Fréttablaðið - 08.02.2006, Side 64

Fréttablaðið - 08.02.2006, Side 64
 8. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Víkings Guðmundssonar Grænhóli, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Bergþóra Sigríður Sölvadóttir Arnbjörg A. Guðmundsdóttir Gunnar Sigurðsson Guðmundur Víkingsson Sóley Jóhannsdóttir Vignir Víkingsson Hildur Stefánsdóttir Sölvi Rúnar Víkingsson Elín Margrét Víkingsdóttir Jón Víkingsson Erna Valdís Sigurðardóttir Guðný Sigríður Víkingsdóttir Pétur V. Pálmason Gunnar Ingi Víkingsson Þórunn Hyrna Víkingsdóttir afabörn og langafabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Málfríður Agnes Daníelsdóttir Háteigi 19, Keflavík, sem lést á heimili sínu föstudaginn 3. febrúar, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þann 10. febrúar kl. 14.00. Magnús Jónsson Sigríður Magnúsdóttir Einar Haukur Helgason Ingibjörg G. Magnúsdóttir Kristbjörg J. Magnúsdóttir Árni Ingimundarson Sjöfn Magnúsdóttir Óskar Gunnarsson Elísabet Magnúsdóttir Hafþór Óskarsson Pétur Magnússon Valerie J. Harris Sigurborg Magnúsdóttir Ásgrímur S. Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra dóttir, systir og vinkona, Ásdís Hrönn Björnsdóttir sem lést föstudaginn 3. febrúar, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Samhjálp kvenna s: 540-1990. Hlíf Kristófersdóttir Sigurður Sigurgeirsson Sigurgeir Már Sigurðsson Ólöf Vala Sigurðardóttir Oddsteinn Örn Björnsson Vilhjálmur Björnsson Ásbjörg Björnsdóttir Ásthildur, Elsa, Guðrún Jóna, Herdís, Hulda, Íris, Jóna Björk, Jónína Birna, Katrín, Kristín, Virpi og Þórunn. Gísli Vigfússon frá Skálmarbæ verður jarðsunginn frá Grafarkirkju í Skaftártungu laugardaginn 11. febrúar kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún Gestsdóttir og fjölskylda. Hjálmar Gunnarsson og fjölsk. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Þorgerðar Elísabetar Grímsdóttur Árskógum 8, Reykjavík. Ólafur Hólm Einarsson Stella Hólm McFarlane Gavin McFarlane Einar Hólm Ólafsson Vilborg Árný Einarsdóttir Birgir Hólm Ólafsson Ósk Jóhanna Sigurjónsdóttir ömmubörn og langömmubörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sendu okkur blóm og samúðarkort vegna andláts fósturdóttur okkar Hafrúnar Hafsteinsdóttur Við þökkum einnig öllum fyrir samúð og vináttu við útför hennar. Fyrir hönd barna hennar og annarra vandamanna, Helga Friðriksdóttir Ólafur Gunnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson IRIS MURDOCH (1919-1999) LÉST ÞENNAN DAG. „Hægt er að gera hvað sem er heilagt með nógu einlægri trúfestu.“ Iris Murdoch var írsk/breskur rithöfundur og heimspekingur. Á þessum degi árið 1974 snéru þrír menn aftur til jarðar eftir 85 daga dvöl í bandarísku geimstöðinni Skylab. Þetta var lengsti tími sem nokkur hafði dvalið í geimnum og geimfararnir, Edward Gibson, Gerald Carr og William Pogue, sýndu þar með að menn gætu dvalið í geimnum í lengri tíma en áður var talið. Þetta var síðasta mannaða geimflug NASA á átt- unda áratugnum og þriðja og síðasta ferðin í geim- stöðina Skylab sem var á sporbaug um jörðu, um það bil 430 kílómetra frá jörðu. Hún var yfirgefin eftir dvöl þeirra Gibson, Carr og Pogue og féll til jarðar, á svæði milli Vestur-Ástralíu og suðausturhluta Indlandshafs þann 11. júlí árið 1979. Þetta var mun fyrr en gert var ráð fyrir, en áður var talið að Skylab myndi rjúfa loft- hjúp jarðar árið 1985. Líklegt er talið að aukin virkni sólar hafi orsakað breytinguna. Met þessara bandarísku geimferðalanga átti eftir að verða margslegið. Í dag er metið í lengstu dvöl úti í geimi 437 dagar en það á rússneski geimfarinn Valeriy Pliyakov sem dvaldi um borð í geimstöðinni Mir árið 1995. ÞETTA GERÐIST > 8. FEBRÚAR 1974 Geimmaraþoni lýkur GIBSON, CARR OG POGUE. „Ég hef verið pólitísk mjög lengi og fylgst vel með bæði landsmálum og bæjarmálum en ég hef ekki tekið þátt í pólitísku starfi með virkum hætti fyrr en núna,“ segir Guðríður Arnardóttir sem skipar fyrsta sæti á lista Sam- fylkingarinnar í bæjarstjórn- arkosningunum í Kópavogi í vor. Guðríður er menntaður jarðfræðingur og kennari við Fjölbrautaskóla Garðabæj- ar. Þá er hún einnig mörgum kunn úr sjónvarpinu en hún hefur í töluverðan tíma sinnt veðurfréttum á Stöð 2 og síðar NFS. „Það er kannski ákveðið forskot sem ég hafði á aðra frambjóðendur að andlit mitt var þekkt af skjánum,“ segir Guðríður en bendir á að hún hafi ekki sinnt veðurfréttum frá því prófkjörsfresti lauk og verði líklega ekki sýnileg á NFS fram að kosningum. Löngunin til að hafa áhrif varð til þess að Guðríður ákvað að fara fram. Þá var einnig ljóst að nýja mann- eskju þyrfti inn í forystu flokksins eftir að Sigrún Jónsdóttir tilkynnti að hún gæfi ekki kost á sér aftur. Það kom Guðríði ekki alls kostar á óvart að fara með sigur af hólmi. „Ég hefði ekki farið fram nema finna fyrir ákveðnum stuðningi. Þetta var ekki eitthvað sem datt í kollin á mér fyrirvaralaust,“ segir Guðríður sem er skráð húsfrú í símaskránni. Hún útskýrir hlæjandi að hún hafi skráð þetta fyrir mörg- um árum síðan þegar hún starfaði ekki við það sem hún var menntuð. „Ætli ég þurfi ekki að fara að breyta þessu núna,“ segir hún hlæjandi en bætir við að vissulega sé hún líka húsfrú. Áhugasvið Guðríðar í stjórnmálum snúast um vel- ferðarmál og því að jafna kjör fólks. Einnig finnst henni mikilvægt að sanngirni sé gætt í stjórnsýslu. Innan Kópavogs brenna á henni leikskóla- og skólamál. Guðríður er forfallin hestakona og reynir þess á milli að sinna fjölskyldu sinni en hún á þrjú börn. „Sem betur fer erum við saman í hestamennskunni og eyðum miklum tíma þar,“ segir Guð- ríður sem sér þó ekki fram á að geta sinnt hestunum jafn mikið á þessu vori eins og áður. Um áframhaldandi pól- itískan frama segir hún; „Það verður að koma í ljós hvernig mér líkar við þetta nýja hlut- verk og hvernig fólki líkar við mig í því.“ ■ GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR: Í FYRSTA SÆTI SAMFYLKINGAR Í KÓPAVOGI Skjótt skipast veður í lofti FORFALLIN HESTAKONA Guðríður er hestakona af lífi og sál og eyðir mikl- um tíma með fjölskyldu sinni í hesthúsi sínu í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL JARÐARFARIR 13.00 Laufey Símonardóttir, Flétturima 27, verður jarðsungin frá Garðakirkju, Álftanesi. 14.00 Böðvar Ingi Þorsteinsson bóndi á Þyrli, Hvalfjarð- arstrandarhreppi, verður jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju í Saurbæ. ANDLÁT Aðalbjörg S. Einarsdóttir, Presthúsabraut 29, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 1. febrúar. Þóra María Emilía Björnsdóttir, andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar miðvikudaginn 1. febrúar. Guðmundur Kristján Hákon- arson, Kleifahrauni 2a, Vest- mannaeyjum, áður Kirkjuvegi 88, Vestmannaeyjum, andaðist laugardaginn 4. febrúar. Ingunn Elín Angantýsdóttir, Þing- eyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði laugardaginn 4. febrúar. Katrín S. Jónsdóttir, lést á Hrafnistu, Reykjavík, aðfaranótt sunnudagsins 5. febrúar. Sigurgeir M. Jónsson frá Efri- Engidal, lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar sunnudaginn 5. febrúar. MERKISATBURÐIR 1587 María Skotadrottning er hálshöggvin. 1725 Pétur mikli Rússakeisari andast. 1924 Fyrsta aftakan með ban- vænu gasi er framkvæmd í Bandaríkjunum. 1925 Togararnir Leifur heppni og Robertson farast í miklu norðan- og norðaustan- veðri á Halamiðum og með þeim 68 menn. 1965 Louis Armstrong, konungur djassins, kemur til landsins og heldur þrenna tónleika í Háskólabíói. 1980 Ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsen tekur við völdum. 1998 Halldór Laxness skáld andast 95 ára að aldri. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.