Tíminn - 03.04.1977, Side 31

Tíminn - 03.04.1977, Side 31
Sunnudagur 3. april 1977 31 HLJÓMPLÖTUDÓMAR NÚ-TÍMANS Fleetwood Mac-Rumours Warner Bros. K56344/FACO ★ ★ ★ ★ + Nýjasta plata Fleetwood Mac ber heitið „Rumours” og a.m.k. textarnir fjalla um ástina og þó einkum sársaukann sem hlýzt af skiinaði og lokum ástarsam- bandsins. Kjaftasagan segir, að allt byggist þetta á blákaldri reynslu nokkurra hljómsveitar- meðlima. Það er þá kannski þess vegna, að túlkun hljóm- sveitarinnar á þessum tilfinn- ingum sársauka og söknuðar samfara nýjum ástarhrifum, er sannari og fágaðri en maður á annars að venjast hjá vinsælum hljómsveitum nútimans. Þeir sem unna tregasöngvum, ástar- visum og fremur rólegri rokk- tónlist með þjóðlagafvafi og stundum blús-keim, ættu ekki að láta þessa plötu Fleetwood Mac framhjá sér fara. Þar með er þó ekki sagt að „Rumours” sé ekki við hæfi annarra en hér voru taldir á undan. Platan er I alla staði mjög þokkaleg, söng- urinn sérstæður og skemmtileg- ur þar sem mest ber á kven- röddunum og herrarnir radda með. Tónlistin sjálf er vönduð og viðkunnanleg og hvert ein- asta hljóðfæri nýtur sin einstak- lega vel, enda ekki ýkja mörg né hávaðasöm. Nú er Fleetwood Mac ekki ný af nálinni, en það var þó varla fyrr en með siðustu plötu sinni, „Fleetwood Mac”, að þeir slógu eftirminnilega í gegn utan Bretaveldis. 1 Bandarikjunum sigldu þeir hægt og örugglega upp i fyrsta sæti og héldu sig þar á bandariska sölulistanum i óratima. A „topp 10” komu þeir einum þremur lögum i efsta sæti og dóluðu lengi á listanum og seldu auk þess þrjár milljón- ir eintaka af plötunni. Ekki verður heldur annað sagt en Fleetwood Mac fylgi.vel á eftir með „Rumours” bæöi hvað gæði og vinsældir snertir. Platan er þegar komin á toppinn i Englandi og Bandarikjunum og aldrei að vita nema hún hreiðri vel um sig þar. Lagiö „Go Your Down Way” á liklega eftir að siá vel i gegn, enda mjög gott i alla staði. „Rumours” er samt að mörgu leyti ólik „Fleet- wood Mac” plötunni, þyngri ef svo má segja, án þess að fórna með öllu lýriskum og melódisk- um lögum. Sem sagt, „Rumours” er mjög góð plata, sem eins og fyrri plötur Fleet- wood Mac, vinnur á við hlustun, hægt en örugglega. „Beztu lög”: „Go Your Down Way”, „Dreams”, „The Chain”. KJ Minnie Riperton — Stay In Love Epic PE 34191/FACO flinun’ A llrnmlir Ripprli* ' fanlnqi ■ '’Suorélínr" SfUoMtnlr • . Janis Ian — Miracle Row Columbia 34440/FACO Báðar þessar söngkonur, sem hér er fjallað um, eiga það sam- eiginlegt að vera bandariskar og jafnframt eiga þær það sam- eiginlegt, að þær eru með betri bandariskum listamönnum I tónlistarheiminum. En að öðru leyti er þeim fátt sameiginlegt. Janis Ian er komin af hátindi frægðar sinnar, Minnie Riper- ton er á lciöinni þangað. Janis Ian er soft-rokk tónlistarmaður sem byggir tónlist sina mjög i kringum texíana, sem eru hennar aðalsmerki. Minnie Riperton er hins vegar soul-jass listamaður, sem lætur til- finninguna ráöa feröinni I iögum sinum og textum. Sameiginlegt þessum tveimur nýju plötum þeirra er þó það — að tóniistin er beat-kenndari en á fyrri plötum þeirra. Minnie Riperton hefur um 8 ára bil sungið inn á plötur, en fræg varð hún þó ekki fyrr en fyrir þremur árum, er lag henn- ar „Loving You” af plötunni „Perfect Angel” skauzt upp i toppsæti vinsældalista viða um heim. Frá þeim tima hefur ver- ið beðið eftir plötum hennar með mikilli eftirvæntingu, og sem aðdáandi hennar, get ég ekki annað sagt en að plöturnar hafi alls ekki valdið vonbrigö- um. Næsta platá á eftir „Perf- ect Angel” hét „Adventures In Pardise” og hlaut platan góða dóma, þótt fáir teldu hana standa fyrri plötunni snúning. En hér er komin platan „Stay In Love” meö undirtitlinum „rómantiskar hugleiðingar viö tónlist”, og er það svosem ekk- ert nýtt, að Minnie setji slíkar hugleiðingar vi- tónlist. Þaö þætti alla vega fréttnæmara ef hún gerði það ekki. Ýmsar soulsöngkonur, eink- um i diskótónlistinni, hafa ein- skorðað sig við rómantisk efni á plötum sinum og iðulega gengið skrefi lengra og flutt það sem við gætum nefnt „samfara- kennda rómantik”. Þótt Minnie Riperton fari aö nokkru leyti i fótspor „Stunu” Sommer og annarra diskókellinga, er allt annað og snotrara yfirbragö á hennar framsetningu. Það verð- ur aldrei gróft — heldur mjúkt, sætt og blátt áfram. Nú — og i annan stað er Minnie Riperton miklu betri söngkona en þessar diskókonur. Að minum dómi er „Stay In Love”heilsteyptasta og um leið bezta verk Minnie til þessa. Að venjunýtur hún aðstoðar góðra tónlistarmanna, þótt ekki séu þeir tiltakanlega frægir hér uppi á Fróni, nema einn — sjálfur Stevie Wonder. Hann semur á plötunni eitt lag ásamt Minnie og manni hennar og nefnist þaö „Stick Together”, og telst þaö jafnframt bezta lag plötunnar, en af öörum mjög góðum lögum má nefna, „Oh Darlin’... Life Goes On”, „Young, Willing and Able” og „Gettin’ Ready For Your Love”. Þá er það Janis Ian og „Miracle Row”, en svo nefnist þessi plata hennar. Janis Ian stóð á hátindi frægðar sinnar fyrir tveimur árum, er hún sendi frá sér snilldarverkiö „Between The Lines”. I mörg árþará undan hafði Janis reynt að komast hátt á lista yfir popp- tónlistarfólk, en árangurinn var litill. Þó er þessi stúlka hálfgert undrabarn. 15 ára gömul gaf hún t.d. út sina fyrstu LP-plötu og náði þá talsvert hátt með lagi af plötunni, „Society Child”. Undirritaður á þessa plötu og þótt tæknilega og efnislega standist hún engan samanburð við siðari verk hennar, er íróö- legt aö hlusta á hana 15 ára gamla, syngja eigin lög við eigin texta — og bera það siðan sam- an við nýrri verk hennar. Slikur samanburðurer Janis Ian ekki i óhag. Eftir „Between The Lines” kom út plata, sem vakti heldur litla hrifningu, þótti of mikil eft- iröpun af hinni plötunni, og vin- sældir Janisar þurru. Platan „Miracle Row” gerir vart meira en að halda i þær vin- sældir sem hún þegar hefur. Platan er miölungsgóð miðaö við höfundinn, og kannski eilftið betri en það — en hún færir Janis ekki neina nýja sigra. Enn brennir hún sig á þvi að halda of fast i „Between The Lines” — sum lögin á þessari plötu eru alltof keimlik lögum á þeirri plötu.og ætli hún sé að bæta sig, verður hún að minum dómi að losa sig við imynd þessarar frægu plötu. Þó eru þess merki — og það góð merki — að Janis er enn að leita að nýjum grunnpunktum i sinni tónlist. Nokkur laga á plöt- unni koma skemmtilega á óvart, sum fyrir skemmtilegt og áður óþekkt beathjá Janis, „Let Me Be Lonely”, og eins ber syrpan „Miracle Row/Maria” vott um það, að Janis sé að rifa Frh. á bls. 39 LIV Afsláttur á sumarferðum Ford Gapri Caprí 2000 S sportbfllinn frá Ford nú er tœkifœríð til að eignast draumabílinn. Capri 2000 S er til sýnis daglega. Verð ca. 2.530.000 Ford í fararbroddi. WÞ SVEINN EGILSSON HF FORD HUSINU SKEIFUNNI 17 SIMI 85100 Stjórnir Verzlunarmannafélags Reykjavikur og Landssam- bands islenzkra verzlunarmanna, hafa samiö við ferðaskrifstof- urnarSunnuogSamvinnuferðirum 6.000 kr. afslátt, fyrir félags- menn og fjölskyldur þeirra f sumarleyfisferðir. 50% afsláttur er veittur fyrir börn innan 12 ára. Farið verður til: Costa Brava, Costa Del Sol, Dublin, Grikk- lands, Kritar, Mallorca. Allar nánari upplýsingar veita ferðaskrifstofurnar, Sunna i simum 16400, 12070, Samvinnuferðir I sima 27077. Verzlunarmannafélag Reykjavikur, Landssamband Islenzkra verzlunarmanna. Útboð Tilboð óskast I að fullgera völl nr. 41 Laugardal. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, R. gegn 20.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 19. aprii n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuv«gi 3 — Sími 25800 Útboð — Innréttingar Tilboð óskast i smiði og uppsetningu innréttinga i Dvalarheimilið Höfða, Akra- nesi. útboðsgögn eru afhent á verkfræði og teiknistofunni s/f, Heiðarbraut 40, Akra- nesi, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Skilafrestur tilboða er til 22. april n.k. Stjórn Dvalarheimilisins Höfða Akranesi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.