki aðeins þótt gaman að sjá fjöruga hesta með flæstar nasir i kappreiðum, held- ur einnig aö geta riðið hestum með slikt útlit heima á Islandi, og teyma þá íil hestaats. Við heim- komuna er svo ekki óliklegt aö þeir hafi farið að spretta upp i nös á reiðhestum sinum, og með tim- anum breiddist nýbreytni þessi út um Skagafjörð.” Þá segir kona úr Berufiröi: „Gamalt mál var að hestar yrðu þolnari er sprett var upp I nösina. Það er i samræmi við, aö miklir hlaupahestar voru með flæstar nasir.” Eftir að hestaat var bann- að á íslandi, fundu menn aðrar á- stæður til þess að framkvæma þessa aðgerð, þ.e. heymæðina. Einnig fóru menn að skera eig- endamörk i nös á hestum. Ákvörðun kyns og litar 1 kaflanum Þjóötrú um frjó- semi hryssa og ákvörðun kyns og litar er i upphafi rætt um að vegna þess að leikmönnum var ó- kunnugt um hinar raunverulegu orsakir ófrjósemi, hafi ekki verið að furða, þótt til hafi orðið alls konar hjátrú um, hvers vegna ein hryssa fyljaöist, er henni var haldið en önnur ekki. Sumir gamlir Jiöfundar munu hafa haldiö þvi fram, að hryssa fyljaðist ekki, ef henni likaði ekki litur folans, aðrir vegna þess að hún væri of mögur eða of feit. Miög snemma munu menn hafa farið að hugsa um, hvers vegna eittfolald (lamb, kálfur eða geit) liktist móður, annað föður eöa væri ef til vill ólikt hvoru tveggja foreldri sinu. Gátu menn sér þess til að útlit afkvæmisins væri háð þvi, sem kvendýriö horfði á, á meðan getnaðurinn fór fram, eða strax á eftir. Houser hefur það eftir Asgeiri Einarssyni dýralækni, aö á æsku- árum hans i Reykjavik hafi sú saga gengið, aðí fjárhúsi einu þar i grennd, hafi tvær eöa þrjár hvit- ar ær eignazt mórauð lömb, eitt vorið. Þótti þaö kynlegt, þar eð ærnar voru út af alhvitu for- eldriogfengumeðhvitum hrúti. I þessu fjárhúsi var rautt folald á fóöri og höfðu þessar ær folaldið fyrir augum sér allan veturinn, og þótti þetta hreint sönnunar- gagn um lit lambanna. Menn þóttust geta sagt til um það, hvorthryssur væru fylfullar eöa ekki með þvi að skoöa góm þeirra. Hefur Houser þaö eftir Gert D. Espersen prófessor, að stundum beri við, aö fylfullar hryssur þjáist af blóöskorti. Þeg- ar svo er, geti það ef til vill valdið þvi, aö gómfyllan verði ljósari en ella er. „Menn réðu um kyn folalda á margvislegan hátt. Eftir sögnum Borgfiröinga og Skagfirðinga var þvi veitt athygli, hvort fylfull meri drakk á móti straumi eða undan straumi. Tákn styrks og ó- styrks er alveg greinilegt. Drykki hún á móti&traumi, var það fyrir- boði hestfolalds, en undan straumi, merfolalds. Viös vegar um heim er munn- mæli að finna, em tengja hægri hlið við karlkynið, og vinstri hlið við kvenkynið. Eiga þær rætur að rekja til þess, að á allflestum mönnum er hægri hönd sterkari en hin vinstri. Margar eru þær þjóðvenjur, sem frá þessu eru runnar. Nefna má til dæmis skiptingu karla og kvenna i kirkju i gamla daga. I Islandi var yfir- leitt talið, að lægi fylið hægra megin, væri það hestur, en lægi það vinstra megin, merfolald.” Eins og i upphafi sagði, hefur Georg Houser sent Háskóla ls- lands ritgerð sina, en ekki hafði hann fengið fréttir af þvi, þegar þetta var skrifað, hvort hún yrði tekin til doktorsvarnar. Verður sennilega fljótlega hægt að skýra frá þvi, hvort svo verður, og þá hvenær doktorsvörnin fer fram fb INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1 Fyrirliggjandi í úrvali SÓLBEKKIR / ^ : ' ( . ’r ’*v H 570 / V'? -v Falleg áferð — Ekkert viðhald — Mjög hagstætt verð ÞÞ Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 16 — Síml 38640 TOYOTA Ármúla 23 Reykjavik S 8-17-33 BLEYJ.UR TREYJUR FROTTEGALLAR PEYSUR SOKKABUXUR NÁTTFÖT M/ERFÓT ÚTIFOT OTI G A L LAR VAGNTEPPI SÆNGUR- GJ AFI R AUGAVEG 62 IM I 1 0660 40 sídur sunnu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.