Fréttablaðið - 08.02.2006, Page 48

Fréttablaðið - 08.02.2006, Page 48
MARKAÐURINN 8. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR20 H É Ð A N O G Þ A Ð A N OFFSETFJÖLRITUN P R E N T S M I Ð J A STAFRÆN LJÓSRITUN & PRENTUN Mjölnisholti 14 Sími 562 7890 Fax 562 7895 offset@print.is www.print.is Offset_20x10 27.10.2003 12:53 Page 1 Félag viðskipta- og hagfræð- inga afhenti síðastliðinn fimmtudag þekkingarverðlaun- in við hátíðlega athöfn. Í þetta sinn var þemað „stefnumótun“ en auk Actavis voru Bakkavör og Avion Group tilnefnd. Þykja þessi fyrirtæki hafa sýnt fram á að stefnumótun hafi nýst þeim til framdráttar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem afhenti verðlaunin, sagði við tækifærið að það hefði verið stórkostlegt að fylgjast með þeim sem flestar tilnefningar fengu og vöxtur þeirra hafi verið mikill. Titillinn viðskiptafræðing- ur ársins féll í skaut Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka. Með því vali vildi FVH leggja sitt af mörkum til að vekja athygli á einstakl- ingi með viðskipta- eða hag- fræðimenntun sem skarað hefur fram úr og getur þannig verið hvatning eða fyrirmynd annarra í stéttinni. - hhs Stefnumótun Actavis til fyrirmyndar FORSTJÓRI KB BANKA VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR ÁRSINS Anna Lísa Sigurjónsdóttir, eiginkona Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka, tekur við verðlaununum fyrir hönd eiginmanns síns.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.