Fréttablaðið - 08.02.2006, Síða 49

Fréttablaðið - 08.02.2006, Síða 49
H A U S MARKAÐURINN F Ó L K Á F E R L I 21MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 SIGURÐUR HELGASON er nýr stjórnarfor- maður hugbúnaðarfyrirtækisins Calidris. Sigurður er fyrrverandi for- stjóri Flugleiða/FL Group og Icelandair og stjórnarmaður hjá IATA, alþjóðasamtökum flugfélaga. Sigurður hefur yfir 30 ára reynslu í flugrekstri og ferðaiðn- aði. Þar af var hann forstjóri Icelandair um 20 ára skeið og þar með sá forstjóri sem lengst hefur setið á forstjórastóli nokkurs flugfélags í heiminum. Auk Sigurðar skipa stjórn Calidris þau Guðni B. Guðnason og Halla Tómasdóttir. Varamenn eru Kolbeinn Arinbjarnarson og Magnús Ingi Óskarsson. Calidris er íslenskt fyrirtæki sem selur sérhæfðar hugbúnaðarlausnir til flugfé- laga á alþjóðamarkaði. Meðal viðskipta- vina fyrirtækisins eru leiðandi flugfélög eins og Emirates, Finnair og Icelandair. Starfsmenn eru 30 talsins og fram- kvæmdastjóri er Arna Harðardóttir. Orkuveita Reykjavíkur hefur gert samning við Og Vodafone um afhendingu á BlackBerry-sam- skiptatækjum. BlackBerry er farsími sem gerir notanda einn- ig mögulegt að skoða tölvupóst og viðhengi skjala. BlackBerry er einkum sniðinn að þörfum atvinnulífsins, þeirra sem vilja eiga þess kost að nálgast upplýsingar án tillits til s t a ð s e t n - ingar og tíma, svo sem á f e r ð a - l ö g u m e ð a u t a n vinnu- staðar. Orkuveita Reykjavíkur valdi BlackBerry Enterprise-lausn sem tryggir notendum aðgang að tölvupósti um póstþjón sem er samtengdur póstþjóni fyrir- tækisins. Með þessum hætti geta notendur meðal annars skoðað viðhengi og samþætt þjónustu fyrir síma, vafra, dagbók og aðrar upplýsingar án vandræða. BlackBerry er hluti af Vodafone Mobile Office sem er heildstætt þjónustuframboð Og Vodafone fyrir atvinnu- lífið. Í upphafi verða þrjár Mobile Office-lausn- ir í boði hjá Og Vodafone: BlackBerry, Vodafone Mobile Connect-gagnakort og Vodafone World-áskrift í útlöndum. Fleiri lausnir í Mobile Office eru væntanlegar á næstu mánuðum. Orkuveitan fær Blackberry Stefnumótun Actavis til fyrirmyndar ÞRJÚ FYRIRTÆKI ÖÐRUM FREMRI Í STEFNUMÓTUN Avion Group, Actavis og Bakkavör hlutu tilnefningu til Þekkingarverðlaunanna. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði það stórkostlegt að fylgjast með þróun og vexti fyrirtækjanna þriggja. ACTAVIS HLAUT ÞEKKINGARVERÐLAUNIN 2006 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Þekkingarverðlaunin 2006 og Róbert Wessman, forstjóri Actavis, veitti þeim viðtöku.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.