Fréttablaðið - 08.02.2006, Síða 62

Fréttablaðið - 08.02.2006, Síða 62
 8. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR22 Norræn könnun hefur leitt í ljós að matarverð á Íslandi er 42 pró- sentum hærra en í ESB-löndunum. Hátt verð á mat er sláandi og gefur til kynna að fara þurfi rækilega í gegnum niðurstöður þessarar könn- unar og fylgja henni eftir. Í sjálfu sér er ekki hægt að lækka verðið á matnum með einhverjum patent- lausnum, eins og að ganga í ESB. Einhverjir hafa gert því skóna en fleira hangir á spýtunni, s.s. styrkir sem við þurfum sjálf að greiða inn í sambandið að því ógleymdu að lítil þjóð eins og okkar gæti tapað yfir- ráðum yfir helstu auðlindinni, fiski- miðunum. Einnig hefur verið bent á að fákeppni á matvörumarkaði gæti verið höfuðorsakavaldur hás verð- lags. Ein leið til þess að skoða áhrif samþjöppunarinnar er að bera sér- staklega saman verð á innfluttum vörum sem ekki eru háðar neinum innflutningstakmörkunum. Það er mín skoðun að fara þurfi rækilega í gegnum matvörumarkað- inn og líta til fleiri þátta en verðlags, s.s. stöðu innlendra framleiðenda og minni innflytjenda gagnvart risum á smásölumarkaðnum. Sú höfuðmeinsemd sem einna helst hefur verið nefnd til sögunnar sem skýring á háu verðlagi á mat- vælum er styrkjakerfi í landbún- aði sem felst í innflutningshöftum á erlendum landbúnaðarafurðum. Í sjálfu sér getur þetta verið ein orsökin en ég hallast að því að þetta sé ofureinföldun, ekki verði síður litið til þess hvernig kerfið hér inn- anlands hefur færst til miðstýring- ar og ýmissa tæknilegra viðskipta- hindrana. Landbúnaðarráðherra eykur kostnað Eitt dæmið er hvernig landbún- aðarráðherra jók kröfur til slátur- húsa og þar með kostnað þeirra. Kröfurnar sem ráðherra gerir til allra sláturhúsa á Íslandi eru sam- bærilegar þeim sem ESB gerir til sláturhúsa sem ætla að flytja kjöt inn í sambandið. Þær kröfur eru lítið annað en tæknilegar viðskipta- hindranir sem auka tilkostnað við slátrun. Minni sláturhúsum hefur verið lokað víða um land og til þess notaðir opinberir fjármunir. Það var gert án þess að fyrir lægi úttekt á því hvort þessi ríkishagræðing skilaði nokkru. Einn meginrökstuðningurinn fyrir styrkjum til íslensks land- búnaðar er að um byggðastyrki sé að ræða. Þeim mun sorglegra er að hugsa til þess að opinberir fjár- munir fóru í það að loka fyrirtækj- um á þeim landsvæðum sem standa í mikilli varnarbaráttu. Önnur hlið á þessu er að stóru sláturhúsin, s.s. á Sauðárkróki, eru í auknum mæli mönnuð með erlendu verkafólki. Þessi röksemd virðist því falla flöt um sjálfa sig. Annað sem er athyglisvert er að við virðumst vera kaþólskari en páfinn í slátrunum. Hér eru teknar upp ströngustu reglur um slátrun á meðan sala á heimaslátruðu er leyfð víða í Evrópusambandinu. Rök sem stundum eru nefnd til sögunnar fyrir því að leyfa ekki sölu á heimaslátruðu kjöti eða frá minni sláturhúsum eru annars vegar dýraverndarsjónarmið og hins vegar öryggi matvæla. Ég er á því að um yfirskyn sé að ræða þar sem í kerfinu felst að skepnur eru fluttar landshorna á milli til slátrunar í fjarlægum sláturhúsum þótt hægt væri að sinna verkinu í heimabyggð. Það telst varla góð meðhöndlun á dýrum. Öll þessi ofs- týring veldur því fyrst og fremst óhagræðingu og illri meðferð á saklausum skepnum. Hið sama má segja um mjólk- urframleiðsluna en þar hefur styrktarkerfið þróast út í óefni og má rökstyðja að stuðningurinn hafi runnið að miklum hluta út úr atvinnugreininni. Allar líkur eru til þess að þetta styrkjakerfi muni breytast á næstu árum þar sem alþjóðasamningar munu gera ráð fyrir að framleiðslutengdir styrkir dragist verulega saman. Forsætisráðherra hefur sett á fót nefnd til þess að leita leiða til að lækka verð á matvælum á Íslandi. Ég efast um að neytendur geti búist við miklu af því nefndarstarfi í ljósi verka Framsóknarflokksins á síðustu misserum. Nefndir eru settar á laggirnar, s.s. um fjármál stjórnmálaflokka, endurskoðun sjávarútvegsstefnu og byggðamál. Dæmin sanna hins vegar að hugur fylgir ekki máli hjá stjórnarflokk- unum við að taka á málum sem blasir við að nauðsynlegt sé að taka á. Þvert á móti er málum drepið á dreif og treyst á gullfiskaminni landsmanna. Flestum ætti þó að vera orðið ljóst að ef það á að koma t.d. fjár- málum stjórnmálaflokka upp á borðið þarf að skipta út spilltum stjórnvöldum Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks, rétt eins og ef það á að lækka matarverð þarf að koma Framsóknarflokknum frá völdum. Höfundur er þingmaður Frjáls- lynda flokksins. ■ Matarverðið á Íslandi UMRÆÐAN MATVÆLAVERÐ SIGURJÓN ÞÓRÐARSON Forsætisráðherra hefur sett á fót nefnd til þess að leita leiða til að lækka verð á matvælum á Íslandi. Ég efast um að neyt- endur geti búist við miklu af því nefndarstarfi í ljósi verka Framsóknarflokksins á síðustu misserum. Rúmlega fjórðungi fjárlaga rík- isins er varið til heilbrigðismála. Nýting fjármuna, skipulag og rekstur heilbrigðiskerfisins er því mál sem varðar samfélagið allt. Í mannauði heilbrigðiskerf- isins felst dýrmæt auðlind. Heilbrigðisþjónusta á Íslandi er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Innan hennar starfar afar hæft starfsfólk sem sótt hefur mennt- un víða um heim. Aðgengi er gott fyrir þá sem eru bráðveikir eða slasaðir og árangur á mörg- um sviðum er eftirtektarverður og með því besta sem þekkist í heiminum, s.s. lágt hlutfall ung- barnadauða, hátt hlutfall þeirra sem lifa stóráfall af, árangursrík glasafrjóvgun, framúrskarandi meðferð kransæðasjúklinga, og í krabbameinslækningum. Eftir stendur hins vegar að þesssum árangri má fyrst og síð- ast þakka starfsfólki heilbrigð- iskerfisins. Stjórnvöld hafa hins vegar veigrað sér við að móta skýra stefnu í þessum þýðing- armikla málaflokki. Verulega skortir á heildrænt skipulag þessa umfangsmikla málaflokks. Það þarf því að ráðast í endur- bætur og forðast ómarkvissar og illa ígrundaðar niðurskurðartil- lögur. Samfylkingin vill endurbæta heilbrigðiskerfið með það að leiðarljósi að kerfið verði mark- vissara og betra fyrir notend- ur. Samfylkingin vill efla heil- brigðisþjónustuna sem atvinnu, þjónustu - og útflutningsgrein. Forsenda endurbóta í heilbrigð- isþjónustu er að markmið jafnað- arstefnunnar um jafnan aðgang óháð efnahag standi óhaggað. Þegar kemur að breytingum í heilbrigðiskerfinu þarf öryggi og aðgengi sjúklinga ætíð að vera í öndvegi. Enginn stjórnmálaflokkur hefur lagt í jafnviðamikla vinnu í stefnumótun í heilbrigðismál- um og Samfylkingin undanfar- in misseri. Niðurstaða þessarar stefnumótunar felst m.a. í að skil- greina hlutverk heilbrigðisstofn- ana og heilbrigðissviða ásamt flutningi verkefna til sveitarfé- laga eða svæðisbundinna sam- taka þeirra, s.s. heilsugæsla, öldrunarmál, málefni fatlaðra og geðsjúkra. Samfylkingin vill sömuleiðis brjóta upp heilbrigðis- og trygg- ingarráðuneyti í tvö ráðuneyti og aðskilja kaupanda og seljanda þjónustunnar. Kostnaðargreina þarf heilbrigðisþjónustu og taka upp blandaða fjármögnun á heil- brigðisstofnunum þar sem fjár- magn er látið fylgja sjúklingum í auknum mæli. Jafnaðarmenn vilja jafnframt nýta markaðs- aðferðir þar sem það á við til að tryggja hagkvæmni m.a. í rekstri án þess að þó komi niður á grund- vallarforsendunni um jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjón- ustu óháð efnahag. Nauðsynlegt er að efla heilsu- gæslu og heimahjúkrun og skoða kosti þess að gefa fagfólki aukið rekstrarlegt sjálfstæði ásamt því að fjölga valkostum fyrir aldr- aða og geðsjúka. Stórauka þarf valfrelsi, forvarnir og endurhæf- ingu í heilbrigðiskerfinu og koma upp rafrænni sjúkraskrá. Fjárfestingar í menntun og heilbrigði eru vísasta leiðin til þess að efla hagvöxt og hagsæld og meðal annars af þeim ástæð- um eru þau forgangsmál Sam- fylkingarinnar. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. Heilbrigðisþjónusta í fremstu röð UMRÆÐAN HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTA ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Fjárfestingar í menntun og heilbrigði eru vísasta leiðin til þess að efla hagvöxt og hag- sæld og meðal annars af þeim ástæðum eru þau forgangsmál Samfylkingarinnar. Jens Guð skrifar: Ég heyrði á Rás 2 brot úr Spurninga- keppni grunnskólanna í kvöld, 6. feb. Skemmtilegur og vel heppnaður þáttur heyrðist mér. Í einni af mörgum áhuga- verðum spurningum var spurt að því í hvaða hljómsveit bassaleikarinn Bill Wyman sé. Rétt svar var sagt vera: The Rolling Stones. Hvorugt liðið var með svar. Þetta kom því ekki að sök. Hinsvegar er Bill Wyman ekki bassaleikari The Rolling Stones. Að vísu tók hann við bassagítarleik í The Rolling Stones af bassaleikara sem síðar gerði garðinn frægan með Pretty Things. En það eru ár og dagar síðan Bill yfirgaf The Rolling Stones. Fyrir 2 áratugum stofnaði hann Willie & The Poor Boys ásamt m.a. Jimmy Page (áður gítarleikara Led Zeppelin) og Paul Rogers (áður söngvara Free en síðar Queen). Fyrir röskri áratylft stofn- aði hann The Rythm Kings með m.a. Gary Brooker (fyrrum hljómborðsleikara Procul Harum), Peter Frampton (áður gítarleikara Humble Pie og síðar illilega ofmetnum sóló-poppara) og blúsgítar- leikaranum Albert Lee. The Rolling Stones er ein af merkustu hljómsveitum rokksögunnar. Ég kalla sýslumann Árnessýslu til vitnis um það. Þeir höfðu hærri tekjur en nokkur önnur hljómsveit af hljómleikaferð um Banda- ríki Norður-Ameríku í fyrra. Sem segir nokkuð um stöðu þessarar merku hljóm- sveitar, sem þó vissulega hefur átt sín slæmu tímabil á 44ra ára ferli. Og segir heldur ekki alla söguna um hin mörgu og merku afrek The Rolling Stones. BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.