Fréttablaðið - 08.02.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 08.02.2006, Qupperneq 6
6 8. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR Ræðum málin. Ég verð á beinni línu á Útvarpi Sögu fm 99.4 í dag kl. 17. Sími: 588 1994 HUGSUM STÓRT! Ég hef beitt mér fyrir því að íbúar hafi bein áhrif á sitt nánasta umhverfi meðal annars með stofnun þjónustumiðstöðva. Ég vil styrkja stoðir þjónustumiðstöðvanna þannig að fólkið hafi áhrif á forgangsröðun verkefna í sínu hverfi og þar með sitt daglega líf. ... og mundu eftir ostinum! NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar LÖGREGLA Rannsókn stendur enn yfir í máli íslenska parsins sem handtekið var fyrir helgina með fjögur kíló af amfetamíni við leit tollvarða í Leifsstöð . Parið var úrskurðað í tveggja vikna gæsluvarðhald enda magnið mikið og ganga þarf úr skugga um hvort fólkið hafi átt sér samstarfsmenn eða hvort þau tvö voru einungis burðar- dýr. Lögregla tjáir sig ekki um gang rannsóknarinnar en leyfði þó myndatökur af efnunum sem um ræðir í gær. Eins og fram hefur komið er amfetamín nokkuð aðgengilegt á meginlandi Evrópu en fólkið var að koma frá París þegar það var handtekið. Slíkt magn sterkra fíkniefna kostar háar fjárhæðir og ekki á allra færi að verða sér úti um slíkt fé. Lausleg athugun Fréttablaðs- ins leiddi í ljós að fjögur kíló af amfetamíni erlendis fáist vart undir fimmtán milljónum króna og kostar líklega meira og mun lögregla reyna að fá botn í hvernig að greiðslum var staðið. Þá kannar lögregla hvort fé var flutt úr landi eða hvort glæpasamtök, erlend eða inn- lend, hafi haft hönd í bagga. - aöe UMRÆTT AMFETAMÍN Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli segir efnin mjög hrein og því sterk en Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, vill ekki staðfesta það FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rannsókn lögreglu á innflutningi á fjórum kílóum af amfetamíni í fullum gangi: Skoða fjármögnun smyglsins KJÖRKASSINN Á að vísa Silvíu Nótt úr forkeppni Eurovision? JÁ 25% Nei 75% SPURNING DAGSINS Í DAG Eiga sveitarfélög að greiða að fullu fyrir skólamáltíðir? Segðu þína skoðun á Vísir.is LÖGREGLA Betur fór en á horfð- ist þegar 22 ára gamall maður keyrði á miklum hraða á ljósa- staur á gatnamótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu á Akureyri í fyrradag. Bíl mannsins var ekið hratt suður Glerárgötu sem endaði með því að hann missti stjórn á bíln- um. Bíllinn skal harkalega á ljósa- staur og kastaðist síðan á næsta ljósastaur. Tveir menn voru í bílnum og sluppu þeir alveg ómeiddir. Öku- maður bílsins játaði fyrir lögregl- unni að hafa ekið bílnum á áttatíu kílómetra hraða þegar hann lenti á staurnum. - mh Glæfraakstur á Akureyri: Keyrði á tvo ljósastaura Ræðismaður Íslands í Amman í Jórdaníu, Stefanía Reinhardsdóttir Khalifeh, hefur tekið niður íslenska fánann sem blaktir alla jafna við hún á ræðismannsbústaðnum. Stefanía segir þetta öryggisráðstöfun þar sem margir rugli saman íslenska fánanum og þeim norska. Hún kveðst vilja koma í veg fyrir allan misskilning og jafnframt sé hún að fylgja dæmi danska ræð- ismannsins og norska sendiherrans, sem hafa tekið niður sína fána, bæði við heimili sín og skrifstofur. Stefanía segist hafa trú á því að það sama hafi verið gert víðar í Mið-Austurlöndum þótt hún hafi ekki fengið það staðfest. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem varað er við ferðalögum til þessara svæða. Tók niður íslenska fánann: RÓLEGT Í AMMAN MÚHAMEÐSTEIKNINGAR, AP, REUTERS Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sagði á fjölsóttum blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í gær að öfgaöfl kyntu undir ofbeldisfullum mót- mælum múslima víða um heim vegna Múhameðsteikninganna sem birtust fyrst í Jótlandspóst- inum. Hætta væri á að þessi mót- mæli færu algerlega úr böndun- um. „Við stöndum frammi fyrir vaxandi hnattrænum vanda sem getur undið svo mikið upp á sig að ríkisstjórnir eða önnur yfir- völd fá ekki rönd við reist,“ sagði hann. Múgæsingarmótmæli gegn Dönum héldu áfram að breiðast út um Mið-Austurlönd, Asíu og Afríku. Fogh sakaði „róttæklinga, öfgamenn og ofstopalið“ um að kynda undir reiði múslíma í því skyni að skara eld að eigin köku. Hann ítrekaði beiðni um skyn- samlega samræðu við múslíma um málið. „Reynum að vinna saman að lausnum í anda gagn- kvæmrar virðingar og umburð- arlyndis,“ sagði hann. Þótt Fogh fengi upphringingu frá George W. Bush Bandaríkja- forseta þar sem hann lýsti sam- stöðu með Dönum og þrátt fyrir að bandamenn Danmerkur í Evr- ópusambandinu sýndu hana með ráðum og dáð, var fátt sem benti til að æsingurinn væri í rénun. Æstur múgur réðst að búðum norskra friðargæsluliða í Norð- vestur-Afganistan í gærmorgun. Sex Norðmenn særðust og þrír árásarmannanna féllu fyrir skot- um afganskra lögreglumanna. Ríkisborgarar fleiri Evrópulanda og sendiskrifstofur þeirra urðu einnig víða fyrir aðkasti. Það voru þó aðallega danskir fánar sem brunnu og dönsk sendiráð sem urðu fyrir árásum. Þótt dönsku hermönnunum í Afganist- an og Írak sé nú aukin hætta búin eru þó að svo stöddu engin áform uppi um að kalla þá heim. Ráðist var á danska sendi- ráðið í Teheran annan daginn í röð. Íkveikjusprengjum var líka varpað að norska sendiráðinu í borginni. Danski utanríkisráð- herran, Per Stig Møller, skor- aði á írönsk stjórnvöld að sjá til þess að öryggi sendiráðsins og starfsmanna þess væri tryggt. Hann varaði við því að ef Íranar gera alvöru úr boðuðu banni á öll viðskipti við Danmörku kynni Írönum að verða meinuð aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO. Eitt sérkennilegasta innlegg- ið í deiluna kom í gær frá einu útbreiddasta dagblaðinu í Íran, Hamshahri, er það boðaði alþjóð- lega samkeppni um skopteikning- ar þar sem gys er gert að helför- inni gegn gyðingum. audunn@frettabladid.is Segja öfgaöfl kynda undir múgæsingu Danski forsætisráðherrann segir öfgaöfl kynda undir múgæsingu í múslíma- löndum. Hætta sé á að mótmælin vegna Múhameðsteikninganna fari algerlega úr böndunum. Ráðist var á norska friðargæsluliða í Afganistan. EKKERT LÁT Á MÓTMÆLUM Hér hrópa múslímar í Lahore í Pakistan vígorð gegn Dönum og öðrum Evrópumönnum á mótmælafundi vegna Múhameðsteikninganna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Jótlandspósturinn braut dönsk lög gegn kynþáttamisrétti þegar blaðið birti teikningarnar af Múhameð spá- manni síðastliðið haust. Þetta er mat samtakanna Danir gegn guðlasti sem hyggjast kæra málið. Talsmaður hinna nýstofnuðu samtaka, menningarfræðingurinn Jakob Erle, sagði í viðtali við Politiken í gær að lög frá tímum seinni heimstyrjaldarinnar banni ofsóknir og háð í garð minni- hlutahópa í landinu. Telur hann að teikningarnar og sér í lagi textinn sem fylgdi þeim hafi gengið of langt. „Jótlandspósturinn hefur beinlínis storkað þeirri löggjöf sem við höfum um vernd minnihlutahópa, og það kemur fram í því sem blaðið skrifaði þann 30. september,“segir Erle. Samtök gegn guðlasti: SEGJA JP HAFA BROTIÐ LÖG Hópur múslima í Árósum efndi í gær- kvöld til útifundar til að sýna Dönum samstöðu vegna þess and-danska fárs sem nú geisar víða um heim í tilefni af Múhameðsteikningunum sem Jótlandspósturinn birti síðastliðið haust. Árósar eru önnur stærsta borg Danmerkur og þar eru aðalritstjórnar- skrifstofur Jótlandspóstsins til húsa, „Við vonum að erlendir fjölmiðlar veiti þessu eftirtekt svo að þrýstingnum létti eitthvað af Danmörku,“ hefur fréttavefur Politiken eftir einum skipu- leggjendanna, Rabih Azed-Ahmad úr samtökunum Mutikulturel Forening. Hann segir teikningarnar vissulega vera særandi en viðurkennir að birting þeirra sé lögleg og kalli ekki á nýjar lagahömlur á tjáningarfrelsið. Hópur múslima í Árósum: SÝNA DÖNUM SAMSTÖÐU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.