Fréttablaðið - 08.02.2006, Side 36

Fréttablaðið - 08.02.2006, Side 36
MARKAÐURINN 8. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Franska lögreglan hyggst hætta að nota Internet Explorer vafr- ann og byrja að nota Firefox. Firefox- vafra má nálgast ókeypis á internet- inu og segja tals- menn lögreglunn- ar hann síst verri kost en Internet Explorer „Firefox er öruggur vafri og auðveldur í notkun. Einfaldlega besti kost- urinn,“ sagði Christian Brachet, yfirmaður tölvumála hjá frönsku lögreglunni. Lögreglan skipti í fyrra um rit- vinnsluforrit. Hún lagði Microsoft Office-pakkanum og hóf að nota Open Office, sem einnig má hala niður ókeypis gegn- um netið. Talið er að skiptin komi til með að spara lög- reglunni hundrað og fimmtíu milljónir króna á ári. Líklegt þykir að aðrar opinberar stofnan- ir í Frakklandi fylgi í kjölfar- ið og nýti sér ókeypis forrit í framtíðinni. - jsk Löggur nota Firefox Franskar ríkisstofnanir skipta Microsoft-afurðum út fyrir ókeypis forrit. Tasmaníu-skollum fækkar ört vegna æxlis sem leggst á and- lit þeirra og smitast auðveldlega milli einstaklinga. Jafnvel er talið að skollarnir, sem einungis lifa á áströlsku eynni Tasmaníu, séu í útrýmingarhættu. Tasmaníu-skollar lifðu áður fyrr að meðaltali í um fimm ár en í dag er óvanalegt að sjá ein- stakling sem er eldri en þriggja ára. Alls eru nú um áttatíu þúsund skollar í Tasmaníu, en þeir voru hundrað og fjörutíu þúsund um aldamótin. Sjúkdómurinn sem um ræðir ræðst á andlit skollanna, þeir afmyndast, fá graftrarsár og kýli í andlitið og svo fer að lokum að þeir geta ekki nærst og gefa upp öndina. Sjúkdómurinn dregur venjulegan einstakling til dauða á sex mánuðum. „Við teljum að sjúkdómurinn smitist með biti. Tasmaníu-skollar ærslast mikið og slást, og bíta þá gjarnan í andlit andstæðinga sinna. Næsta skref er að finna bóluefni við þessari óværu,“ sagði Anne Marie Pearse, vísindamaður og starfsmaður heilbrigðiseftirlits Tasmaníu. - jsk Smitsjúkdómur herjar á Tasmaníu-skolla Vísindamenn telja að sjúkdómurinn smitist með biti. Tasmaníu-skollum hefur fækkað um fjörutíu prósent á örfáum árum. SÁRÞJÁÐUR TASMANÍUSKOLLI Sjúk- dómurinn leggst á andlit Tasmaníu-skoll- anna og leikur þá grátt, eins og sjá má á myndinni. Skollunum hefur fækkað um fjörutíu prósent á örfáum árum. Ísmaðurinn Oetzi var líklega ófrjór, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í bandaríska vís- indatímaritinu American Journal of Physical Anthropology. Rannsókn var gerð á DNA- erfðaefni Oetzis og kom í ljós að það innihélt efni sem bendir til ófrjósemi. „Við getum ekki verið alveg fullviss en það er ýmislegt sem bendir til þess að Oetzi hafi verið ófrjór,“ sagði Doktor Franz Rollo sem stýrði rannsókninni. Lík Oetzis fannst frosið í jökli í ítölsku Ölpunum árið 1991 og þótti hafa varðveist ótrúlega vel. Rannsóknir hafa áður leitt í ljós að Oetzi hafi lent í átökum skömmu fyir dauðann. Örvarendi var grafinn djúpt í höfuðkúpu hans auk þess sem hann hafði aðra áverka á höfði. Doktor Rollo og félagar telja að sviplegur dauði ísmannsins kunni að tengjast ófrjósemi hans „Við þurfum að komast að því hvort fólk á þessum tíma hafi gert sér grein fyrir ófrjósemi og hvort það kunni að hafa orðið til þess að Oetzi var útskúfað úr samfélagi manna.“ - jsk Ófrjór ísmaður Hugsanlegt er að ísmaðurinn Oetzi hafi þurft að gjalda fyrir ófrjósemi með lífi sínu. OETZI-ÍSMAÐURINN Opnað var fyrir viðskipti á bandaríska NASDAQ-mark- aðnum þann 8. febrúar 1971 og verður markaðurinn því tuttugu og fimm ára í dag. NASDAQ var á sínum tíma fyrsti rafræni verðbréfamarkaður í heimi. NASDAQ hefur alla tíð síðan skipað sér í fremstu röð kaup- halla þegar kemur að tæknimál- um og kom árið 1984 í gagnið svokölluðu SOES-kerfi sem á að sjá til þess að smærri pantanir verði ekki út undan þegar mikið er að gera á markaði. NASDAQ-markaðurinn er í eigu hlutafélags sem ber nafn- ið The Nasdaq Stock Market Incorporated og er sjálft skráð á NASDAQ-markaðinn. Í dag eru rúmlega þrjú þúsund og tvö hundruð fyrirtæki á NASDAQ og eru hvergi fleiri fyrirtæki skráð á einn markað. Hvergi fara heldur fram meiri viðskipti daglega en á NASDAQ þótt sam- anlagt markaðsvirði félaga hinn- ar kauphallar New York-borgar, New York Stock Exchange, sé raunar meira. Fjöldi vísitalna er á NASDAQ- markaðnum, þar á meðal NASDAQ-100, þar sem skráð eru hundrað stærstu fyrirtæki á markaðnum, utan fjármála- fyrirtækja, og NASDAQ-financ- ial sem hefur að geyma hundr- að stærstu fjármálafyrirtæki markaðarins. Auk þess er á NASDAQ-markaðnum fjöldi sér- stakra vísitalna, svo sem banka-, líftækni-, hátækni- og iðnaðar- vísitölur. Sú sem allra mestu máli skiptir er þó NASDAQ-vísitalan sjálf. Vísitalan fór í fyrsta skipti yfir þúsund stiga múrinn þann 17. júlí 1995 en hefur hæst farið í 5.132 stig vorið 2000. Sú gósen- tíð stóð þó ekki lengi því netból- an svokallaða sprakk með látum skömmu síðar og hafði vísitalan rýrnað um helming fyrir árslok. NASDAQ-vísitalan hefur aldrei náð viðlíka hæðum og vorið 2000 og stendur í dag í tæpum 2.260 stigum. Forstjóri NASDAQ-markaðarins er Robert nokkur Greifeld og hefur hann gegnt starfinu frá því á vormánuðum 2003. - jsk Opnað fyrir viðskipti á NASDAQ-markaðnum NASDAQ-MARKAÐURINN Í NEW YORK Opnað var fyrir viðskipti á NASDAQ fyrir tuttugu og fimm árum. Hvergi eru fleiri félög skráð á einn markað. Jón Skaftason skrifar Þýsk vefsíða bílaframleiðandans BMW hefur verið sett á svartan lista hjá leitarvélinni Google og kemur því ekki upp á leitarlistum hjá fyrir- tækinu. Google segir BMW hafa brotið reglur um leitarvélina til að tryggja að vefsíða fyr- i r t æ k i s i n s , bmw.de, kæmi ávallt fyrst upp þegar þýskir not- endur Google leit- uðu notaðra bifreiða. Forsvarsmenn BMW hafa viðurkennt að hafa notað svo- kallaða hliðarsíðu sem innihélt ekkert nema vinsæl upp- flettiorð. Notendum var síðan beint þaðan inn á opinbera heimasíðu BMW. „Við vissum ekki að þetta væri bannað. Annars var lítill sem enginn munur á þeirri heimasíðu sem kom upp og þeirri sem fólki var beint inn á,“ sagði Markus Sagemann, talsmaður BMW. Google sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að þeim sem uppvísir yrðu að svindli yrði umsvifalaust refsað. Hvergi kom fram hvort eða hvenær BMW ætti afturkvæmt af svarta listanum. Vefsíða BMW á svart- an lista hjá Google Þýski bílarisinn svindlaði á Google-leitarvélinni og var sett- ur í straff. Forsvarsmenn BMW bera við grandleysi. BMW KAGGI Forsvarsmenn BMW notuðu bellibrögð til að beina notendum Google inn á heimasíðu fyrir- tækisins. Google brást skjótt við og bannaði þýska vefsíðu BMW af leitarlistum sínum. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggi á samstarf með bandaríska netrisanum Google. Volkswagen mun nýta nýjasta útspil Google, Google Earth gervihnattamynda- forritið, í bifreiðar sínar. Google Earth sýnir notendum loftmyndir af borgum og getur flett upp kennileitum og sýnt myndir af þeim úr lofti. Auk Google mun hátæknifyrirtækið Nvidia Corporation koma að hönnun búnaðarins. Google kynnti Earth-forritið síðasta sumar og sló það strax í gegn. Það hefur þó farið fyrir brjóstið á stjórn- um ríkja á borð við Indland og Suður-Kóreu sem telja forritið birta upplýsingar er varði þjóðar- öryggi, til að mynda loft- myndir af flugvöllum. - jsk Gervihnattarforrit í bíla Volkswagen VOLKSWAGEN BJALLA Þýski bílaframleiðandinn ætlar að nýta sér tækni frá Google við framleiðslu nýrra bifreiða. S Ö G U H O R N I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.