Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 29

Tíminn - 03.04.1977, Blaðsíða 29
29 Þessi mynd er tekin siftla á annasömum degi i Hvita hús- inu og Rosaiyn, sem ekki þarf aö vera hátiöleg nema þegar hún sjálf vill, tekur þarna á móti siðustu gestunum skó- iaus. Amerikanar fá nú t.d. að vita, að Frakkland er ekki aðeins heimaland Brigitte Bardot og Parisarilmvatna, heldur einnig þriðja stærsta kjarnorkuveldi heims. „Þriðji heimurinn” hefur og fengið uppreisn æru með út- nefningu svarts sendiherra á þing Sameinuðu þjóðanna, Andrew Young, en hann var hægri hönd Marteins Lúthers King. Það er með óflekkaðar hendur, sem Jimmy Carter ætlar sér að mæta rússneska birninum, i við- ræðunum um takmörkun á út- breiðslu kjarnorkuvopna. „Það þýðir ekkert að ljúga, segir hann, þegar Salt-viðræðurnar eru ann- ars vegar. Takmörkun við útbreiðslu karnorkuvopna tilheyrir sann- leikanum og engu öðru”. Og mannréttindi verða ekki lengur þöguð i hel, þrátt fyrir þessar við- ræður. Og Jimmy Carter er bjartsýnn og viss um árangur, enda trúir hann statt og stöðugt á guðlega forsjón. Hann er fyrsti forseti Bandarikjanna, sem valinn er úr hópi Suðurrikjamanna og fyrsti maðurinn eftir Roosevelt, sem orðið hefur til þess að sijgra rikj- andi forseta i kosningum. Þess vegna fær enginn hann til að trúa öðru en þarna hafi forsjónin ver- iðaö verki. „Það er langt siðan að ég fann að ég hef notið guðlegrar verndar”. Og ekki gleymir hann orðum móður sinnar um „bláu æðina á gagnauganu, sem þrútn- ar þegar honum er komið i upp- nám.” Carter kynnir sjálfan sig i ævi- ágripi um Suðurrikjamann, bónda, verkfræðing, sjóliðsfor- ingja, kaupsýslumann og trúar- predikara. Hér er óneitanlega á ferð maður, sem reynt hefur alla skapaða hluti og gott hefur átt með það að læra. En nú fyrst reynir fyrir alvöru á kunnáttu og hæfni hans, þegar hann er orðinn æðsti maður Bandarikjanna. Sannleiksást hans getur haft öfug áhrif á friðinn i heiminum, og næsta verkefni Carters er að skilja, hvenær hann hefur gengið of langt. F.I. (Þýttog endursagt). kynning emcostap Litla fjölhæfa trésmiðavélin. Hjólsög 8" blaS, bandsög, v sandpappi og diskur. VerS með sö kr. 119.000 Fáanlegir fyl Fræsari, reni hulsubor, sir Einnig 8" afi og 2" þykkt Yfir 400 notkun á ís verkfœri & járnvörur h.f. DALSHRAUNI 5. HAFNARFIRDI. SIMI 53332 Texas Instruments tölvu-úr sýna: Klst. Min. Sek. Mán. Dag. Texas gerði rafeindatímavörzlu að veruleika 1958, með tilkomu dvergrása og hefur síðan verið leiðandi afl í þróun nútíma tímatöku. Texas kvarz-kristal úr- in eru hátækni þróuð gæðavara, sem stenst saman- burð við önnur úr í nákvæmni, áreiðanleika og út- liti, og verðið er ótrúlega hagstætt. Texas úrin eru með skíru og björtu Ijósstafaborði. Texas er fram- tíðarúrið i dag. Lítið inn og skoðið úrvalið. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.