Fréttablaðið - 08.02.2006, Side 16

Fréttablaðið - 08.02.2006, Side 16
 8. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR16 fréttir og fróðleikur 81 4 1. 84 1 Kvikmynda- hús Sjónvarp Fréttablöð Í m ill jó nu m k ró na 3. 78 8 Hljóðvarp Myndbönd 92 3 Tímastjórnun 13., 15. og 20. febrúar 16:30-19:30 Til að auka árangur og stuðla að jafnvægi er mikilvægt að beita markvissum aðferðum til þess að ná heildarmarkmiðum í lífi og starfi . Á námskeiðinu þróa þátttakendur aðgerðalista, fá þekkingu til að forgangsraða verkefnum á skilvirkan hátt, setja sér raunhæf markmið og fá ráð til að skipuleggja sig betur. Verð kr. 18.000,- Frábært námskeið fyrir þá sem þurfa að skipuleggja starf sitt og tíma betur. Leiðbeinandi: Jóna Rut Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi , M.A. sálfræði. Viltu skipuleggja þig betur? Upplýsingar og skráning: Lóa Ingvarsdóttir Sími: 599 63 50 li@ru.is www.ru.is/simennt SÍMENNT HR www.ru.is/simennt Gríðarleg múgæsing hefur gripið um sig víðs vegar um heim vegna birtingar Jótlandspóstsins danska á teikningum af Múhameð spámanni. Blaðið birti myndirnar í september á síðasta ári, og síðan hafa tugir annarra fjölmiðla endurbirt myndirnar í heild sinni eða að hluta til. Síðustu vikurnar hafa fjölmörg mótmæli verið haldin bæði gegn birtingu myndanna, sem og til stuðnings prentfrelsi. Hví má ekki birta myndir af spámanninum? Enginn veit í raun hvernig spámaðurinn leit út. Í Kóraninum, helgri bók múslima, eru bæði myndir af fólki og dýrum bannaðar til að koma í veg fyrir hjáguðadýrkun. Það segir sig sjálft að bannið nær einnig yfir spámanninn. Hugsanlegt er að vestrænar þjóðir líti barnaklám eða ljós- myndir af látnum hermönnum svipuðum augum og trúaðir múslimar sjá myndbirtingar af spámanninum. Hvers vegna voru myndirnar birtar? Myndirnar voru upphaflega birtar eftir að ritstjórar Jótlandspóstsins höfðu samband við dagblaðateiknara og báðu þá um myndir sem sýna hvernig Múhameð gæti hafa litið út. Ritstjór- arnir fengu hugmyndina í kjölfar vandræða barnabók- arhöfundar sem skrifaði bók um spámanninn en tókst ekki að finna neinn til að myndskreyta hana. Hver er ástæða illindanna? Á meðan sumir sjá myndirnar eingöngu sem skaðlaus- ar teiknimyndir, líta aðrir á þær sem alvarlegt guðlast og telja vegið að íslam og helgisiðum múslima. Kald- hæðnin sem skein í gegn í sumum myndanna hefur skiljanlega farið fyrir brjóstið á mörgum, og ekki bara múslimum, sérstaklega í þeim myndum sem tengja spámanninn við hryðjuverk. En málið hefði sennilega ekki farið langt út fyrir landsteina Danmerkur, hefði þetta þrennt ekki komið til: pólitískur uppgangur ofbeldissinnaðra múslima, fréttaflutningur á netinu og herferð Bandaríkjanna gegn hryðju- verkum. Margir múslimar telja herferð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum beinast gegn íslamstrú, því hingað til hefur hún eingöngu beinst að íslömskum löndum. FBL-GREINING: UPPNÁM YFIR TEIKNINGUM Ótti við hjáguðadýrkun > Auglýsingatekjur eftir flokkum fjölmiðla 2004 Svona erum við Mikil ólga er hjá múslimum út um allan heim eftir að skopteikn- ingar danska dagblaðsins Jyll- andsposten voru gerðar opinberar í Mið-Austur- löndum. Hvers vegna telur þú að viðbrögð mús- lima séu með þessum hætti? Kristnir menn eiga að þekkja af sögu sinni að það vantaði ekkert upp á öfgar og ofbeldi í boðun kirkjunnar. Sem betur fer var þessari áþján velt af Vesturlandabúum við aðskilnað ríkis og kirkju. Því miður sitja áhangendur Múhameðs enn uppi með ríki og trú í sama farteskinu og gjalda þess grimmilega. Hvað er til ráða við þeirri stöðu sem upp er komin? Það er svo að múslimar upplifa afstöðu Vesturlandabúa til bæði arabaheimsins og trúarbragða í gegnum atferli Bandaríkjanna í þessum heimshluta. Bandaríkjamenn fjármagna og vopna Ísrael sem beitir grimmi- legum hernaði gegn vopnlausu fólki í Palestínu. Innrásin í Írak er löglaus og siðlaus. Bandaríkin hafa haldið uppi gjörspilltum ríkisstjórnum sem standa að baki þessum harkalegu viðbrögðum núna. Til þess að bæta ástandið þarf að breyta þeirri upplifun. SPURT & SVARAÐ SKOPTEIKNINGAMÁLIÐ Bandaríkja- menn ábyrgir JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Fyrrverandi sendi- herra í Bandaríkj- Heimild: Hagstofa Íslands Samanburður á kostnaði við raforkuflutning til álvers á Norðurlandi er Húsvíking- um mjög í hag. Eyfirðingar eygja enn von en Skaga- fjörður er væntanlega út úr myndinni. Með tilliti til kostnaðar við raf- orkuflutning til hugsanlegs álvers Alcoa á Norðurlandi er Bakki við Húsavík afgerandi besti kostur- inn. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins yrði árlegur flutnings- kostnaður raforku vegna álvers við Húsavík 540 milljónir króna en 900 milljónir króna ef álverið rís á Dysnesi í Eyjafirði. Kostnaður við raforkuflutning vegna álvers á Brimnesi í Skagafirði yrði enn hærri eða 1.520 milljónir króna á ári. Alcoa ber kostnaðinn af flutn- ingi raforkunnar og þar sem aðrir ráðandi þættir vega ekki upp á móti háum flutningskostnaði raf- orku er Skagafjörður að líkind- um ekki fýsilegur kostur í hugum stjórnenda Alcoa. Kostnaður við orkuflutninginn miðast við sjö prósenta reikni- vexti og að árleg framleiðslugeta álversins verði 250 þúsund tonn. Jafnframt er gert ráð fyrir að álver við Húsavík og í Eyjafirði styðjist við háhitasvæðin í Þing- eyjarsýslum, varðandi orkuöflun, en álver í Skagafirði fengi raforku frá vatnsaflsvirkjunum á Norð- vesturlandi, auk háhitasvæðanna í Þingeyjarsýslum. Vilja ekki greiða meira en 21 mills Óformlegar viðræður um raforku- verð hafa farið fram á milli Alcoa annars vegar og Landsvirkjunar og Þeistareykja hins vegar. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Alcoa verið kynnt ákveðið þröngt verðbil og samkvæmt sömu heimildum segjast stjórnendur Alcoa ekki geta greitt meira en 20 til 21 mills vegna raforkuverðs og orkuflutnings. Formlegar orkuvið- ræður verða hins vegar ekki tekn- ar upp á milli samningsaðila fyrr en Alcoa hefur tekið ákvörðun um staðarval en sú ákvörðun verður kynnt í þessum mánuði. Mismunur á kostnaði vegna raforkuflutnings til álvers við Húsavík og álvers í Eyjafirði er um 1,6 mills eða nærri átta pró- sentum af heildarraforkukostn- aði, Húsavík í hag. Því er líklegra að samningar takist um raforku- verð ef álverið rís við Húsavík en ef það rís í Eyjafirði. Í samanburðarskýrslu sem unnin var í tengslum við stað- arvalsrannsóknir á stöðunum þremur er ekki mælt með einum stað frekar en öðrum. Öllum val- kostunum var gefin einkunn, A,B eða C, með tilliti til margvíslegra rannsókna sem framkvæmdar voru og niðurstaðan er að allir staðirnir hafa eitthvað til síns ágætis. Í skýrslunni er hins vegar ekki tekið tillit til mismunandi vægis rannsóknarþáttanna og því útilokað að bera valkostina saman í heild á grundvelli einkunnar- gjafarinnar. Hafnaraðstaða gæti skipt máli Kostnaður við fullnægjandi hafn- araðstöðu skiptir töluverðu máli fyrir Alcoa því hann mun vænt- anlega endurspeglast í þeim hafn- argjöldum sem félagið þarf að greiða. Í samanburðarskýrslunni kemur fram að Dysnes í Eyjafirði er ákjósanlegasta staðsetningin með tilliti til hafnarframkvæmda og kostnað þeim samfara. Kostn- aður við nýja álvershöfn í Eyja- firði, sem tekið getur á móti 60 þúsund tonna flutningaskipum, er áætlaður 1,3 milljarðar króna en kostnaður vegna stækkunar Húsavíkurhafnar og nýrrar hafn- ar í Skagafirði er áætlaður 2,6 milljarðar króna á hvorum stað. Lægri flutningskostnaður raforku til álvers við Húsavík en álvers í Eyjafirði, 360 milljónir króna á ári, jafnar fljótt þann mun, 1,3 milljarða króna, sem ber í millum vegna kostnaðar við hafnarfram- kvæmdir. Líklegast að Húsavík verði fyrir val- inu Samkvæmt samanburðarskýrsl- unni hefur Eyjafjörður nokkra fleiri kosti en hafnaraðstöðu fram yfir Húsavík eins og til dæmis minni jarðskjálftahættu, stærri vinnumarkað og betri samgöngur. Þeir kostir skipta hins vegar ekki sköpum varðandi ákvörðun Alcoa. Raforkuverð, flutningskostnaður raforkunnar, hafnaraðstaða og samstaða á meðal heimamanna mun hafa afgerandi áhrif á afstöðu Alcoa. Samkvæmt viðhorfskönnunum er drjúgur meirihluti Akureyr- inga hlynntur álveri en samstað- an er minni í Eyjafirði í heild þótt meirihluti sé fylgjandi álveri. Samstaða Húsvíkinga er nær algjör og afstaða þeirra mjög ein- örð. Húsvíkinga hungrar í álver og þeir myndu taka Alcoa ákaft fagnandi, líkt og Austfirðingar gerðu. Ákveði Alcoa yfir höfuð að reisa álver á Norðurlandi hníga flest veigamikil rök til þess að Húsavík verði fyrir valinu. HÚSAVÍKURHÖFN Til að 60 þúsund tonna flutningaskip geti lagst að bryggju á Húsavík þarf að ráðast í hafnarframkvæmdir sem kosta munu allt að 2,6 milljörðum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/KK HÚSAVÍK Þorri Húsvíkinga hungrar í álver og myndu taka Alcoa fagnandi líkt og Austfirðingar gerðu. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Húsavík vænlegasti kosturinn FRÉTTASKÝRING KRISTJÁN KRISTJÁNSSON kk@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.